„Mest langar mig til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga :P“

Skúli Þór Gunn­steins­son, lög­fræð­ing­ur í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, sendi skrif­stofu­stjóra tölvu­póst þar sem hann gerði stjórn­ar­mönn­um Af­stöðu upp ann­ar­leg­ar hvat­ir og sagð­ist vilja tuska starfs­menn um­boðs­manns Al­þing­is til.

„Mest langar mig til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga :P“

Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu, hefur verið færður til í starfi eftir að tölvupóstur frá honum rataði fyrir slysni í hendur formanns Afstöðu, félags fanga á Íslandi. 

Pósturinn var ætlaður skrifstofustjóra hjá ráðuneytinu og hafði að geyma drög að svari við fyrirspurn sem umboðsmaður Alþingis hafði sent vegna athugunar á lögmæti reglna sem settar voru um bann við heimsóknum fanga á milli fangaklefa. Stöð 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum en Stundin hefur umræddan tölvupóst undir höndum. Þar segir m.a. orðrétt:

Ég er orðinn býsna þreyttur á þessu máli.  Mest langar mig til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga :p  og benda þeim á að þeir sem eru að kvarta, þ.e. Afstaða, eru þeir sem hafa verið að berja á öðrum föngum og eru eðlilega ósáttir við þessa reglurnar.

Stundin sendi innanríkisráðuneytinu fyrirspurn um málið síðdegis en hefur ekki fengið svör. Í frétt Stöðvar 2 var hins vegar greint frá því að ráðuneytið hefði tilkynnt að í umræddum tölvupósti væri að finna „efni sem sé á allan hátt ófaglegt og fjarri því að fela í sér afstöðu ráðuneytisins“. Ráðuneytið og starfsmaðurinn hefðu beðist afsökunar. 

Skúli Þór hefur áður ratað í fjölmiðla vegna ófaglegra vinnubragða. Árið 2014 greindi Vísir frá því að kona hefði sent innranríkisráðuneytinu kröfu vegna þess að Skúli fjallaði um persónulega hagi hennar í embætti sínu sem lögfræðingur innanríkisráðuneytisins. Fram kom að Skúli væri vinur fyrrum sambýlismanns konunnar og hefði fjallað um sambúðarslit þeirra og skapgerð hennar í bréfi sem hann sendi lögfræðingi Barnaverndarstofu. „Ég vildi bara láta þig vita varðandi þessa tvo fugla,“ sagði meðal annars í bréfinu.

Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur sem situr í stjórn Afstöðu, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að málið hafi reynst stjórnarmönnum í félaginu erfitt. „Að vera bendlaður við ofbeldi gegn þeim sem maður starfar fyrir er mjög vond tilfinning. Hún er ekki síður sár þegar maður hefur lagt sig allan fram við að gera góða hluti,“ skrifar hún og bætir við að stjórnin hafi mikinn metnað, vinni án endurgjalds fyrir félagið og af eldmóði og ástríðu. Hrós hefði því verið við hæfi frekar en dylgjur á borð við þær sem fram komu í bréfi Skúla. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár