Skógareldar loga víða í Norður-Ameríku og hitamet eru slegin á hverjum degi. Sérfræðingar í loftslagsmálum óttast að hraði breytinga sé nú orðinn svo mikill að óafturkræfar breytingar eigi sér stað í hringrás sem vart sé hægt að rjúfa úr þessu. Svörtustu spár eru þegar að rætast án þess að nokkur lausn sé í sjónmáli og sífellt kemur meira í ljós um hvað olíufyrirtækin vissu að væri í vændum.
Olíufélagið Shell hélt lokaðan fund með helstu stjórnendum árið 1958. Tilefnið var skýrsla sem einn þeirra, Charles Jones, hafði látið gera um umhverfisáhrif olíubrennslu til lengri tíma. Henni var síðan deilt skömmu síðar með þrýstihópi olíuiðnaðarins, American Petroleum Institute.
Það sem þeir stjórnendur vissu strax þá, en fyrirtækin sem þeir stýrðu hafa …
Athugasemdir