Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ferðamennirnir snúa aftur og eyddu tvöfalt meiru en í fyrra

Er­lend­ir ferða­menn greiddu 5,6 millj­arða með greiðslu­kort­um í maí. Áfeng­issala dregst sam­an eft­ir að hafa auk­ist veru­lega í kór­óna­veirufar­aldr­in­um.

Ferðamennirnir snúa aftur og eyddu tvöfalt meiru en í fyrra
Ferðamennskan að glæðast Miðað við veltu erlendra greiðslukorta í maí síðastliðnum er ferþjónustan að taka við sér hér á landi. Mynd: Davíð Þór

Kortavelta erlendra ferðamanna í maí mánuði var 95 prósentum hærri en í maí í fyrra. Nam hún 6,5 prósentum af allri kortaveltu í landinu og er það aukning um 2,5 prósentustig frá fyrri mánuði, apríl. Í maí árið 2019, áður en kórónuveirufaraldurinn hófst, nam erlend kortavelta hins vegar 22,3 prósentum af heildakortaveltu.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Alls nam erlend kortavelta í maí um 5,6 milljörðum króna. Erlendir ferðamenn eyddu mestu í „ýmsa ferðaþjónustu“, alls rúmum 1,3 milljörðum króna. Þar á eftir kemur verslun en erlendir ferðamenn eyddu tæpum 1,1 milljarði í verslunum í liðnum mánuði. Þá keyptu erlendir ferðamenn gistingu fyrir 760 milljónir króna.

Erlendir ferðamenn frá Bandaríkjunum voru að baki ríflega þriðjungi allrar erlendrar kortaveltu í maí. Næstir þeim komu Þjóðverjar sem bera ábyrgð á 7 prósentum og Bretar 6,5 prósentum.

Heild greiðslukortaveltu í maí var 86,3 milljarðar króna og jókst hún um 23 prósent milli mánaða. Þá var hún 15,7 prósent meiri en á sama tíma í fyrra. Kortavelta Íslendinga var 10 prósent hærri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra. Meðal þess sem hefur aukist verulega eru kaup Íslendingar á innlendri gistiþjónustu en innlend kortavelta gististaða nam rúmum einum milljarði í maí, borið saman við tæplega 600 milljónir í maí í fyrra. Þó er bent á að verðhækkanir geti átt þátt í aukningunni þar sem ekki sé um sömu tilboð að ræða í ár og var í fyrra. Aukningin er að mestu í netverslun sem samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar bendir til að Íslendingar séu að kaupa ferðir fram í tímann og ætli sér að ferðast innanlands í sumar.  

Hvað varðar verslun þá má nú merkja samdrátt í áfengissölu í Vínbúðunum, eftir að hún hafði aukist verulega í kórónaveirufaraldrinum. Í apríl síðastliðnum varð 7,8 prósenta samdráttur frá apríl árið 2020 og 8,4 prósenta samdráttur í maí borið saman við maí í fyrra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu