Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verkleysi lögreglu olli því að misneytingarmál fyrndist

Lög­reglu­stjór­an­um á Suð­ur­nesj­um þótti ljóst að kona hefði nýtt sér heila­bil­un manns til að hafa af hon­um eign­ir og fjár­muni. Hins veg­ar var ekki gef­in út ákæra á hend­ur kon­unni þar eð rann­sókn máls­ins stöðv­að­ist um tveggja og hálfs árs skeið. Á þeim tíma fyrnd­ist brot­ið.

Verkleysi lögreglu olli því að misneytingarmál fyrndist
Kærir lögreglufulltrúa fyrir brot í starfi Inga Jóna er ósátt við meðhöndlun lögreglunnar á rannsókn fjármagnsflutninga frá föður hans á þeim tíma sem hann hafði verið greindur með vitsmunaröskun. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á Suðurnesjum ónýtti með seinagangi mál á hendur konu, sem þó þótti ljóst að hefði haft eignir og verðmæti af manni með alvarlega heilabilun. Rannsókn málsins stöðvaðist í tvö og hálft ár án sýnilegrar ástæðu og á þeim tíma fyrndist málið. Læknir taldi ljóst að maðurinn hefði ekki verið hæfur til að gæta hagsmuna sinna þegar kom að fjárhagslegum málefnum og að hann hefði ekki verið hæfur til að taka ákvörðun um að ganga í hjónaband með konunni vegna veikinda sinna.

Hinn 26. júní 2015 lagði Inga Jóna Traustadóttir fram kæru hjá lögreglu á hendur eiginkonu föður síns, Trausta Hólm Jónassonar. Kærði Inga konuna vegna meintra fjársvika og misneytingar á hendur föður hennar enda taldi hún að konan væri að misnota fé, eignir og önnur verðmæti hans. Trausti átti þá skuldlausa fasteign, sparifé og hafði almennt farið mjög vel með sitt en eftir að hann tók upp samband við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár