Um miðjan júní fór einkaþotum sem lenda á Reykjavíkurflugvelli að fjölga. Þetta segir Stefán Smári Kristinsson, rekstrarstjóri fyrirtækisins ACE FBO, sem þjónustar einkaþotur sem lenda á Reykjavíkurflugvelli.
Stefán segir að miðað við árið 2019 séu einkaþoturnar ekki fleiri það sem af er ári en þær sem komi séu stærri, þyngri og dýrari. „Við erum ekki með fleiri vélar en 2019 en ef við skoðum tonnafjöldann, þá vorum við komin fram úr 2019 eftir þrjár vikur núna í júlí,“ segir hann og bætir við: „Meðalstærðin á vélunum sem koma er mun meiri.“
Flottar og dýrar vélar
Stefán segir að nú séu þeir að þjónusta mikið af Bombardier Global express þotum og það sé með stærstu þotum sem hingað koma. „Þetta eru mjög flottar vélar og þær dýrustu eru á yfir hundrað milljónir dollara,“ sem eru um það bil 12 og hálfur milljarður, eða tólf þúsund milljónir króna.
Stærð þotunnar segi þó …
Athugasemdir