Síðasta stóra bólusetningarvikan er að hefjast. Sex árgangar karla og átta kvenna á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið boð í bólusetningu en það eru síðustu árgangarnir sem dregnir voru upp úr fötunni í bólusetningarlottóinu. Flestir árgangarnir fá Janssen-sprautu nú á þriðjudag en fjórir árgangar fá fyrri skammt Pfizer á miðvikudag.
Erfiðlega gekk að koma út Janssen skömmtun samkvæmt boðun í síðustu viku, þegar 1.500 skammtar voru eftir þegar allir boðaðir tímar voru liðnir. Skammtarnir gengu þó út eftir að öllum óbólusettum og ósmituðum var boðinn skammtur.
Nú þegar hafa langflestir Íslendingar eldri en sextán ára fengið að minnsta kosti einn bóluefnaksammt við COVID-19 og yfir helmingur verið fullbólusettur.
Dagskrá vikunnar er svona:
Þriðjudagur 22. júní fá karlar fæddir 1990, 1991, 1995 og 1998 og konur fæddar 1985,1989, 1991, 1995 og 1999 Janssen sprautu.
Miðvikudagur 23. júní fær yngsti hópurinn sem verður bólusettur Pfizer; það eru ungmenni fædd árið 2005 óháð kyni. Til viðbótar verða karlar fæddir 1980 og 1989 og konur fæddar 1987 og 1994 bólusettar.
Báða dagana býðst sem eiga eldra boð, ónotað, í hvort bóluefni fyrir sig að koma og fá sprautu á meðan birgðir endast.
Bólusetningarvikunni átti svo að ljúka á fimmtudag, 24. júní, með seinni bólusetningu Astra Zeneca. Ólíklegt þykir að þeir skammtar berist í tæka tíð.
Athugasemdir