Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Nýgengi krabbameins mest á Suðurnesjum – þingmenn vilja rannsókn

Ný­gengi krabba­meina á Suð­ur­nesj­um er hærra en bæði lands­með­al­tal og hærra en ný­gengi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Nýgengi krabbameins mest á Suðurnesjum – þingmenn vilja rannsókn
Vilja rannsókn Þingmenn vilja að rannsakað verði hví nýgengi krabbameins sé hæst í Reykjanesbæ. Í þeim tilgangi verði meðal annars farið yfir mengun á flugvallarsvæðinu.

Samkvæmt könnun Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands er nýgengi krabbameins hæst á Suðurnesjum af landinu öllu. Þingmenn Miðflokksins auk eins þingmanns Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að mögulegar orsakir þessa verði rannsakaðar

Könnunin nær til árabilsins 2009 til 2018 og þar kemur í ljós að að nýgengi krabbameina hjá körlum er talsvert hærra á Suðurnesjum en landsmeðaltal og sömuleiðis hærra en nýgengi krabbameina á höfuðborgarsvæðinu. Nýgengi krabbameina hjá konum er lítillega hærra á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu og nokkuð hærra en að meðaltali á landinu öllu. Almennt er hæst nýgengi krabbameina í höfuðborgum og stórum þéttbýlisstöðum.

Á umræddu árabili greindust ríflega 1.000 krabbameinstilvik á Suðurnesjum. Dreifing krabbameina er svipuð og á landsvísu en þó var áberandi hátt nýgengi krabbameina í lungum og í leghálsi. Samkvæmt lýðheilsuvísum Landlæknisembættisins er tíðni reykinga í Reykjanesbæ hærri en annars staðar á landinu og þá er mæting í skimun fyrir leghálskrabbameini lakari þar en annars staðar.

Þingmenn Miðflokksins, ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokks, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að heilbrigðisráðherra feli Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins að rannsaka nýgengi krabbameina á Suðurnesjum miðaða við aðra landshluta auk þess sem tíðni þekktra áhættuþátta verði könnuð. Þá verði skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur látið gera og varða mengun á flugvallarsvæðinu yfirfarnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár