Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Áhyggjur af því að komandi kosningar hafi áhrif á samstöðu almennings

Hjalti Már Björns­son, bráða­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, seg­ir að hann og ann­að heil­brigð­is­starfs­fólk hafi áhyggj­ur af því að það „muni skorta á sam­stöðu fólks til að tak­ast á við þetta með sama hætti og hef­ur ver­ið gert hing­að til“. Þá seg­ist hann einnig hafa áhyggj­ur af sam­stöðu al­menn­ings í ljósi þess að kosn­ing­ar séu á næsta leiti og að stjórn­mála­menn lýsi and­stöðu sinni við ráð­legg­ing­ar sótt­varna­lækn­is.

Áhyggjur af því að komandi kosningar hafi áhrif á samstöðu almennings
Mikilvægt að taka mark á sérfræðingum Hjalti segir mikilvægt að almenningur og stjórnmálamenn taki mark á áliti sérfræðinga á borð við sóttvarnalækni um það hvernig best sé að taka á faraldrinum Mynd: Heiða Helgadóttir

Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segist óttast að stjórnmálamenn kunni að draga úr samstöðu almennings gegn Covid-19 faraldrinum vegna komandi þingkosninga. 78 greindust innanlands í gær, þar af 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 þeirra voru utan sóttkvíar.

Þegar blaðamaður spurði Hjalta Má um það hvernig honum litist á stöðuna í faraldrinum eins og hún væri núna í ljósi þess að nú bylgja sé skollinn á, byrjar hann á því að taka það fram að þrátt fyrir að hann sé læknir sé hann ekki sérfræðingur í smitsjúkdómum eða farsóttum. 

Það er Hjalta mikilvægt að tekið sé mark á sérfræðingum í þeim efnum, að þeir hafi mest vit á hvað sé best að aðhafast við slíkar aðstæður. Hann segir skiljanlegt að almenningur sé þreyttur á sóttvarnaraðgerðum og að öllum langi að „geta farið að lifa eðlilegu lífi“ en hann vonist til þess að ef gripið verði til harkalegra aðgerða að almenningur muni sýna því skilning eins og áður og „fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis“. 

Fólk tjái sig ekki hafi það ekki sérþekkingu

Varðandi það að ráðherrar hafi stigið fram með efasemdir sínar varðandi sóttvarnaraðgerðir segir hann að sínu mati „ætti fólk ekki að tjá sig um hluti sem það hefur ekki sérþekkingu á“ og að „við eigum að treysta áliti þeirra sem mest vit hafa á farsóttum um það hvernig við eigum að bregðast við þessari stöðu.“ 

Hann telur hugsanlegt að athugasemdir ráðherra og annarra sem lýsa andstöðu sinni við ráðleggingar sóttvarnalæknis eigi þátt í því að samstaða almennings fari minnkandi. Hann hafi áhyggjur af því að komandi kosningar muni hafa áhrif á samstöðuna. 

„Við eigum að treysta áliti þeirra sem mest vit hafa á farsóttum“

Fram að þessu hafi sérfræðingar fengið að sitja í framsætinu varðandi hvernig takast eigi við faraldurinn og stjórnmálamenn í aftursætinu en að mati Hjalta gæti það verið að breytast eftir því sem líður á faraldurinn og styttist í kosningar. „En sem betur fer eru Íslendingar almennt vel upplýstir. Hér erum við ekki að glíma við að það sé marktækur hluti þjóðarinnar sem skilur ekki mikilvægi bólusetninga eða er opinberlega að berjast gegn þeim. Ég vona svo sannarlega að popúlista stjórnmálamenn séu ekki að stökkva á þann vagn eins og við höfum séð gerast í Bandaríkjunum þar sem hálf þjóðin er núna óbólusett og margir trúa því að bóluefni sé skaðlegt sem hamlar verulega sóttvarna aðgerðum þar í landi.“

Áhyggjur af skorti á samstöðu

Heilbrigðisstarfsfólk segir hann hafa áhyggjur af því að það muni skorta á samstöðu almennings fyrir slíkum aðgerðum.  Þau hafi líka áhyggjur af því að álagið á spítalanum, sem er mikið fyrir, muni aukast vegna fjölgunar í smitum í samfélaginu og vegna þess að útlit sé fyrir að bóluefni virki ekki sem skyldi. „Við í heilbrigðiskerfinu munum alltaf þurfa að undirbúa okkur í að takast á við verstu mögulegu sviðsmyndina,“ segir hann.

Hann segir ekki „endalaust svigrúm“ vera á spítalanum til að taka á móti einstaklingum sem verða alvarlega veikir af Covid. „Ef að fjöldi þeirra verður yfir því sem spítalinn ræður við þá er heilbrigðiskerfið komið í veruleg vandræði og þjóðin þar með líka.“ hann segir að ef veirunni verði sleppt lausri í samfélaginu séu það augljóslega áhyggjur sóttvarnalæknis að „það gæti valdið faraldri þar sem umtalsverður fjöldi verður lífshættulega veikur“.

Einangrun erfiður hluti af því að veikjast

Hjalti segir það hafa mikil áhrif á sjúklinga sem liggja inn á spítala með hættuleg eða langvinn veikindi að heimsóknir á spítalann séu takmarkaðar vegna stöðunnar. „Einangrun er mjög erfiður hluti af því að veikjast og núna er það bein afleiðing af því að smit eru komin á flug í samfélaginu að það er óhjákvæmilegt að vernda þá sem eru veikastir fyrir og auka takmarkanir á heimsóknum. Þetta er þung staða og erfið en það verður að setja heilsu fólks og líf í forgang og grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru.“

„Ef að fjöldi þeirra verður yfir því sem spítalinn ræður við þá er heilbrigðiskerfið komið í veruleg vandræði og þjóðin þar með líka“

Ef ekkert yrði gert og veiran myndi fara óbeisluð um samfélagið væri það staða sem hættulega veikir og langveikir þyrftu að búa við í lengri tíma. Að mati Hjalta á það þó ekki aðeins við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. „Það eru líka ískyggilegar fréttir um það að jafnvel fólk sem er ekki með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki orðið aldrað og viðkvæmt og hefur verið bólusett, að það geti lent í alvarlegum veikindum og þess vegna verðum við að halda þessum faraldri niðri.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Spítalinn er sjúklingurinn

Léttir að heilbrigðisráðherra ætlar að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Létt­ir að heil­brigð­is­ráð­herra ætl­ar að skoða rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur varð meyr við að lesa frétt­ar­til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu þess efn­is að heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að taka til skoð­un­ar rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks í tengsl­um við til­kynn­ing­ar og rann­sókn al­var­legra at­vika í heil­brigð­is­þjón­ustu. Ásta er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur feng­ið rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna starfs síns.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
Yfirfull bráðamóttaka gat ekki tekið á móti sjúklingi í hjartastoppi
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Yf­ir­full bráða­mót­taka gat ekki tek­ið á móti sjúk­lingi í hjarta­stoppi

Helga Rósa Más­dótt­ir, deild­ar­stjóri bráða­mót­töku Land­spít­al­ans, stað­fest­ir í sam­tali við Stund­ina að sjúk­lingi í hjarta­stoppi var vís­að frá bráða­mót­tök­unni yf­ir á Hjarta­gátt spít­al­ans vegna þess að bráða­mót­tak­an var full. Skráð hef­ur ver­ið at­vik vegna máls­ins. „Við er­um að hafna deyj­andi fólki,“ seg­ir áhyggju­full­ur starfs­mað­ur.
Veikt fólk innilokað í gluggalausu rými
VettvangurSpítalinn er sjúklingurinn

Veikt fólk inni­lok­að í glugga­lausu rými

Á þeim þrem­ur mán­uð­um sem liðn­ir eru frá því að starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar sendi frá sér hjálp­arkall þar sem það sagð­ist lifa ham­far­ir hef­ur lít­ið sem ekk­ert ver­ið að­hafst til að bæta starfs­að­stæð­ur þeirra. Ef eitt­hvað er þarf það að hlaupa enn hrað­ar og mann­rétt­indi sjúk­linga eru brot­in að mati bráða­lækn­is sem fylgdi blaða­manni í gegn­um deild­ina. Að­stæð­ur á vett­vangi voru slá­andi.
Læknar á Landspítalanum með heilabilunareinkenni vegna álags
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Lækn­ar á Land­spít­al­an­um með heila­bil­un­ar­ein­kenni vegna álags

Ólaf­ur Þór Æv­ars­son, geð­lækn­ir og sér­fræð­ing­ur í streitu og kuln­un, seg­ist hitta tvo til þrjá lækna á viku í starfi sínu sem eru orðn­ir óvinnu­fær­ir vegna sjúk­legr­ar streitu. Lækn­arn­ir geta þó ekki tek­ið sér veik­inda­leyfi vegna mönn­un­ar vand­ans á spít­al­an­um og geta því ekki hvílt sig til að ná bata.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár