Fimm og átta ár liðu frá því greint var tveimur málum sem snerust um mútugreiðslur tveggja sænsku síma- og fjarskiptafyrirtækjanna, Telia og Ericsson, í öðrum löndum þar til ákærur voru gefnar út í málunum.
Rúmlega eitt og hálft ár er nú liðið frá því greint var frá mútugreiðslum íslenska útgerðarfélagsins Samherja í Namibíu í fjölmiðlum og telja sumir að rannsókn yfirvalda á Íslandi gangi of hægt.
Sambærileg mál í Svíþjóð sýna hins vegar fram á að þau eru yfirleitt til rannsóknar lengi – að minnsta kosti á milli fimm og átta ár – áður en ákæruvaldið gefur út ákæru í þeim.
Þessi tvö mál líkjast Samherjamálinu í Namibíu í þeim skilningi að þau snúast um að sænsku stórfyrirtækin hafi greitt mútur til stjórnmála- og embættismanna, og eða tengdra aðila, í Úsbekistan í tilfelli Telia og í Djibouti í tilfelli Ericsson. Bæði eru þessi fyrirtæki meðal þekktustu stórfyrirtækja Svíþjóðar og er …
Athugasemdir