Framsóknarflokkurinn mælist næst stærstur í nýbirtri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn er sem áður stærstur en fylgi hans dregst saman um tvö prósentustig frá síðustu könnun fyrirtækisins. Flokkurinn mælist nú með 25,4 prósenta fylgi. Framsókn bætir við sig 3,5 prósentustigum frá þeirri könnun og mælist nú með 12,2 prósenta fylgi.
Margir flokkar mælast á sama bili og Framsókn; Píratar með 12,2 prósent, VG 11,9 prósent, Samfylking 10,6 og Viðreisn svo með 9,1 prósent stuðning. Miðað við vikmörk könnunarinnar er ekki marktækur munur á fylgi þessara flokka, nema Viðreisnar, sem þó gæti verið að sigla á sömu slóðum og Samfylking.
Miðflokkurinn er aðeins fyrir neðan þessa, með 6,6 prósenta stuðning samkvæmt mælingu MMR.
Flokkur fólksins mælist inni á þingi með 5,5 prósent en það gerir Sósíalistaflokkurinn líka, með 5,3 prósenta fylgi. Báðir flokkar hafa verið í kringum fimm prósenta markið í undanförnum könnunum en Sósíalistar hafa ekki boðið fram til þings …
Athugasemdir