Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Áhyggjur af því að komandi kosningar hafi áhrif á samstöðu almennings

Hjalti Már Björns­son, bráða­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, seg­ir að hann og ann­að heil­brigð­is­starfs­fólk hafi áhyggj­ur af því að það „muni skorta á sam­stöðu fólks til að tak­ast á við þetta með sama hætti og hef­ur ver­ið gert hing­að til“. Þá seg­ist hann einnig hafa áhyggj­ur af sam­stöðu al­menn­ings í ljósi þess að kosn­ing­ar séu á næsta leiti og að stjórn­mála­menn lýsi and­stöðu sinni við ráð­legg­ing­ar sótt­varna­lækn­is.

Áhyggjur af því að komandi kosningar hafi áhrif á samstöðu almennings
Mikilvægt að taka mark á sérfræðingum Hjalti segir mikilvægt að almenningur og stjórnmálamenn taki mark á áliti sérfræðinga á borð við sóttvarnalækni um það hvernig best sé að taka á faraldrinum Mynd: Heiða Helgadóttir

Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segist óttast að stjórnmálamenn kunni að draga úr samstöðu almennings gegn Covid-19 faraldrinum vegna komandi þingkosninga. 78 greindust innanlands í gær, þar af 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 þeirra voru utan sóttkvíar.

Þegar blaðamaður spurði Hjalta Má um það hvernig honum litist á stöðuna í faraldrinum eins og hún væri núna í ljósi þess að nú bylgja sé skollinn á, byrjar hann á því að taka það fram að þrátt fyrir að hann sé læknir sé hann ekki sérfræðingur í smitsjúkdómum eða farsóttum. 

Það er Hjalta mikilvægt að tekið sé mark á sérfræðingum í þeim efnum, að þeir hafi mest vit á hvað sé best að aðhafast við slíkar aðstæður. Hann segir skiljanlegt að almenningur sé þreyttur á sóttvarnaraðgerðum og að öllum langi að „geta farið að lifa eðlilegu lífi“ en hann vonist til þess að ef gripið verði til harkalegra aðgerða að almenningur muni sýna því skilning eins og áður og „fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis“. 

Fólk tjái sig ekki hafi það ekki sérþekkingu

Varðandi það að ráðherrar hafi stigið fram með efasemdir sínar varðandi sóttvarnaraðgerðir segir hann að sínu mati „ætti fólk ekki að tjá sig um hluti sem það hefur ekki sérþekkingu á“ og að „við eigum að treysta áliti þeirra sem mest vit hafa á farsóttum um það hvernig við eigum að bregðast við þessari stöðu.“ 

Hann telur hugsanlegt að athugasemdir ráðherra og annarra sem lýsa andstöðu sinni við ráðleggingar sóttvarnalæknis eigi þátt í því að samstaða almennings fari minnkandi. Hann hafi áhyggjur af því að komandi kosningar muni hafa áhrif á samstöðuna. 

„Við eigum að treysta áliti þeirra sem mest vit hafa á farsóttum“

Fram að þessu hafi sérfræðingar fengið að sitja í framsætinu varðandi hvernig takast eigi við faraldurinn og stjórnmálamenn í aftursætinu en að mati Hjalta gæti það verið að breytast eftir því sem líður á faraldurinn og styttist í kosningar. „En sem betur fer eru Íslendingar almennt vel upplýstir. Hér erum við ekki að glíma við að það sé marktækur hluti þjóðarinnar sem skilur ekki mikilvægi bólusetninga eða er opinberlega að berjast gegn þeim. Ég vona svo sannarlega að popúlista stjórnmálamenn séu ekki að stökkva á þann vagn eins og við höfum séð gerast í Bandaríkjunum þar sem hálf þjóðin er núna óbólusett og margir trúa því að bóluefni sé skaðlegt sem hamlar verulega sóttvarna aðgerðum þar í landi.“

Áhyggjur af skorti á samstöðu

Heilbrigðisstarfsfólk segir hann hafa áhyggjur af því að það muni skorta á samstöðu almennings fyrir slíkum aðgerðum.  Þau hafi líka áhyggjur af því að álagið á spítalanum, sem er mikið fyrir, muni aukast vegna fjölgunar í smitum í samfélaginu og vegna þess að útlit sé fyrir að bóluefni virki ekki sem skyldi. „Við í heilbrigðiskerfinu munum alltaf þurfa að undirbúa okkur í að takast á við verstu mögulegu sviðsmyndina,“ segir hann.

Hann segir ekki „endalaust svigrúm“ vera á spítalanum til að taka á móti einstaklingum sem verða alvarlega veikir af Covid. „Ef að fjöldi þeirra verður yfir því sem spítalinn ræður við þá er heilbrigðiskerfið komið í veruleg vandræði og þjóðin þar með líka.“ hann segir að ef veirunni verði sleppt lausri í samfélaginu séu það augljóslega áhyggjur sóttvarnalæknis að „það gæti valdið faraldri þar sem umtalsverður fjöldi verður lífshættulega veikur“.

Einangrun erfiður hluti af því að veikjast

Hjalti segir það hafa mikil áhrif á sjúklinga sem liggja inn á spítala með hættuleg eða langvinn veikindi að heimsóknir á spítalann séu takmarkaðar vegna stöðunnar. „Einangrun er mjög erfiður hluti af því að veikjast og núna er það bein afleiðing af því að smit eru komin á flug í samfélaginu að það er óhjákvæmilegt að vernda þá sem eru veikastir fyrir og auka takmarkanir á heimsóknum. Þetta er þung staða og erfið en það verður að setja heilsu fólks og líf í forgang og grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru.“

„Ef að fjöldi þeirra verður yfir því sem spítalinn ræður við þá er heilbrigðiskerfið komið í veruleg vandræði og þjóðin þar með líka“

Ef ekkert yrði gert og veiran myndi fara óbeisluð um samfélagið væri það staða sem hættulega veikir og langveikir þyrftu að búa við í lengri tíma. Að mati Hjalta á það þó ekki aðeins við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. „Það eru líka ískyggilegar fréttir um það að jafnvel fólk sem er ekki með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki orðið aldrað og viðkvæmt og hefur verið bólusett, að það geti lent í alvarlegum veikindum og þess vegna verðum við að halda þessum faraldri niðri.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Spítalinn er sjúklingurinn

Léttir að heilbrigðisráðherra ætlar að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Létt­ir að heil­brigð­is­ráð­herra ætl­ar að skoða rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur varð meyr við að lesa frétt­ar­til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu þess efn­is að heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að taka til skoð­un­ar rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks í tengsl­um við til­kynn­ing­ar og rann­sókn al­var­legra at­vika í heil­brigð­is­þjón­ustu. Ásta er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur feng­ið rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna starfs síns.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
Yfirfull bráðamóttaka gat ekki tekið á móti sjúklingi í hjartastoppi
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Yf­ir­full bráða­mót­taka gat ekki tek­ið á móti sjúk­lingi í hjarta­stoppi

Helga Rósa Más­dótt­ir, deild­ar­stjóri bráða­mót­töku Land­spít­al­ans, stað­fest­ir í sam­tali við Stund­ina að sjúk­lingi í hjarta­stoppi var vís­að frá bráða­mót­tök­unni yf­ir á Hjarta­gátt spít­al­ans vegna þess að bráða­mót­tak­an var full. Skráð hef­ur ver­ið at­vik vegna máls­ins. „Við er­um að hafna deyj­andi fólki,“ seg­ir áhyggju­full­ur starfs­mað­ur.
Veikt fólk innilokað í gluggalausu rými
VettvangurSpítalinn er sjúklingurinn

Veikt fólk inni­lok­að í glugga­lausu rými

Á þeim þrem­ur mán­uð­um sem liðn­ir eru frá því að starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar sendi frá sér hjálp­arkall þar sem það sagð­ist lifa ham­far­ir hef­ur lít­ið sem ekk­ert ver­ið að­hafst til að bæta starfs­að­stæð­ur þeirra. Ef eitt­hvað er þarf það að hlaupa enn hrað­ar og mann­rétt­indi sjúk­linga eru brot­in að mati bráða­lækn­is sem fylgdi blaða­manni í gegn­um deild­ina. Að­stæð­ur á vett­vangi voru slá­andi.
Læknar á Landspítalanum með heilabilunareinkenni vegna álags
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Lækn­ar á Land­spít­al­an­um með heila­bil­un­ar­ein­kenni vegna álags

Ólaf­ur Þór Æv­ars­son, geð­lækn­ir og sér­fræð­ing­ur í streitu og kuln­un, seg­ist hitta tvo til þrjá lækna á viku í starfi sínu sem eru orðn­ir óvinnu­fær­ir vegna sjúk­legr­ar streitu. Lækn­arn­ir geta þó ekki tek­ið sér veik­inda­leyfi vegna mönn­un­ar vand­ans á spít­al­an­um og geta því ekki hvílt sig til að ná bata.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár