Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nefndarmenn nefndar um eftirlit með lögreglu virkir í Sjálfstæðisflokknum

All­ir nefnd­ar­menn nefnd­ar um eft­ir­lit með starfs­hátt­um lög­reglu hafa tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn á einn eða ann­an hátt. Tveir af þrem­ur með­lim­um nefnd­ar­inn­ar eru virk­ir með­lim­ir í flokkn­um en sjá þriðji var skip­að­ur í nefnd­ina af ráð­herra flokks­ins.

Nefndarmenn nefndar um eftirlit með lögreglu virkir í Sjálfstæðisflokknum
Tveir af þremur virkir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum Þær Krístín Edwald og Þorbjörg Inga Jónsdóttir eru báðar virkir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum ásamt því að vera í nefnd um eftirlit um starfshætti lögreglu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Allir nefndarmenn nefndar um eftirlit með starfsháttum lögreglu hafa tengingu við Sjálfstæðisflokkinn á einn eða annan hátt. Nýlega voru niðurstöður nefndarinnar um háttsemi tveggja lögregluþjóna í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var staddur, birtar. Háttsemi lögregluþjónana var talin ámælisverð og þar að auki taldi nefndin að ekkert tilefni hafi verið til upplýsingagjafar um það að ráðherra hafi verið þar staddur, þrátt fyrir að aðstæður gæfu til kynna um að samkvæmi væri að ræða.

Umkvartanir vegna starfa formannsins

Skúli Þór Gunnsteinsson formaður nefndarinnar hefur hvað minnst tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, ekki önnur en þau að hafa verið skipaður í nefndina af Sigríði Á. Andersen 2017, þáverandi dómsmálaráðherra.

Skúli var skipaður formaður nefndarinnar þrátt fyrir tvö tilfelli þar sem kvartað var undan störfum hans fyrir innanríkisráðuneytið, sem nú heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Í frétt Vísis árið 2014 kemur fram að hann hafi verið áminntur fyrir það hafa sem lögfræðingur ráðuneytisins sent tölvupóst í nafni ráðuneytisins til starfsmanns barnaverndar vegna fyrrverandi sambýliskonu vinar síns á meðan þau stóðu í sambúðarslitum. Í tölvupósti til Stundarinnar kveðst Skúli ekki fengið formlega áminningu.

Í seinna skiptið sendi hann tölvupóst þar sem hann orðaði það hvernig hann vildi „hrista“ og láta starfsmenn Umboðsmanns Alþingis „hanga“ og gera þeim ljóst að þau sem höfðu sent embættinu kvörtun, Afstaða, félag fanga á Íslandi, hefðu verið að „berja á öðrum föngum“. 

Tölvupósturinn barst formanni Afstöðu fyrir slysni en hann átti að fara á skrifstofustjóra hjá innanríkisráðuneytinu. Eftir þetta var Skúli færður til í starfi. Á heimasíðu Afstöðu var skrifuð bloggfærsla um atvikið þar sem segir að eftir að það átti sér stað hafi ráðuneytisstjóri sannfært Afstöðu um að Skúli „fengi ekki að starfa við málaflokkinn að nýju“. Samkvæmt upplýsingum frá Skúla var hann hins vegar færður til í starfi að eigin frumkvæði eftir málið.

Virkir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum

Hinir tveir meðlimir nefndarinnar eru virkir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum, Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður er meðlimur í yfirkjörstjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður er meðlimur í fjölskyldunefnd í bæjarstjórn Mosfellsbæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og formaður kjörstjórnar flokksins í bænum.

Þann 24. júní síðastliðinn birtist á vef Morgunblaðsins frétt með fyrirsögninni „Ámælisverð framkoma lögregluþjóna í Ásmundarsal“ þar sem vísað er í niðurstöðu eftirlitsnefndar með starfsháttum lögreglu um „háttsemi tveggja lögregluþjóna á vettvangi í Ásmundarsal á þorláksmessukvöld.“ Þar kemur fram að nefndin taldi að háttsemi þeirra gæti talist ámælisverð og tilefni sé til að senda þann þátt málsins til meðferðar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. 

Í fréttinni er birtur hluti af samskiptum lögregluþjónanna tveggja eftir að þeir höfðu leyst upp það sem þeir töldu vera samkvæmi. Lögregluþjónarnir eru auðkenndir með lögreglunúmerum í ákvörðun nefndarinnar. 

„Hvernig yrði frétta­til­kynn­ing­in [...] 40 manna einka­sam­kvæmi og þjóðþekkt­ir ein­stak­ling­ar [...] er það of mikið eða?“

Þá svaraði hinn lög­regluþjónn­inn: „Ekki fyr­ir mig, ég myndi lesa það.“

Og einnig: „Ég þekkti tvær stelp­ur þarna uppi og þær eru báðar sjálf­stæðis [...] svona [...] framapotarar eða þú veist.“

Vegna þessara ummæla sagði formaður nefndarinnar, Skúli Þór Gunnsteinsson, í samtali við Vísi, að lögreglumennirnir hafi sýnt fordóma. 

