Ingó Veðurguð afboðaður á Þjóðhátíð eftir ásakanir

Tón­list­ar­mað­ur­inn Ingólf­ur Þór­ar­ins­son stýr­ir ekki brekku­söng á þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um eft­ir að und­ir­skrift­arlisti kvenna var birt­ur.

Ingó Veðurguð afboðaður á Þjóðhátíð eftir ásakanir
Ingó Veðurguð Ingólfur Þórarinsson hefur boðað málaferli.

„Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár,“ segir í yfirlýsingu Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. 

Yfir 130 konur kröfðust þess að Ingó spilaði ekki á hátíðinni. Þá birtust tuttugu sögur um meinta ofbeldishegðun hans um helgina hjá hópnum Öfgum á TikTok og bættust fleiri við í gær.

Ingólfur sagði í samtali við Vísi um helgina að hann ætlaði í málaferli. „Maður er orðinn ringlaður. Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert og ég held að það sem er satt eigi eftir að koma í ljós. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“

Frásagnir kvennanna lýsa allt frá mikilli ágengni gagnvart stúlkum undir lögaldri yfir í kynferðisbrot. Hópurinn segir rétt að vísa í hann sem slíkan frekar en í einstaklinga innan hans, þar sem engin ein manneskja sé í forsvari fyrir hann. Í yfirlýsingu frá öfgum í gær sagði: „Við í Öfgum höfum tekið við fjölda frásagna frá konum síðustu tvö ár. Frásagnirnar eru nafnlausar til að vernda þolendur auk þess hefur meintur gerandi ekki verið nefndur á nafn þó svo að um sama aðila sé að ræða í öllum frásögnunum. Öll kennileiti hafa verið fjarlægð til að ekki sé hægt að tengja frásagnirnar við ákveðinn meintan gerenda. Einnig höfum við rætt við þolendur og séð myndir af áverkum. Stór hluti meintra þolenda var undir lögaldri þegar meint brot áttu sér stað. Við munum aldrei rjúfa trúnað við þær sem hafa treyst okkur fyrir frásögnum sínum. Þolendur hafa rétt á að segja sínar sögur, nafnlausar eða undir nafn,i án þess að almenningur heimti nafngreiningu á meintum geranda og að hann sér ákærður og dreginn fyrir dóm.“

Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti á föstudag að Ingó myndi stýra brekkusöngnum á komandi Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Hópurinn Öfgar hafði þá þegar beðið Þjóðhátíðarnefnd um lista yfir þá sem kæmu fram á Þjóðhátíð og boðið fram ráðgjöf sína „varðandi upp­setn­ingu á dag­skrá sem úti­lok­ar ekki kon­ur og ræður meinta af­brota­menn“.

„Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar frá Þjóðhátíðarnefnd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ingó afbókaður

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár