Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Nýgengi krabbameins mest á Suðurnesjum – þingmenn vilja rannsókn

Ný­gengi krabba­meina á Suð­ur­nesj­um er hærra en bæði lands­með­al­tal og hærra en ný­gengi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Nýgengi krabbameins mest á Suðurnesjum – þingmenn vilja rannsókn
Vilja rannsókn Þingmenn vilja að rannsakað verði hví nýgengi krabbameins sé hæst í Reykjanesbæ. Í þeim tilgangi verði meðal annars farið yfir mengun á flugvallarsvæðinu.

Samkvæmt könnun Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands er nýgengi krabbameins hæst á Suðurnesjum af landinu öllu. Þingmenn Miðflokksins auk eins þingmanns Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að mögulegar orsakir þessa verði rannsakaðar

Könnunin nær til árabilsins 2009 til 2018 og þar kemur í ljós að að nýgengi krabbameina hjá körlum er talsvert hærra á Suðurnesjum en landsmeðaltal og sömuleiðis hærra en nýgengi krabbameina á höfuðborgarsvæðinu. Nýgengi krabbameina hjá konum er lítillega hærra á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu og nokkuð hærra en að meðaltali á landinu öllu. Almennt er hæst nýgengi krabbameina í höfuðborgum og stórum þéttbýlisstöðum.

Á umræddu árabili greindust ríflega 1.000 krabbameinstilvik á Suðurnesjum. Dreifing krabbameina er svipuð og á landsvísu en þó var áberandi hátt nýgengi krabbameina í lungum og í leghálsi. Samkvæmt lýðheilsuvísum Landlæknisembættisins er tíðni reykinga í Reykjanesbæ hærri en annars staðar á landinu og þá er mæting í skimun fyrir leghálskrabbameini lakari þar en annars staðar.

Þingmenn Miðflokksins, ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokks, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að heilbrigðisráðherra feli Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins að rannsaka nýgengi krabbameina á Suðurnesjum miðaða við aðra landshluta auk þess sem tíðni þekktra áhættuþátta verði könnuð. Þá verði skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur látið gera og varða mengun á flugvallarsvæðinu yfirfarnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár