Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ferðamennirnir snúa aftur og eyddu tvöfalt meiru en í fyrra

Er­lend­ir ferða­menn greiddu 5,6 millj­arða með greiðslu­kort­um í maí. Áfeng­issala dregst sam­an eft­ir að hafa auk­ist veru­lega í kór­óna­veirufar­aldr­in­um.

Ferðamennirnir snúa aftur og eyddu tvöfalt meiru en í fyrra
Ferðamennskan að glæðast Miðað við veltu erlendra greiðslukorta í maí síðastliðnum er ferþjónustan að taka við sér hér á landi. Mynd: Davíð Þór

Kortavelta erlendra ferðamanna í maí mánuði var 95 prósentum hærri en í maí í fyrra. Nam hún 6,5 prósentum af allri kortaveltu í landinu og er það aukning um 2,5 prósentustig frá fyrri mánuði, apríl. Í maí árið 2019, áður en kórónuveirufaraldurinn hófst, nam erlend kortavelta hins vegar 22,3 prósentum af heildakortaveltu.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Alls nam erlend kortavelta í maí um 5,6 milljörðum króna. Erlendir ferðamenn eyddu mestu í „ýmsa ferðaþjónustu“, alls rúmum 1,3 milljörðum króna. Þar á eftir kemur verslun en erlendir ferðamenn eyddu tæpum 1,1 milljarði í verslunum í liðnum mánuði. Þá keyptu erlendir ferðamenn gistingu fyrir 760 milljónir króna.

Erlendir ferðamenn frá Bandaríkjunum voru að baki ríflega þriðjungi allrar erlendrar kortaveltu í maí. Næstir þeim komu Þjóðverjar sem bera ábyrgð á 7 prósentum og Bretar 6,5 prósentum.

Heild greiðslukortaveltu í maí var 86,3 milljarðar króna og jókst hún um 23 prósent milli mánaða. Þá var hún 15,7 prósent meiri en á sama tíma í fyrra. Kortavelta Íslendinga var 10 prósent hærri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra. Meðal þess sem hefur aukist verulega eru kaup Íslendingar á innlendri gistiþjónustu en innlend kortavelta gististaða nam rúmum einum milljarði í maí, borið saman við tæplega 600 milljónir í maí í fyrra. Þó er bent á að verðhækkanir geti átt þátt í aukningunni þar sem ekki sé um sömu tilboð að ræða í ár og var í fyrra. Aukningin er að mestu í netverslun sem samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar bendir til að Íslendingar séu að kaupa ferðir fram í tímann og ætli sér að ferðast innanlands í sumar.  

Hvað varðar verslun þá má nú merkja samdrátt í áfengissölu í Vínbúðunum, eftir að hún hafði aukist verulega í kórónaveirufaraldrinum. Í apríl síðastliðnum varð 7,8 prósenta samdráttur frá apríl árið 2020 og 8,4 prósenta samdráttur í maí borið saman við maí í fyrra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár