Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Mest langar mig til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga :P“

Skúli Þór Gunn­steins­son, lög­fræð­ing­ur í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, sendi skrif­stofu­stjóra tölvu­póst þar sem hann gerði stjórn­ar­mönn­um Af­stöðu upp ann­ar­leg­ar hvat­ir og sagð­ist vilja tuska starfs­menn um­boðs­manns Al­þing­is til.

„Mest langar mig til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga :P“

Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu, hefur verið færður til í starfi eftir að tölvupóstur frá honum rataði fyrir slysni í hendur formanns Afstöðu, félags fanga á Íslandi. 

Pósturinn var ætlaður skrifstofustjóra hjá ráðuneytinu og hafði að geyma drög að svari við fyrirspurn sem umboðsmaður Alþingis hafði sent vegna athugunar á lögmæti reglna sem settar voru um bann við heimsóknum fanga á milli fangaklefa. Stöð 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum en Stundin hefur umræddan tölvupóst undir höndum. Þar segir m.a. orðrétt:

Ég er orðinn býsna þreyttur á þessu máli.  Mest langar mig til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga :p  og benda þeim á að þeir sem eru að kvarta, þ.e. Afstaða, eru þeir sem hafa verið að berja á öðrum föngum og eru eðlilega ósáttir við þessa reglurnar.

Stundin sendi innanríkisráðuneytinu fyrirspurn um málið síðdegis en hefur ekki fengið svör. Í frétt Stöðvar 2 var hins vegar greint frá því að ráðuneytið hefði tilkynnt að í umræddum tölvupósti væri að finna „efni sem sé á allan hátt ófaglegt og fjarri því að fela í sér afstöðu ráðuneytisins“. Ráðuneytið og starfsmaðurinn hefðu beðist afsökunar. 

Skúli Þór hefur áður ratað í fjölmiðla vegna ófaglegra vinnubragða. Árið 2014 greindi Vísir frá því að kona hefði sent innranríkisráðuneytinu kröfu vegna þess að Skúli fjallaði um persónulega hagi hennar í embætti sínu sem lögfræðingur innanríkisráðuneytisins. Fram kom að Skúli væri vinur fyrrum sambýlismanns konunnar og hefði fjallað um sambúðarslit þeirra og skapgerð hennar í bréfi sem hann sendi lögfræðingi Barnaverndarstofu. „Ég vildi bara láta þig vita varðandi þessa tvo fugla,“ sagði meðal annars í bréfinu.

Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur sem situr í stjórn Afstöðu, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að málið hafi reynst stjórnarmönnum í félaginu erfitt. „Að vera bendlaður við ofbeldi gegn þeim sem maður starfar fyrir er mjög vond tilfinning. Hún er ekki síður sár þegar maður hefur lagt sig allan fram við að gera góða hluti,“ skrifar hún og bætir við að stjórnin hafi mikinn metnað, vinni án endurgjalds fyrir félagið og af eldmóði og ástríðu. Hrós hefði því verið við hæfi frekar en dylgjur á borð við þær sem fram komu í bréfi Skúla. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár