Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ingó Veðurguð afboðaður á Þjóðhátíð eftir ásakanir

Tón­list­ar­mað­ur­inn Ingólf­ur Þór­ar­ins­son stýr­ir ekki brekku­söng á þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um eft­ir að und­ir­skrift­arlisti kvenna var birt­ur.

Ingó Veðurguð afboðaður á Þjóðhátíð eftir ásakanir
Ingó Veðurguð Ingólfur Þórarinsson hefur boðað málaferli.

„Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár,“ segir í yfirlýsingu Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. 

Yfir 130 konur kröfðust þess að Ingó spilaði ekki á hátíðinni. Þá birtust tuttugu sögur um meinta ofbeldishegðun hans um helgina hjá hópnum Öfgum á TikTok og bættust fleiri við í gær.

Ingólfur sagði í samtali við Vísi um helgina að hann ætlaði í málaferli. „Maður er orðinn ringlaður. Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert og ég held að það sem er satt eigi eftir að koma í ljós. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“

Frásagnir kvennanna lýsa allt frá mikilli ágengni gagnvart stúlkum undir lögaldri yfir í kynferðisbrot. Hópurinn segir rétt að vísa í hann sem slíkan frekar en í einstaklinga innan hans, þar sem engin ein manneskja sé í forsvari fyrir hann. Í yfirlýsingu frá öfgum í gær sagði: „Við í Öfgum höfum tekið við fjölda frásagna frá konum síðustu tvö ár. Frásagnirnar eru nafnlausar til að vernda þolendur auk þess hefur meintur gerandi ekki verið nefndur á nafn þó svo að um sama aðila sé að ræða í öllum frásögnunum. Öll kennileiti hafa verið fjarlægð til að ekki sé hægt að tengja frásagnirnar við ákveðinn meintan gerenda. Einnig höfum við rætt við þolendur og séð myndir af áverkum. Stór hluti meintra þolenda var undir lögaldri þegar meint brot áttu sér stað. Við munum aldrei rjúfa trúnað við þær sem hafa treyst okkur fyrir frásögnum sínum. Þolendur hafa rétt á að segja sínar sögur, nafnlausar eða undir nafn,i án þess að almenningur heimti nafngreiningu á meintum geranda og að hann sér ákærður og dreginn fyrir dóm.“

Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti á föstudag að Ingó myndi stýra brekkusöngnum á komandi Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Hópurinn Öfgar hafði þá þegar beðið Þjóðhátíðarnefnd um lista yfir þá sem kæmu fram á Þjóðhátíð og boðið fram ráðgjöf sína „varðandi upp­setn­ingu á dag­skrá sem úti­lok­ar ekki kon­ur og ræður meinta af­brota­menn“.

„Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar frá Þjóðhátíðarnefnd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ingó afbókaður

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Þórður tekur ekki þingsæti -  „Skrifin voru röng, meiðandi og skaðleg“
6
FréttirAlþingiskosningar 2024

Þórð­ur tek­ur ekki þing­sæti - „Skrif­in voru röng, meið­andi og skað­leg“

Þórð­ur Snær Júlí­us­son ætl­ar ekki að taka sæti á þingi nái hann kjöri í al­þing­is­kosn­ing­un­um. Hann seg­ist skamm­ast sín mik­ið fyr­ir göm­ul bloggskrif sem voru rifj­uð upp í vik­unni. Þórð­ur tek­ur fram að hann sé ekki fórn­ar­lamb að­stæðna og að bar­átt­an í kven­frels­is- og jafn­rétt­is­mál­um standi enn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
6
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár