Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sjávarútvegurinn undanþeginn nýjum lögum um hringrásarhagkerfið

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur slopp­ið við að greiða hundruð millj­óna króna í úr­vinnslu­gjald vegna sér­samn­ings.

Sjávarútvegurinn undanþeginn nýjum lögum um hringrásarhagkerfið
Sleppa við gríðarlega háar greiðslur Sjávarútvegurinn er einn undanþeginn úrvinnslugjaldi, og sleppur því við að greiða háar fjárhæðir vegna veiðarfæra sem hent er. Mynd: Heiða Helgadóttir

Veiðarfæri verða undanþegin úrvinnslugjaldi, ólíkt öllum öðrum vörum, samkvæmt nýsamþykktum lögum um hringrásarhagkerfi. Með því sleppur sjávarútvegurinn við að greiða hundruð milljóna í úrvinnslugjald. 

Ný lög voru samþykkt á Alþingi fyrir stuttu sem setja frekari skilyrði á margar vörur sem eru fluttar inn í landið eða eru framleiddar hér á landi. Um er að ræða svokallaða framleiðendaábyrgð, en með henni á að búa svo um hnútana að greitt sé úrvinnslugjald fyrir úrvinnslu á vörum, eða umbúðum utan um vörur ,eftir að notkun hennar er hætt og henni er hent. Úrvinnslugjaldið er svo notað til að greiða fyrir endurvinnslu, endurnýtingu eða urðun á vörunni eða umbúðum utan um hana. Í lögunum er þó undantekning, en það er sér kafli um veiðarfæri. Lögin munu þó ekki taka gildi fyrr en árið 2023.  

Lögin breyta miklu fyrir umhverfismál á Íslandi, en breyta hins vegar ekki neinu fyrir sjávarútveginn, heldur eingöngu styrkja gamalt samkomulag. Samtök félaga í sjávarútvegi (SFS), þá LÍÚ, gerðu samning við Úrvinnslusjóð árið 2005 um að samtökin myndu sjálf bera ábyrgð á úrvinnslu á öllum þeim veiðarfærum sem notuð væru á Íslandi og væru úr plasti. Með samningi SFS greiða fyrirtæki í sjávarútvegi ekkert úrvinnslugjald af veiðarfærum úr plasti til Úrvinnslusjóðs. Í samningnum kemur fram að Úrvinnslusjóði sé ekki heimilt að segja upp samningnum við SFS nema að samningsbrot eigi sér stað. Í rannsókn Stundarinnar kemur í ljós að margvísleg brot hafa átt sér stað á samningnum.

Nýji samningurinn nánast alveg eins og sá gamli

Nýr samningur er nú í bígerð á milli SFS og Úrvinnslusjóðs, en samningurin se nú er í gildi hefur hlotið verulega gagnrýni. Þar í ofanálag hafa skilyrði gamla samningsins ekki verið uppfyllt ár eftir ár. Stundin hefur nýja samningin undir höndum, en samkvæmt heimildum Stundarinnar er áætlað að hann verði samþykktur á næsta stjórnarfundi Úrvinnslusjóðs, 24. júní næstkomandi. Mun því sjávarútvegurinn ennþá verða undanþeginn úrvinnslugjaldi, gjaldi sem langflestar neysluvörur, eða umbúðir utan um þær bera. 

Þegar nýji samningurinn er skoðaður sést að litlar sem engar breytingar hafa verið gerðar frá gamla samningnum sem gerður var 2005.  

Ítrekað frestað umræðum um nýjan samning

Í fundargerðum Úrvinnslusjóðs má sjá að umræða skapaðist, snemma á þessu ári, um að endurskoða þyrfti samning SFS. Voru það fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem vildu að samningurinn væri endurskoðaður, en hann hefur ekki verið endurskoðaður í um 15 ár. Í fundargerðum má sjá hvar fulltrúi SFS, og stjórnarmaður í stjórn Úrvinnslusjóðs, kom með þau rök að ein ástæða þess að veiðarfæri úr plasti ættu ekki að bera úrvinnslugjald séu þau að það væri ósanngjarnt gagnvart innlendum framleiðendum á veiðarfærum, þar sem meðlimir samtakanna myndu kaupa veiðarfæri erlendis án gjalds og koma svo með þau til landsins án þess að greiða neitt gjald. Samkvæmt lögum ber hins vegar öllum að borga gjald af öllum innfluttum vörum sem koma til landsins og ættu því útgerðarfyrirtæki að tilkynna kaup á veiðarfærum þegar komið er til landsins með ný veiðarfæri. 

 „HH (Hildur Hauksdóttir, fulltrúi SFS í stjórn Úrvinnslusjóðs) sagði frá því að ef til gjaldtöku hefði komið hefði það haft erfiðleika í för fyrir innlenda framleiðendur veiðarfæra þar sem líkur hafi verið á því að útgerðir hefðu keypt veiðarfæri erlendis án gjalds og komið með til landsins. Það hefði verið erfitt að hafa eftirlit með því hvort veiðarfærin væru ný eða notuð.“

Sjávarútvegurinn nær ekki markmiðum

Í þau 15 ár sem núverandi samningur hefur verið í gildi á milli SFS og Úrvinnslusjóðs hefur aldrei verið gerð breyting á honum eða markmiðum samningsins verið breytt. Samkvæmt markmiðum samningsins eiga 60% af öllum veiðarfærum úr gerviefnum á Íslandi að vera send í endurvinnslu. Áætlað er samkvæmt samningnum að um 1.100 tonn af veiðarfærum verði að úrgangi árlega. Endurvinnslumarkmiðin sem sett voru fyrir árið 2008 hafa ekki breyst síðan. Þá hefur áætlað magn af veiðarfærum sem verða að úrgangi árlega ekki breyst síðan 2005.

Þegar tölur frá Umhverfisstofnun eru skoðaðar virðist það svo að SFS sé ekki að ná markmiðum samningsins. Endurvinnslumarkmiðin frá 2008 hefur ekki náðst og þá sýna tölurnar að mun meira en 1.100 tonn af veiðarfærum verða að úrgangi árlega. Á árunum 2015 til 2018 fóru 7.452 tonn af veiðarfærum annaðhvort í endurvinnslu eða urðun. Samkvæmt samningi SFS við Úrvinnslusjóð ættu eingöngu 4.400 tonn af veiðarfærum að verða að úrgangi. Er því um að ræða 70% meira magn sem fellur til af veiðarfærum á þessum árum en samningur SFS við Úrvinnslusjóð segir til um.

Engin svör að hafaHeiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, hefur ekki veitt Stundinni viðtal þó ítrekað hafi verið óskað eftir því.

Þá sýna tölur Umhverfisstofnunar að endurvinnslumarkmið samningsins hafa ekki náðst. Árið 2018 voru 975 tonn send til endurvinnslu en 935 tonn voru urðuð á urðunarstöðum um allt land. Samkvæmt þessum tölum náðist eingöngu að senda 51% af veiðarfærum í endurvinnslu. Árið 2017 náðist markmiðið rétt svo, eða 62%. Árið 2016 náðust markmiðið ekki, en eingöngu 53% af veiðarfærum voru þá send til endurvinnslu. Stundin óskaði eftir viðtali við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna málsins en þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir sá hún sér ekki fært að ræða við blaðamann vegna anna í starfi. Samkvæmt heimasíðu SFS segja samtökin að 96% af veiðarfærum á Íslandi séu send í endurvinnslu.

Stundin hefur ítrekað, um nokkurra mánaða skeið, óskað eftir viðtali við Heiðrúnu Lind, og Hildi Hauksdóttur, sérfræðing í umhverfismálum hjá SFS og fulltrúa SFS í Úrvinnslusjóði. Þeim beiðnum hefur annað hvort ekki verið svarað eða ekki hefur fundist tími fyrir viðtal vegna málsins.

Fyrirtækið ekki með starfsleyfi 

Í samningi SFS við Úrvinnslusjóð eru sett afar ströng ákvæði um hreinleika veiðarfæra sem SFS getur tekið við. Þau veiðarfæri sem uppfylla ekki skilyrði SFS eru því að langstærstum hluta urðuð á urðunarstöðum um allt land. Ekki í neinum öðrum af þeim tugum úrgangsflokka sem Úrvinnslusjóður sér um eru sett sérstök skilyrði um hreinleika. Er því samningur SFS við sjóðinn einstakur þegar kemur að hreinleika úrgangs til þess að geta sent hann í endurvinnslu. Þrátt fyrir þessi skilyrði í samningnum segir á heimasíðu SFS að úrelt veiðarfæri séu hreinsuð. „Við sjáum um að úrelt veiðarfæri séu hreinsuð, flokkuð og send til endurvinnslu.“

Þeir sérfræðingar sem Stundin hefur rætt við furða sig á þessum ákvæðum samningsins. Að SFS – með óuppsegjanlegan samningi við Úrvinnslusjóð – geti ákveðið nákvæmlega hvaða veiðarfærum þau taki við og hvaða veiðarfærum þau taki ekki við. Ódýrast er að losa sig við hreinan úrgang, en dýrast er að losa sig við úrgang sem inniheldur óhreinindi þar sem það þarf að þrífa hann fyrir endurvinnslu.

SFS er með samning við fyrirtækið Skipaþjónustu Íslands ehf. í Reykjavík um að taka við veiðarfæraúrgangi frá útgerðarfyrirtækjum. Samkvæmt skilyrðum samnings SFS við Úrvinnslusjóð skal fyrirtækið sem tekur við úrganginum vera með tilheyrandi starfsleyfi til að gera það. Samkvæmt svörum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar er Skipaþjónusta Íslands ehf. ekki með starfsleyfi fyrir meðhöndlun eða geymslu á veiðarfæraúrgangi. Þá staðfestir Heilbrigðiseftirlitið að fyrirtækið hafi aldrei verið með það leyfi. Þá staðfesti einnig Ægir Örn Valgeirsson, framkvæmdastjóri Skipaþjónustu Íslands ehf., að fyrirtækið hafi ekki tilskilið leyfi og að Heilbrigðiseftirlitið hafi haft samband við sig vegna málsins eftir fyrirspurn Stundarinnar.

Fer rangt með staðreyndirGuðlaugur fullyrti í samtali við blaðamann að Skipaþjónustan hefði starfsleyfi sem hún ekki hefur.

Stundin ræddi við Guðlaug Gylfa Sverrisson, rekstrarstjóra vöruflokka hjá Úrvinnslusjóði, en hann sér um eftirlit með samningi SFS við sjóðinn. Bað Stundin um staðfestingu frá sjóðnum hvort þjónustuaðili SFS, Skipaþjónusta Íslands ehf., væri með tilskilin leyfi til að meðhöndla og geyma veiðarfæraúrgang. Sagði Guðlaugur að hann geti staðfest það.

„Já ég get staðfest það, það hangir uppi á vegg hjá þeim.“

- En nú hef ég rætt við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar og þeir staðfestu við mig að þeir væru ekki með leyfið.

„Hann er með starfsleyfi, hvaða bull er þetta. Þú getur bara rætt við Skipaþjónustuna.“

Eins og kom fram hér að ofan staðfesti framkvæmdastjóri Skipaþjónustunar ehf. að fyrirtækið hefði ekki umrætt leyfi.

Aðrir greiða fyrir úrgang sjávarútvegsins 

SFS gefur út leiðbeiningar til meðlima sinna um hvernig eigi að flokka veiðarfæri. Þar sést hvar SFS segir meðlimum sínum að senda veiðarfæri úr gerviefnum beint í urðun. Hluti af veiðarfærum eru svokallaðir Rockhopparar og bobbingar. Þessir hlutar veiðarfæranna eru úr sama efni og er í hjólbörðum. Samkvæmt leiðbeiningarskjali SFS eiga útgerðarfyrirtæki að flokka þessa hluti með hjólbörðum á næstu endurvinnslustöð. Hjólbarðar bera úrvinnslugjald, sem þýðir að þegar hjólbarðar eru fluttir hingað til lands þarf að borga gjald sem nýtist til að koma dekkjunum í réttan farveg við förgun. Hins vegar, vegna sérsamnings, þarf SFS ekki að borga þetta gjald. Eru því innflytjendur á dekkjum að greiða fyrir endurvinnslu á þessum hluta veiðarfæra frá íslenskum útgerðarfyrirtækjum. Guðlaugur Gylfi, rekstrarstjóra vöruflokka hjá Úrvinnslusjóði, sagði við Stundina aðspurður að hann vissi ekki af þessum leiðbeiningum SFS. 

Öll veiðarfæri á Grundarfirði send í bæinn til að urða

Á Grundarfjarðarhöfn safnast um þrír stórir 30 fermetra opnir ruslagámar af netum á ári hverju. Sjómenn og starfsmenn hafnarinnar ganga vel frá netunum og passa að engir málmar séu í þeim, en málmarnir eru settir í sérgám sem er sendur í endurvinnslu hjá Íslenska gámafélaginu. Aðra sögu er að segja af veiðarfærunum sjálfum, sem eru úr plasti. Þrátt fyrir að netin séu nánast án allra aðskotahluta, eru þau öll send til Reykjavíkur til urðunar á Álfsnesi. Hafsteinn Garðarson, hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar, segir í samtali við Stundina að þetta fyrirkomulag hafi átt sér stað í að minnsta kosti tíu ár. „Ástæða þess að veiðarfærin eru send til urðunar í Reykjavík er sú að urðunarstaðurinn á Fíflholtum neitar að taka við þeim, þar sem sveitarfélagið telur að það sé á ábyrgð SFS að taka við netunum, en ekki á ábyrgð sveitarfélaganna,“ segir Hafsteinn.

Þorsteinn Eyþórsson, starfsmaður hjá Sorpurðun Vesturlands, staðfestir þetta í samtali við Stundina. Segir hann að urðunarstaðurinn taki ekki við veiðarfærunum þar sem þeir telja að þau eigi heima í endurvinnslu og eigi því ekki að urða þau. Þorsteinn segir að um 30 tonn af veiðarfærum séu á urðunarstaðnum sem SFS lofaði að taka árið 2018. Ekki hefur hins vegar verið staðið við það loforð og eru veiðarfærin enn á sínum stað. Þetta staðfestir Guðlaugur Gylfi, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs.

„Það eru hreinar línur, að þegar SFS kom sér undan að greiða úrvinnslugjald, þá áttu þeir að sjá um veiðarfæraúrgang. En síðan hefur reyndin verið sú að þeir fleyta rjómann ofan af, þannig sé ég þetta,“ segir Þorsteinn.

Stundin hefur rætt við fjölda hafnarstjóra um allt land ásamt því að hafa rætt við stöðvarstjóra urðunarstaða. Sagan er nánast alltaf sú sama, veiðarfæri sem uppfylla ekki skilyrði sérsamnings SFS og Úrvinnslusjóðs um hreinleika enda á ruslahaugunum. Ein meginástæða þess að svo mikið magn veiðarfæra endar á haugunum er kostnaður, en mun dýrara er að senda veiðarfærin í endurvinnslu eða endurnýtingu erlendis en að urða þau hér á landi.  Samkvæmt verðskrá Sorpu, kostar eingöngu 18 krónur á hvert kíló af veiðarfærum sem urðað er. Það er umtalsvert ódýrara heldur en að senda plast án úrvinnslugjalds til urðunar hjá Sorpu, en það kostar um helmingi meira, eða 35 krónur á hvert kíló. Það plast hins vegar er sent til útlanda og kostar því meira að losa þann úrgang. 

Blaðamaður spurði Guðlaug hvort hrein og flokkuð veiðarfæri færu beint í urðun. „Já, já,“ svaraði Guðlaugur. „Við ráðum ekki við þetta allt saman. Það er ekkert bannað að urða þetta. Það er nú það sem menn gleyma. Það er ekkert bannað að urða veiðarfæri.“

„Það er ekkert bannað að urða veiðarfæri“
Guðlaugur G. Sverrisson

-En á ekki SFS að bera ábyrgð á því að koma þessu í réttan farveg?

„Jú, jú. Netin sem fara inn í gáminn í höfninni. Ég ætla ekkert að segja um hvað þeir gera við það. En að það fari í urðun á Álfsnesi, það finnst mér líka mjög skrýtið vegna þess að það er urðunarstaður þarna hjá þeim í Fíflholtum.“

-Þeir á urðunarstaðnum Fíflholtum einmitt neita að taka við veiðarfærum þar.

„Já, en af hverju eru þeir hjá Grundarfjarðarhöfn að senda þetta í urðun?“ spurði Guðlaugur blaðamann Stundarinnar. 

-Telur þú að SFS sé að uppfylla samning sinn við Úrvinnslusjóð með því að sækja ekki úrgang sem þeir bera ábyrgð á?

„Nei, þá eru þeir ekki að gera það.“

Íslenskur sjávarútvegur tilkynnir ekki týnd veiðarfæri úr plasti

Samkvæmt reglugerðum sjávarútvegsráðherra ber fiskiskipum að tilkynna til Landhelgisgæslunnar ef þau týna veiðarfærum í sjóinn. Svo virðist sem íslenskur sjávarútvegur standi sig betur en flestar aðrar þjóðir, því engar tilkynningar um týnd veiðarfæri hafa borist Landhelgisgæslunni frá því að reglugerðir sjávarútvegsráðherra voru samþykktar. Frá árinu 2016 hafa eingöngu tvö tilfelli verið skráð hjá Fiskistofu, en þær tilkynningar komu ekki frá útgerðunum sjálfum, heldur frá eftirlitsmönnum Fiskistofu sem voru um borð í skipunum þegar veiðarfærin týndust.

Týni fiskiskip veiðarfærum, og sækja þau ekki sjálf, skulu þau vera sótt á kostnað útgerðarinnar sem gerir út skipið. Veiðarfæri finnast víða um strendur landsins og hefur meðal annars Tómas Knútsson, stofanandi Bláa hersins, fundið gífurlegt magn af veiðarfærum. Erfitt er að vita hvaðan þau koma, hvort um sé að ræða veiðarfæri af íslenskum skipum eða erlendum, þar sem stærstur hluti veiðarfæranna er ekki merktur. Finnist hins vegar veiðarfæri sem eru merkt ber eiganda veiðarfæranna að greiða fyrir söfnun á þeim. Ný reglugerð hefur nú verið samþykkt af sjávarútvegsráðherra sem gerir útgerðum skylt að merkja veiðarfæri sín á þremur stöðum í stað eins staðar sem gamlar reglugerðir sögðu til um. Er talið að með þeirri breytingu megi rekja veiðarfæri á auðveldari máta sem finnast á ströndum landsins og fjarlægja þau á kostnað þeirrar útgerðar sem er merkt veiðarfærunum.

Kemur veiðarfærum ekki í endurvinnsluTómas Knútsson, stofnandi Bláa hersins, segir að enginn taki við veiðarfærum sem Blái herinn safnar úr fjörum landsins til endurvinnslu. Þau séu öll urðuð.

Setja sérstök skilyrði fyrir móttöku veiðarfæra

Tómas Knútsson segir að þegar hann safni saman veiðarfærum af ströndum landsins sé bara einn farvegur fyrir þau – að urða þau. „Það tekur enginn við þessu, þetta fer bara allt saman á haugana,“ segir hann.

Í umhverfisskýrslu SFS frá árinu 2017 er einmitt talað um að markmið samtakanna með samningi þess við Úrvinnslusjóð sé að halda í lágmarki kostnaði sem fylgir förgun veiðarfæra.

„Markmið samtakanna með samningnum er eingöngu að nýta ofangreinda lagaheimild og leitast þannig við að lágmarka áhrif á umhverfið og halda í lágmarki þeim kostnaði sem fylgir förgun veiðarfæraúrgangs“, segir orðrétt í umhverfisskýrslunni.

SFS gefur út leiðbeiningar til meðlima sinna um hvernig eigi að flokka veiðarfæri. Þar sést hvar SFS segir meðlimum sínum að senda veiðarfæri úr gerviefnum beint í urðun. Er það augljóst brot á samningi SFS við Úrvinnslusjóð, því samkvæmt honum ber SFS ábyrgð á öllum veiðarfærum úr plasti, ekki bara sumum eða bara pörtum af veiðarfærum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár