Á fundi í morgun ákvað neyðarstjórn Reykjavíkurborg að engir viðburðir færu fram vegna Menningarnætur í Reykjavík 21. ágúst næstkomandi. Er það gert vegna útbreiðslu Covid-19 smita í samfélaginu. Menningarnótt er því aflýst, annað árið í röð, en hún hafði áður verið haldin óslitið frá árinu 1996
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, að ákvörðunin sé tekin með hagsmuni allra borgarbúa að leiðarljósi. Mjög leitt sé að þurfa að aflýsa Menningarnótt annað árið í röð „en við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að sem eðlilegustu lífi í borginni og órofinni þjónustu“. Er þar ekki síst vísað til skólastarfs í borginni og þjónustu við viðkvæma hópa.
Athugasemdir