„Í þessu til­tekna máli voru lög­reglu­mennirnir að ræða saman á vett­vangi um verk­efnið og að mati nefndarinnar komu fram í sam­talinu for­dómar gagn­vart þeim sem af­skipti voru höfð af.“

Skýrslunni lekið í fjölmiðla

Óljóst er hvernig Mbl.is fékk skýrslu nefndarinnar og enginn er skráður höfundur fréttarinnar, en þegar Stundin bað um afrit af skýrslunni í ljósi þess að aðrir miðlar hefðu aðgang að henni bárust þau svör frá lögfræðingi nefndarinnar að „nefndin afhendir ekki óviðkomandi þriðja aðila ákvarðanir nefndarinnar. Hafi ákvörðunin verið afhent fjölmiðli er það ekki frá nefndinni komið“.

Aðspurð um hvort að málið hafi verið frumkvæðismál að hálfu nefndarinnar og hverjir fengu aðgang að skýrslunni eftir að nefndin hafði komist að niðurstöðu sagði Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur nefndarinnar: „Nefndin tjáir sig ekki frekar um einstaka atriði í ákvörðun nefndarinnar að svo stöddu“.

Stundin hefur heimildir fyrir því að samkvæmt skýrslunni hafi Reimar Pétursson, lögmaður eiganda Ásmundarsals, kvartað yfir upplýsingagjöf lögreglunnar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu sem áframsendi þá kvörtun á nefndina.

Nefndin fór út fyrir valdsvið sitt

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir nefndina hafa farið út fyrir valdsvið sitt. „Þeir eiga ekki að vera skoða persónuleg samskipti lögreglumanna.“

Þá segist Fjölnir vera ósáttur við það að nefndin setji orðrétt í sínar skýrslur hvað lögreglumenn segja eftir að hafa sinnt útkalli og persónugreini þá með lögreglunúmeri. „Svo fer þetta til fjölmiðla. Í Morgunblaðinu eru orðrétt persónuleg samskipti lögreglumannana. Nefndin á að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar ef hún gengur of langt í sínum aðgerðum, ef einhver deyr eða það er eitthvað ofbeldi eða eitthvað slíkt. Þarna er bara verið að hafa eftirlit með því hvernig lögreglumennirnir hugsa. Og það á helst að áminna þá fyrir þetta. Okkur finnst það alveg ótrúlegt.“ 

Almennt segir Fjölnir að lögreglumenn séu ekki ánægðir með störf nefndarinnar. „Það virðist ekkert stoppa hjá þessari nefnd. Hún kemur sjaldan saman og ef þau mögulega geta þá vísa þau málum til héraðssaksóknara en núna, allt í einu, er svaka vinna lögð í hvað þessir lögreglumenn segja.“

Fram hefur komið að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt áherslu á að lögreglan afhendi öll gögn í tengslum við málið, þar á meðal samskipti milli lögreglumanna sem tekin voru upp með búkmyndavélum. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir öll gögn hafa verið afhend, en í stað hjóðupptöku af samtali lögreglumanna hafi verið sent skriflegt afrit af samtölum. Áslaug sagðist ætla að vera í sambandi við lögreglustjóra vegna gagnanna. 

Áslaug Arna hringdi tvívegis í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag í fyrra til að spyrja út í málið. Í seinna samtalinu, um klukkan hálf fimm á aðfangadag, innti hún lögreglustjóra út í afsökunarbeiðni vegna tilkynningar lögreglu um að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið viðstaddur. Lögreglustjórinn minnti Áslaugu í samtalinu á að hafa ekki afskipti af rannsókn málsins.

Árétting ritstjórnar: Ofsagt var í upphaflegri útgáfu fréttarinnar að formaður nefndar um eftirlit með lögreglu, Skúli Þór Gunnsteinsson, hefði tvisvar verið áminntur í starfi. Fram kom í fjölmiðlaumfjöllun árið 2014 að Skúli hefði verið áminntur „fyrir að brjóta siðareglur stjórnarráðsins“. Stundin hefur ekki sjálfstæða heimild fyrir þeim upplýsingum. Hafa ber í huga að áminning í skilningi laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna hefur í för með sér annan skilning og formlegar lagalegar afleiðingar en hugtakið „áminning“ almennt.

Í öðru lagi var Skúli Þór færður til í starfi innan innanríkisráðuneytisins vegna tölvupósts sem kvartað var undan að væri fordómafullur. Að sögn Skúla var hann færður til að eigin ósk og aldrei beittur viðurlögum í starfi. Er það í andstöðu við staðhæfingar Afstöðu - félags fanga. Stundin hefur þó ekki sjálfstæðar heimildir fyrir atburðarásinni.

Þá segir Skúli að hann hafi verið skipaður formaður nefndarinnar vegna þekkingar á málefnum lögreglu og valinn af starfsmanni ráðuneytis, en ekki vegna tengsla við ráðherra. Hann var hins vegar skipaður af ráðherra og á ábyrgð hans samkvæmt lögum.

Skúli er beðinn velvirðingar á því sem ofsagt var um áminningar í fyrstu útgáfu fréttarinnar og hefur fréttin verið uppfærð með nánari skýringum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár