Starfsmenn Eimskips sem kærðir voru til lögreglu vegna samkeppnislagabrota árið 2014 eru enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Fyrirtæki viðurkenndi í síðustu viku samkeppnislagabrot og gerði sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þeirra sem felur í sér 1.500 milljóna króna sektargreiðslu.
„Við höfum móttekið upplýsingar frá Samkeppniseftirlitinu vegna umræddrar sáttar og erum með þær upplýsingar til skoðunar.“
Samkeppniseftirlitið sendi í kjölfar sáttarinnar upplýsingar um hana til héraðssaksóknara, sem staðfestir að gögn tengd henni séu nú til skoðunar. „Við höfum móttekið upplýsingar frá Samkeppniseftirlitinu vegna umræddrar sáttar og erum með þær upplýsingar til skoðunar,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar.
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst með húsleit árið 2013 hjá bæði Eimskipafélaginu og Samskipum, vegna gruns um ólöglegt samráð fyrirtækjanna. Ári síðar voru ellefu starfsmenn félaganna tveggja kærðir til lögreglu vegna brotanna. Forsvarsmenn beggja félaga hafa neitað öllu ólöglegu allar götur síðan - þar til í síðustu …
Athugasemdir