Ferðamennirnir snúa aftur og eyddu tvöfalt meiru en í fyrra

Er­lend­ir ferða­menn greiddu 5,6 millj­arða með greiðslu­kort­um í maí. Áfeng­issala dregst sam­an eft­ir að hafa auk­ist veru­lega í kór­óna­veirufar­aldr­in­um.

Ferðamennirnir snúa aftur og eyddu tvöfalt meiru en í fyrra
Ferðamennskan að glæðast Miðað við veltu erlendra greiðslukorta í maí síðastliðnum er ferþjónustan að taka við sér hér á landi. Mynd: Davíð Þór

Kortavelta erlendra ferðamanna í maí mánuði var 95 prósentum hærri en í maí í fyrra. Nam hún 6,5 prósentum af allri kortaveltu í landinu og er það aukning um 2,5 prósentustig frá fyrri mánuði, apríl. Í maí árið 2019, áður en kórónuveirufaraldurinn hófst, nam erlend kortavelta hins vegar 22,3 prósentum af heildakortaveltu.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Alls nam erlend kortavelta í maí um 5,6 milljörðum króna. Erlendir ferðamenn eyddu mestu í „ýmsa ferðaþjónustu“, alls rúmum 1,3 milljörðum króna. Þar á eftir kemur verslun en erlendir ferðamenn eyddu tæpum 1,1 milljarði í verslunum í liðnum mánuði. Þá keyptu erlendir ferðamenn gistingu fyrir 760 milljónir króna.

Erlendir ferðamenn frá Bandaríkjunum voru að baki ríflega þriðjungi allrar erlendrar kortaveltu í maí. Næstir þeim komu Þjóðverjar sem bera ábyrgð á 7 prósentum og Bretar 6,5 prósentum.

Heild greiðslukortaveltu í maí var 86,3 milljarðar króna og jókst hún um 23 prósent milli mánaða. Þá var hún 15,7 prósent meiri en á sama tíma í fyrra. Kortavelta Íslendinga var 10 prósent hærri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra. Meðal þess sem hefur aukist verulega eru kaup Íslendingar á innlendri gistiþjónustu en innlend kortavelta gististaða nam rúmum einum milljarði í maí, borið saman við tæplega 600 milljónir í maí í fyrra. Þó er bent á að verðhækkanir geti átt þátt í aukningunni þar sem ekki sé um sömu tilboð að ræða í ár og var í fyrra. Aukningin er að mestu í netverslun sem samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar bendir til að Íslendingar séu að kaupa ferðir fram í tímann og ætli sér að ferðast innanlands í sumar.  

Hvað varðar verslun þá má nú merkja samdrátt í áfengissölu í Vínbúðunum, eftir að hún hafði aukist verulega í kórónaveirufaraldrinum. Í apríl síðastliðnum varð 7,8 prósenta samdráttur frá apríl árið 2020 og 8,4 prósenta samdráttur í maí borið saman við maí í fyrra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár