Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eimskipsmenn enn til rannsóknar eftir sátt og milljarðasekt

Rann­sókn yf­ir­valda á lög­brot­um Eim­skips er enn í gangi jafn­vel þó að fyr­ir­tæk­ið hafi gert sátt við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið. Mál starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur ver­ið á borði hér­aðssak­sókn­ara og fyr­ir­renn­ara síð­an ár­ið 2014. Sam­skip svar­ar engu um sína hlið máls­ins.

Eimskipsmenn enn til rannsóknar eftir sátt og milljarðasekt
Sektað Eimskipafélag Íslands sem samþykkt hefur að greiða 1.500 milljónir í ríkissjóð vegna samkeppnislagabrota.

Starfsmenn Eimskips sem kærðir voru til lögreglu vegna samkeppnislagabrota árið 2014 eru enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Fyrirtæki viðurkenndi í síðustu viku samkeppnislagabrot og gerði sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þeirra sem felur í sér 1.500 milljóna króna sektargreiðslu. 

„Við höfum móttekið upplýsingar frá Samkeppniseftirlitinu vegna umræddrar sáttar og erum með þær upplýsingar til skoðunar.“
Ólafur Þór Hauksson
héraðssaksóknari

Samkeppniseftirlitið sendi í kjölfar sáttarinnar upplýsingar um hana til héraðssaksóknara, sem staðfestir að gögn tengd henni séu nú til skoðunar. „Við höfum móttekið upplýsingar frá Samkeppniseftirlitinu vegna umræddrar sáttar og erum með þær upplýsingar til skoðunar,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar.

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst með húsleit árið 2013 hjá bæði Eimskipafélaginu og Samskipum, vegna gruns um ólöglegt samráð fyrirtækjanna. Ári síðar voru ellefu starfsmenn félaganna tveggja kærðir til lögreglu vegna brotanna. Forsvarsmenn beggja félaga hafa neitað öllu ólöglegu allar götur síðan - þar til í síðustu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár