Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ingó Veðurguð afboðaður á Þjóðhátíð eftir ásakanir

Tón­list­ar­mað­ur­inn Ingólf­ur Þór­ar­ins­son stýr­ir ekki brekku­söng á þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um eft­ir að und­ir­skrift­arlisti kvenna var birt­ur.

Ingó Veðurguð afboðaður á Þjóðhátíð eftir ásakanir
Ingó Veðurguð Ingólfur Þórarinsson hefur boðað málaferli.

„Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár,“ segir í yfirlýsingu Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. 

Yfir 130 konur kröfðust þess að Ingó spilaði ekki á hátíðinni. Þá birtust tuttugu sögur um meinta ofbeldishegðun hans um helgina hjá hópnum Öfgum á TikTok og bættust fleiri við í gær.

Ingólfur sagði í samtali við Vísi um helgina að hann ætlaði í málaferli. „Maður er orðinn ringlaður. Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert og ég held að það sem er satt eigi eftir að koma í ljós. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“

Frásagnir kvennanna lýsa allt frá mikilli ágengni gagnvart stúlkum undir lögaldri yfir í kynferðisbrot. Hópurinn segir rétt að vísa í hann sem slíkan frekar en í einstaklinga innan hans, þar sem engin ein manneskja sé í forsvari fyrir hann. Í yfirlýsingu frá öfgum í gær sagði: „Við í Öfgum höfum tekið við fjölda frásagna frá konum síðustu tvö ár. Frásagnirnar eru nafnlausar til að vernda þolendur auk þess hefur meintur gerandi ekki verið nefndur á nafn þó svo að um sama aðila sé að ræða í öllum frásögnunum. Öll kennileiti hafa verið fjarlægð til að ekki sé hægt að tengja frásagnirnar við ákveðinn meintan gerenda. Einnig höfum við rætt við þolendur og séð myndir af áverkum. Stór hluti meintra þolenda var undir lögaldri þegar meint brot áttu sér stað. Við munum aldrei rjúfa trúnað við þær sem hafa treyst okkur fyrir frásögnum sínum. Þolendur hafa rétt á að segja sínar sögur, nafnlausar eða undir nafn,i án þess að almenningur heimti nafngreiningu á meintum geranda og að hann sér ákærður og dreginn fyrir dóm.“

Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti á föstudag að Ingó myndi stýra brekkusöngnum á komandi Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Hópurinn Öfgar hafði þá þegar beðið Þjóðhátíðarnefnd um lista yfir þá sem kæmu fram á Þjóðhátíð og boðið fram ráðgjöf sína „varðandi upp­setn­ingu á dag­skrá sem úti­lok­ar ekki kon­ur og ræður meinta af­brota­menn“.

„Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar frá Þjóðhátíðarnefnd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ingó afbókaður

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár