„Er það ekki það sem þarf að koma? Ég vil bara ekki að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni því, því miður. Hann hyglir alltaf sínum, það er venjan hjá honum. Hann hefur alltaf gert það og mun alltaf gera það. Sjáðu hvernig hann stjórnar sjávarútveginum með sínum vinum og vandamönnum. Við keyptum ekki hlutabréf í Íslandsbanka, hvaðan eigum við að hafa peningana?“
Sigmundur Baldursson og Arnfríður Eysteinsdóttir
„Gæti verið betra. Það er alltaf eitthvað hjá þeim, annaðhvort breyting eða allt í rugli hjá þeim. Ég keypti ekki hlutabréf í honum. Þetta er ekki eitthvað sem ég er búin að vera að spá í. Ég sé ekki mikinn tilgang í því að kaupa hlutabréf.“
Guðný Þóra Karlsdóttir
„Ég er ekki viss, ég er ný í þessu.“
Mána Hjörleifsdóttir Taylor
„Ég er á móti henni. Mér finnst að ríkið eigi að halda utan um svona stofnanir eins og banka sem skilar mjög góðum arði …
Athugasemdir