Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ingó Veðurguð afboðaður á Þjóðhátíð eftir ásakanir

Tón­list­ar­mað­ur­inn Ingólf­ur Þór­ar­ins­son stýr­ir ekki brekku­söng á þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um eft­ir að und­ir­skrift­arlisti kvenna var birt­ur.

Ingó Veðurguð afboðaður á Þjóðhátíð eftir ásakanir
Ingó Veðurguð Ingólfur Þórarinsson hefur boðað málaferli.

„Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár,“ segir í yfirlýsingu Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. 

Yfir 130 konur kröfðust þess að Ingó spilaði ekki á hátíðinni. Þá birtust tuttugu sögur um meinta ofbeldishegðun hans um helgina hjá hópnum Öfgum á TikTok og bættust fleiri við í gær.

Ingólfur sagði í samtali við Vísi um helgina að hann ætlaði í málaferli. „Maður er orðinn ringlaður. Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert og ég held að það sem er satt eigi eftir að koma í ljós. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“

Frásagnir kvennanna lýsa allt frá mikilli ágengni gagnvart stúlkum undir lögaldri yfir í kynferðisbrot. Hópurinn segir rétt að vísa í hann sem slíkan frekar en í einstaklinga innan hans, þar sem engin ein manneskja sé í forsvari fyrir hann. Í yfirlýsingu frá öfgum í gær sagði: „Við í Öfgum höfum tekið við fjölda frásagna frá konum síðustu tvö ár. Frásagnirnar eru nafnlausar til að vernda þolendur auk þess hefur meintur gerandi ekki verið nefndur á nafn þó svo að um sama aðila sé að ræða í öllum frásögnunum. Öll kennileiti hafa verið fjarlægð til að ekki sé hægt að tengja frásagnirnar við ákveðinn meintan gerenda. Einnig höfum við rætt við þolendur og séð myndir af áverkum. Stór hluti meintra þolenda var undir lögaldri þegar meint brot áttu sér stað. Við munum aldrei rjúfa trúnað við þær sem hafa treyst okkur fyrir frásögnum sínum. Þolendur hafa rétt á að segja sínar sögur, nafnlausar eða undir nafn,i án þess að almenningur heimti nafngreiningu á meintum geranda og að hann sér ákærður og dreginn fyrir dóm.“

Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti á föstudag að Ingó myndi stýra brekkusöngnum á komandi Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Hópurinn Öfgar hafði þá þegar beðið Þjóðhátíðarnefnd um lista yfir þá sem kæmu fram á Þjóðhátíð og boðið fram ráðgjöf sína „varðandi upp­setn­ingu á dag­skrá sem úti­lok­ar ekki kon­ur og ræður meinta af­brota­menn“.

„Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar frá Þjóðhátíðarnefnd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ingó afbókaður

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár