Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þau síðustu úr bólusetningarlottóinu fá skammt í vikunni

Nú er skipu­lögð fjölda­bólu­setn­ing á loka­metr­un­um en þeg­ar hafa rúm­lega 80 pró­sent þeirra sem til stend­ur að bólu­setja feng­ið að minnsta kosti einn skammt. Flest­ir eru full­bólu­sett­ir. Í vik­unni verða síð­ustu ár­gang­arn­ir úr bólu­setn­ing­ar­lottó­inu boð­að­ir í höll­ina.

Þau síðustu úr bólusetningarlottóinu fá skammt í vikunni
Lokametrarnir Bólusetningarlottóinu fer að ljúka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Síðasta stóra bólusetningarvikan er að hefjast. Sex árgangar karla og átta kvenna á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið boð í bólusetningu en það eru síðustu árgangarnir sem dregnir voru upp úr fötunni í bólusetningarlottóinu. Flestir árgangarnir fá Janssen-sprautu nú á þriðjudag en fjórir árgangar fá fyrri skammt Pfizer á miðvikudag. 

Erfiðlega gekk að koma út Janssen skömmtun samkvæmt boðun í síðustu viku, þegar 1.500 skammtar voru eftir þegar allir boðaðir tímar voru liðnir. Skammtarnir gengu þó út eftir að öllum óbólusettum og ósmituðum var boðinn skammtur. 

Nú þegar hafa langflestir Íslendingar eldri en sextán ára fengið að minnsta kosti einn bóluefnaksammt við COVID-19 og yfir helmingur verið fullbólusettur. 

Dagskrá vikunnar er svona:

Þriðjudagur 22. júní fá karlar fæddir 1990, 1991, 1995 og 1998 og konur fæddar 1985,1989, 1991, 1995 og 1999 Janssen sprautu. 

Miðvikudagur 23. júní fær yngsti hópurinn sem verður bólusettur Pfizer; það eru ungmenni fædd árið 2005 óháð kyni. Til viðbótar verða karlar fæddir 1980 og 1989 og konur fæddar 1987 og 1994 bólusettar. 

Báða dagana býðst sem eiga eldra boð, ónotað, í hvort bóluefni fyrir sig að koma og fá sprautu á meðan birgðir endast. 

Bólusetningarvikunni átti svo að ljúka á fimmtudag, 24. júní, með seinni bólusetningu Astra Zeneca. Ólíklegt þykir að þeir skammtar berist í tæka tíð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár