Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þau síðustu úr bólusetningarlottóinu fá skammt í vikunni

Nú er skipu­lögð fjölda­bólu­setn­ing á loka­metr­un­um en þeg­ar hafa rúm­lega 80 pró­sent þeirra sem til stend­ur að bólu­setja feng­ið að minnsta kosti einn skammt. Flest­ir eru full­bólu­sett­ir. Í vik­unni verða síð­ustu ár­gang­arn­ir úr bólu­setn­ing­ar­lottó­inu boð­að­ir í höll­ina.

Þau síðustu úr bólusetningarlottóinu fá skammt í vikunni
Lokametrarnir Bólusetningarlottóinu fer að ljúka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Síðasta stóra bólusetningarvikan er að hefjast. Sex árgangar karla og átta kvenna á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið boð í bólusetningu en það eru síðustu árgangarnir sem dregnir voru upp úr fötunni í bólusetningarlottóinu. Flestir árgangarnir fá Janssen-sprautu nú á þriðjudag en fjórir árgangar fá fyrri skammt Pfizer á miðvikudag. 

Erfiðlega gekk að koma út Janssen skömmtun samkvæmt boðun í síðustu viku, þegar 1.500 skammtar voru eftir þegar allir boðaðir tímar voru liðnir. Skammtarnir gengu þó út eftir að öllum óbólusettum og ósmituðum var boðinn skammtur. 

Nú þegar hafa langflestir Íslendingar eldri en sextán ára fengið að minnsta kosti einn bóluefnaksammt við COVID-19 og yfir helmingur verið fullbólusettur. 

Dagskrá vikunnar er svona:

Þriðjudagur 22. júní fá karlar fæddir 1990, 1991, 1995 og 1998 og konur fæddar 1985,1989, 1991, 1995 og 1999 Janssen sprautu. 

Miðvikudagur 23. júní fær yngsti hópurinn sem verður bólusettur Pfizer; það eru ungmenni fædd árið 2005 óháð kyni. Til viðbótar verða karlar fæddir 1980 og 1989 og konur fæddar 1987 og 1994 bólusettar. 

Báða dagana býðst sem eiga eldra boð, ónotað, í hvort bóluefni fyrir sig að koma og fá sprautu á meðan birgðir endast. 

Bólusetningarvikunni átti svo að ljúka á fimmtudag, 24. júní, með seinni bólusetningu Astra Zeneca. Ólíklegt þykir að þeir skammtar berist í tæka tíð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár