Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Pólverjum á Íslandi fækkar

Lands­menn eru nú í fyrsta sinn orðn­ir fleiri en 370 þús­und. Er­lend­um rík­is­borg­ur­um fjölg­aði á síð­ustu sex mán­uð­um en fækk­un varð í fjöl­menn­ustu hóp­um þeirra. Þetta sýna nýj­ar töl­ur Þjóð­skrár.

Pólverjum á Íslandi fækkar
Mannfjöldinn yfir 370 þúsund Landsmönnum fjölgaði um ríflega tvö þúsund síðustu sex mánuði. Mynd: Shutterstock

Pólskum ríkisborgurum búsettum á Íslandi fækkaði um 1,5 prósent á síðustu sex mánuðum. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum með skráða búsetu hér á landi um hálft prósent. Íbúfjöldi á Íslandi er nú kominn yfir 370 þúsund í fyrsta sinn. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár.

Alls voru 51.623 erlendir ríkisborgarar skráðir með búseu hér á landi 1. júní síðastliðinn og fjölgaði þeim um 245 frá 1. desember 2020. Enn sem áður eru pólskir ríkisborgarar langfjölmennasti hópurinn en 20.560 Pólverjar voru búsettir hér á landi 1. júní síðastliðinn. Hafði þeim þó fækkað um 309 frá 1. desember síðastliðnum. Næst fjölmennasti hópur erlendra ríkisborgara hér á landi eru Litháar, alls 4.582 og fækkaði þeim um 45 á sama tímabili. Rúmenar eru þriðji fjölmennasti hópurinn, 2.334 talsins, og fjölgaði þeim um 96.

Alls búa hér á landi ríkisborgarar 148 ríkja. Á síðustu sex mánuðum hefur fjölgað talsvert í hópi Þjóðverja, Bandaríkjamanna og Frakka hér á landi. Þjóðverjum fjölgaði um 66 talsins, Bandaríkjamönnum um 74 og Frökkum um 72. Af öðrum þjóðernum má nefna að Palestínumönnum hér á landi fjölgaði um 47 og eru þeir nú 126. Þá hefur indverskum ríkisborgurum fjölgað um 41 og eru þeir nú 231 talsins. Ríkisfangslausum einstaklingum með búsetu hér á landi fækkaði um fjóra á tímabilinu og eru nú 43 ríkisfangslausir einstaklingar búsettir hér.

Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði á sama tímabili um 1.814 og er nú 319.056 talsins. Alls fjölgaði fólki á Íslandi því um 2.059 og eru nú 370.679 búsettir hér á landi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár