Lögreglan á Suðurnesjum ónýtti með seinagangi mál á hendur konu, sem þó þótti ljóst að hefði haft eignir og verðmæti af manni með alvarlega heilabilun. Rannsókn málsins stöðvaðist í tvö og hálft ár án sýnilegrar ástæðu og á þeim tíma fyrndist málið. Læknir taldi ljóst að maðurinn hefði ekki verið hæfur til að gæta hagsmuna sinna þegar kom að fjárhagslegum málefnum og að hann hefði ekki verið hæfur til að taka ákvörðun um að ganga í hjónaband með konunni vegna veikinda sinna.
Hinn 26. júní 2015 lagði Inga Jóna Traustadóttir fram kæru hjá lögreglu á hendur eiginkonu föður síns, Trausta Hólm Jónassonar. Kærði Inga konuna vegna meintra fjársvika og misneytingar á hendur föður hennar enda taldi hún að konan væri að misnota fé, eignir og önnur verðmæti hans. Trausti átti þá skuldlausa fasteign, sparifé og hafði almennt farið mjög vel með sitt en eftir að hann tók upp samband við …
Athugasemdir