Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þorsteinn biðst afsökunar en segir aðeins Jóhannes hafa brotið lög

Sam­herji og Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri út­gerð­ar­inn­ar biðj­ast af­sök­un­ar á starf­semi fé­lags­ins í Namib­íu. Þetta ger­ir fé­lag­ið í yf­ir­lýs­ingu á vef sín­um sem aug­lýst er í Morg­un­blað­inu og Frétta­blað­inu í dag. Full­yrt er að eng­inn starfs­mað­ur nema upp­ljóstr­ar­inn Jó­hann­es Stef­áns­son hafi fram­ið refsi­verð brot og að tengda­son­ur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu hafi veitt raun­veru­lega ráð­gjöf.

Þorsteinn biðst afsökunar en segir aðeins Jóhannes hafa brotið lög
Ábyrgur Þorsteinn Már segist bera ábyrgð á Namibíumálinu sem forstjóri fyrirtækisins. Hann segist þó ekki hafa gert neitt refsivert, það hafi bara verið Jóhannes Stefánsson. Mynd: Davíð Þór

„Samherji hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur en tekur undir þá gagnrýni að við þær aðstæður sem uppi voru hefði átt að gæta betur að því hvernig greiðslur voru framkvæmdar, hverjir tóku við þeim og á hvaða grundvelli, hverjir höfðu heimildir til að gefa fyrirmæli um þær og hvert þær skyldu berast. Einnig er ljóst að samningar á bak við greiðslurnar hefðu átt að vera nákvæmir og formlegir,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins

AfsakiðSamherji auglýsti afsökunarbeiðni sína í heilsíðuauglýsingum í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun

Yfirlýsingin er auglýst í heilsíðuauglýsingum bæði í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu sem komu út í morgun, undir yfirskriftinni „Við gerðum mistök og biðjumst afsökunar“. Hann segist bera ábyrgð sem æðsti stjórnandi fyrirtækisins að „hafa látið þau vinnubrögð, sem þar voru viðhöfð, viðgangast“.

Enginn braut lög nema Jóhannes

Þorsteinn fullyrðir að aðeins Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarinn í málinu, hafi framið refsiverð brot í störfum sínum hjá Samherja. „Það er eindregin afstaða mín og Samherja að engin refsiverð brot hafi verið framin í Namibíu af hálfu fyrirtækja á okkar vegum eða starfsmanna þeirra ef undan er skilin sú háttsemi sem fyrrverandi framkvæmdastjóri hefur beinlínis játað og viðurkennt,“ segir hann.

Þetta er í fyrsta sinn sem Samherji og Þorsteinn Már biðjast afsökunar með þessum hætti síðan að Samherjaskjölin og Namibíumálið svokallaða voru afhjúpuð í Kveik, Stundinni og Al Jazeera í samstarfi við Wikileaks. Þar birtist mikið magn gagna og frásögn Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra útgerða Samherja í Namibíu, sem gekkst við að hafa greitt mútur til namibískra áhrifamanna í skiptum fyrir verðmætan hestamakrílskvóta fyrir útgerðir Samherja að nýta í landinu. 

Þá er því hafnað að milliríkjasamningur Angóla og Namibíu, sem nefndur hefur verið Namgomar-díllinn, hafi verið gerður að undirlagi Samherja. Í yfirlýsingunni segir að samningurinn hafi átt sér langan aðdraganda og hafi verið byggður á gagnkvæmum hagsmunum landanna tveggja og áralangri vinnu.

ViðurkenntJóhannes hefur viðurkennt að hafa greitt mútur fyrir hönd Samherja í Namibíu.

Samherji segir að jafnvel þó þeir sem hafi gert samningana og úthlutað aflaheimildum og nýtingarrétti á grundvelli þeirra hafi haft af því persónulega hagsmuni, séu engar vísbendingar um að Samherji hafi vitað af því á sínum tíma. 

Erfitt að skilja greiðslur

Strax frá upphafi málsins hefur Samherji sagt alla ábyrgð á nokkru því sem ranglega hafi verið gert sé á ábyrgð Jóhannesar. Það er enn afstaða fyrirtækisins í yfirlýsingunni nú. Þar segir meðal annars að verulegur hluti af niðurstöðum Wikborg Rein, norsku lögfræðistofunnar sem Samherji réði til að fara yfir málið og framkvæma innanhúsrannsókn, snúi að viðskiptaháttum sem gáfu færi á misnotkun vegna veikleika í regluvörslu og innra stjórnskipulagi í Namibíu.

„Samherji áréttar að ekki verður séð að aðrir starfsmenn en framkvæmdastjórinn fyrrverandi hafi bakað sér saknæma ábyrgð í störfum sínum,“ segir til að mynda í yfirlýsingunni.

Greiðslur sem gerðar eru eftir brotthvarf Jóhannesar frá Samherja eru einfaldlega útskýrðar með þeim hætti að langan tíma, allt upp í þrjú ár, hafi tekið að skilja hvað var í gangi og vinda ofan af því. Þetta eigi til dæmis við greiðslur frá Kýpurfélögum Samherja til Dúbaí, félagsins Tundavala Investment Ltd. sem var í eigu James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanns ríkisútgerðarinnar Fishcor. Það hafi verið greiðslur fyrir veiðiréttindi og ráðgjöf, sem Samherji fullyrðir að hafi verið veitt.

SamstarfsmennHér sjást frændurnir Tamson og James Hatuikulipi standa sitthvorumegin við Þorstein Má í Hafnarfjarðarhöfn. Á myndinni eru líka Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og sonur og ráðgjafi angólska sjávarútvegsráðherrans.

„Til dæmis lágu ekki fyrir formleg gögn eða réttur frágangur á mörgum greiðslum og tók það því nýja stjórnendur langan tíma að átta sig á þeim samningum sem gerðir höfðu verið í tíð fyrrverandi framkvæmdastjóra. Þegar nýjum stjórnendum varð ljóst hvernig þeim samningum var háttað var samið um að öllum veiðiréttargreiðslum sem farið höfðu til Dúbaí yrði hætt og lauk þeim í ársbyrjun 2017. Fjórar greiðslur vegna ráðgjafaþóknana voru greiddar á árinu 2018 og í ársbyrjun 2019,“ segir í yfirlýsingunni um þetta. 

Segjast hafa fengið ráðgjöf

Samherji segir það líka eina af meginniðurstöðum Wikborg Rein að ráðgjafarnir sem ráðnir voru í Namibíu, tengdasonur sjávarútvegsráðherrans þar í landi, Tamson Hatuikulipi, og frændi hans James, sem var á sama tíma og hann starfaði fyrir Samherja skipaður stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, og það að láta óátalda aðkomu háttsettra aðila í stjórnkerfi Namibíu að ráðgjöf þeirra hafi vakið upp spurningar um vandaða viðskiptahætti. 

FundurBernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, á fundi með Þorsteini Má. Sá fyrrnefndi situr nú í gæsluvarðhaldi og sætir ákæru fyrir að þiggja mútur frá fyrirtækjum þess síðarnefnda.

Þessir tveir eru þó ekki þeir einu sem fengu greiðslur frá Samherja, því sýnt hefur verið fram á að félag í sameiginlegri eigu James og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, hafi einnig fengið greiðslur.

Bandaríska utanríkisráðuneytið ákvað í síðustu viku að beita Sacky og annan fyrrverandi ráðherra, sjávarútvegsráðherrann Bernhard Esau, refsingum og banna þeim og fjölskyldum þeirra að ferðast til Bandaríkjanna. Var það gert vegna Samherjamálsins.

Athygli vekur að í yfirlýsingu Samherja segir að engir starfsmenn Samherja eða félög í eigu útgerðarinnar séu á meðal ákærðra í Namibíu. Áður hefur verið greint frá eindregnum vilja saksóknara þar í landi til að ákæra þrjá núverandi og fyrrverandi starfsmenn útgerðarinnar og félög sem Samherji á í Namibíu. Þar sem ekki hefur tekist að birta þeim ákæruna hefur hún hins vegar ekki verið gefin út formlega. Leitaði lögreglan þar syðra meðal annars til Interpol í leit sinni að þessum starfsmönnum og hefur lýst vilja til að fá þremenningana framselda frá Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár