Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Óþægilegt að ekki ríki samstaða um sóttvarnaraðgerðir hjá ríkisstjórninni

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir ekki gott að rík­is­stjórn­in sé klof­in í af­stöðu sinni til sótt­varna­að­gerða og að ráð­herr­ar tjái sig á mis­mun­andi hátt um það sem ver­ið sé að grípa til. Þá seg­ir hann einnig að margt af því sem ráð­herr­ar segi stand­ist ekki.

Óþægilegt að ekki ríki samstaða um sóttvarnaraðgerðir hjá ríkisstjórninni
Það er ekki gott að ríkisstjórnin sé klofin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki gott að ríkistjórnin sé klofin í afstöðu sinni til sóttvarnaraðgera og að kosningar gætu flækt stöðuna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Grípa gæti þurft til íþyngjandi aðgerða vegna fjölgunar Covid-19 smita í samfélaginu þar sem bólusetning verndar ekki jafn vel og vonast var til og einstaklingsbundnar varnir hafa ekki dugað. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við Stundina. 56 smit greindust innanlands í gær og hafa þau ekki verið fleiri í nærri níu mánuði. 

Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra frá 17.júlí lagði Þórólfurtil að sóttvarnaraðgerðir á landamærunum yrðu hertar til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Delta afbrigðis kórónuveirunnar. Heilbrigðisráðherra fór að ráðleggingum Þórólfs og ákveðið var að bólusett fólk þyrfti að framvísa neikvæðu Covid-prófi við komu sína til landsins. 

Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa dregið ákvörðun sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra í efa. Það eru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem sagði í samtali við mbl.is að hann efaðist um að rökin fyrir því að herða aðgerðir á landamærunum væru nógu sterk og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem skrifaði pistil í Morgunblaðið þann 20. júlí undir heitinu „Breytt staða í heimsfaraldri“ þar sem hún segir að „staðan nú kallar því ekki á íþyngjandi aðgerðir, heldur að við treystum fólki til að meta hvernig það hagar sínum eigin sóttvörnum, byggt á þeirri reynslu sem við höfum öll aflað okkur undanfarin misseri“. 

„Það er ekki gott þegar ríkisstjórnin er klofin“

Í pistlinum segir hún einnig að „ríkisvaldið hafi ekki burði“ til að útrýma Covid-19, að markmið ríkisstjórnarinnar hafi verið skýr að „koma skyldi í veg fyrir að hættuástand skapaðist og heilbrigðiskerfið verndað þannig að það réði við hlutverk sitt“. Stöðuna núna les hún sem svo að „hættan á að alvarleg fjöldaveikindi verði heilbrigðiskerfinu ofviða er ekki lengur fyrir hendi“ og að almenningur sé búin að taka á sig „margvíslegar byrðar síðastliðið ár“.

Í samtali við Stundina segir Þórólfur óheppilegt að stjórnvöld séu farin að „tjá sig á mismunandi máta“ varðandi sóttvarnaraðgerðir. Menn séu vissulega með tjáningarfrelsi og megi tjá sig en „það væri heppilegra ef menn gætu talað einni röddu“ varðandi aðgerðir. 

Kosningar gætu flækt stöðuna

Aðspurður um það hvort honum finnist flókið að kosningar séu á næsta leiti þegar faraldurinn er á þeim stað sem hann er segir hann það vel geta verið. „Það er óþægilegra ef það er ekki samstaða hjá stjórnvöldum og menn eru að tala misvísandi. Mér finnst það ekki vera gott að það sé þannig.“ 

Hann segist hafa mest samstarf við heilbrigðisráðherra sem samkvæmt lögum beri ábyrgð á sóttvarnaaðgerðum þó svo að ríkisstjórnin samþykki þær og standi á bak við þær líka. „Það er ekki gott þegar ríkisstjórnin er klofin“ segir hann og bætir við að margt af því sem ráðherrarnir hafi haldið fram standist ekki. „Margt af því sem hefur verið sagt stenst ekki þrátt fyrir að það sé búið að færa rök fyrir öðrum hlutum. Það er ekki heppilegt.“

Dugar ekki að biðla til almennings

Að mati Þórólfs þarf að líta til þess hvað hefur skilað árangri í baráttunni við veiruna og hvað ekki. Þegar veiran er í útbreiðslu innanlands segir hann ekki duga að biðla til almennings að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum og „öðru slíku“. „Það hefur ekki dugað því miður. Ég vildi að það væri nóg,“ segir hann og bætir við að þess vegna hafi þurft að grípa til íþyngjandi aðgerða með reglugerðum. „Þá höfum við séð árangur og þannig hefur þetta verið. Ég er alveg sannfærður um það að ef maður ætlar að ná einhverjum árangri þá þarf maður að setja á opinberar íþyngjandi tilskipanir um aðgerðir.“

Hann segir að svoleiðis hafi það verið allan faraldurinn. „Við erum búin að tala um það út á hvað persónulegar, einstaklingsbundnar sýkingarvarnir ganga alveg frá því að faraldurinn byrjaði. Við erum búin að tala um það svona milljón sinnum og birta alls konar leiðbeiningar út um allt. Við séð það fram að þessu að þó við séum að hamra á þessu að það virðist ekki duga til þegar útbreiðslan fer að aukast mikið. Við sáum það í öllum bylgjunum og sérstaklega þriðju bylgjunni og núna að það er ekki verið að fylgja þeim þó svo að við séum búin að vera hamra á því. Þá þurfa að koma til einhverjar samfélagslegar aðgerðir og það verður ekki gert öðruvísi en með reglugerð.“

Leggja áherslu á Landamærin til að koma í veg fyrir leka

Í minnisblaði Þórólfs til heilbrigðisráðherra lagði hann áherslu á aðgerðir á landamærunum en lagði ekki til aðgerðir innanlands og vitnar hann meðal annars  í nýjasta áhættumat  ECDC, eða European Centre for Disease prevention and Control sér til stuðnings.

Í því segir að til þess að ná tökum á Delta afbrigði veirunnar sé mikilvægt að leggja áherslu á sóttvarnaraðgerðir innanlands eða svo kallaðar NPI aðgerðir (e.non pharmaceutical interventions).

„Margt af því sem hefur verið sagt stenst ekki þrátt fyrir að það sé búið að færa rök fyrir öðrum hlutum“

Þórólfur segist ekki vera sammála öllu sem stofnunin leggur til. „Ég er í ráðgjafanefnd og ráðgjafahópi ECDP og hef komið með gagnrýni á að stofnunin hefur ekki lagt mikla áherslu á aðgerðir á landamærum. Þau hafa fyrst og fremst verið að leggja áherslu á aðgerðir innanlands sem ég er ósammála. Við þurfum fyrst og fremst að leggja áherslu á landamærin til að minnka lekann á smitum inn í landið til þess að eiga von um það að ná árangri innanlands. En í mörgum tilvikum þá þarf að grípa til bæði aðgerða innanlands og á landamærunum.“

Miðað við þróun síðustu daga segir Þórólfur að sú staða gæti komið upp að grípa þurfi til aðgerða innanlands í bland við aðgerðir á landamærunum. „Bólusetningin er ekki að vernda eins og vel og við vonuðumst til og þá þarf að nota þessar aðgerðir sem við höfum áður gripið til í faraldrinum.“

Verið að vinna með rauntíma upplýsingar

Þórólfur segir mikilvægt að muna að þegar var verið að tala um virkni bóluefna var verið að tala um virkni þeirra gegn þeim stofni sem þá þekktist. „Síðan er að koma í ljós að Delta stofninn er að taka yfir og að bóluefnin virki ekki eins vel gegn þeim stofni.“

Þegar Þórólfur metur stöðuna hverju sinni segist hann vera að vinna úr upplýsingum í rauntíma sem taki breytingum. „Það er það sem er mitt hlutverk, að vinna úr rauntíma upplýsingum og spá fyrir um framhaldið og spá fyrir um afleiðingarnar. Maður er að vinna með tölur úr rauntíma sem maður hefur hverju sinni og reynslu annarra. Þá geta aðrir sagt að ég sé ekki með töluleg rök fyrir því að þetta muni verða eitthvað slæmt. Ég verð að byggja mitt mat á minni reynslu og mínu innsæi í gegnum þennan faraldur og innsæi og reynslu annarra. Þetta er sambland af mörgu sem er faglegt mat á því sem er að gerast.“

Hluti af þeirri vinnu er að funda reglulega með fulltrúum annarra Evrópulanda þar sem lagðar eru fram niðurstöður úr óbirtum rannsóknum. „Það tekur ákveðinn tíma að fá þessar rannsóknir birtar og þetta eru vísindamenn að segja frá sínum niðurstöðum og koma með það nýjasta sem hægt er að leggja á borðið og maður vinnur með það. Maður getur ekki beðið eftir birtum rannsóknum sem tekur vikur og mánuði að fá birtar heldur vill maður vinna með þær upplýsingar sem liggja fyrir núna. Í þessum ráðgjafahóp fer fram díalógur um þessar niðurstöður og svo þarf hvert land að komast að sinni eigin niðurstöðu um hvernig þau vilja gera hlutina, hvaða upplýsingar eigi best við þeirra aðstæður og maður reynir að styðjast við það. Þannig er vinnan í læknisfræðinni almennt við sjúkdóma og við veirunni.“

Þurfum að ná ónæmi

Aðspurður um það hvert núverandi markmið sóttvarnaryfirvalda sé segir hann að við þurfum að lifa með veirunni þangað til að við höfum náð nægilega miklu ónæmi í samfélaginu. „Hvernig náum við ónæmi í samfélaginu? Við náum því annaðhvort með því að fá útbreiddar sýkingar, leyfa faraldrinum að ganga yfir þannig að nógu margir smitist og sýkist en það getur verið með skelfilegum afleiðingum. Eða við náum ónæmi með útbreiddum bólusetningum. Óvissuþættirnir í því eru að fyrst og fremst þeir hvort veiran komi til með að breyta sér þannig að ónæmi gegn fyrri sýkingu virkar ekki til dæmis eða breytir veiran sér þannig að bóluefni virka ekki lengur. Markmiðið er að ná ónæmi með bólusetningum.“

Vandamál hversu misjafnlega bóluefnum er dreift

Vegna þess hve bóluefnum er misjafnlega dreift í heiminum og þar af leiðandi lítið bólusett í stórum löndum getur veiran að mati Þórólfs fengið að grassera þar og þá eru meiri líkur á því að hún stökkbreytist og myndi nýja stofna eins og á við um Delta afbrigðið sem á upptök sín í Indlandi. „Um leið og veiran er blússandi í öðrum löndum þá erum við í sama pakkanum og getum búist við að sjá ný afbrigði.“

„Ég verð að byggja mitt mat á minni reynslu og mínu innsæi í gegnum þennan faraldur og innsæi og reynslu annarra“

Stóra spurningin er hvaða ábyrgð efnaðar þjóðir beri á því að koma óbólusettum löndum til aðstoðar til að hindra að slíkt gerist. „Vesturlöndin hafa verið að ná þessum bóluefnum til sín en ekki til hinna. Það er þessi krítík sem hefur verið uppi,“ segir hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
2
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
5
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.
Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
6
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár