Harmóníkutónar munu hljóma frá Árbæjarsafninu í dag. Þá fer fram hin árlega Harmóníkuhátíð Reykjavíkur, sem haldin er í minningu stofnanda hennar, Karls Jónatanssonar harmóníkufrumkvöðuls. Á hátíðinni koma fram margir af bestu og þekktustu harmóníkuleikurum landsins.
Á sama tíma verður gestum boðið að taka þátt í heyönnum eins og þær tíðkuðust fyrr á tímum, ef veður helst þurrt. Gefst því tækifæri til að komast í kynni við orf, ljá og hrífur og hlýða á sama tíma á ljúfa harmóníkutóna.
Athugasemdir