Tveir starfsmenn forsetaembættisins hafa undanfarna mánuði verið í veikindaleyfi sem þeir rekja til kynferðislegrar áreitni af hálfu samstarfsmanns þeirra. Þriðji einstaklingur, sem er búsettur á Bessastöðum, hefur einnig orðið fyrir áreitni af hálfu sama manns. Eini maðurinn sem tengist málinu og hefur verið að störfum nær óslitið á tímabilinu er gerandinn. Sá hefur gengist við því að hafa áreitt samstarfsmenn sína og nágranna en vék aðeins tímabundið frá störfum að skipan forseta Íslands, sem þó hélt því ranglega fram í yfirlýsingu í október 2019 að málið hefði verið leyst í sátt við þolendur.
Annar starfsmannanna taldi best að hætta hjá embættinu og hinn hefur velt því upp við fólk í kringum sig hvort honum muni nokkurn tímann verða vært í starfi hjá embættinu, á meðan málið er óleyst. Sá býr ásamt fjölskyldu sinni á Bessastöðum, á móti gerandanum, en fjölskyldur þeirra eru tvær af þeim þremur sem búsettar eru á …
Athugasemdir