Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Verkleysi lögreglu olli því að misneytingarmál fyrndist

Lög­reglu­stjór­an­um á Suð­ur­nesj­um þótti ljóst að kona hefði nýtt sér heila­bil­un manns til að hafa af hon­um eign­ir og fjár­muni. Hins veg­ar var ekki gef­in út ákæra á hend­ur kon­unni þar eð rann­sókn máls­ins stöðv­að­ist um tveggja og hálfs árs skeið. Á þeim tíma fyrnd­ist brot­ið.

Verkleysi lögreglu olli því að misneytingarmál fyrndist
Kærir lögreglufulltrúa fyrir brot í starfi Inga Jóna er ósátt við meðhöndlun lögreglunnar á rannsókn fjármagnsflutninga frá föður hans á þeim tíma sem hann hafði verið greindur með vitsmunaröskun. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á Suðurnesjum ónýtti með seinagangi mál á hendur konu, sem þó þótti ljóst að hefði haft eignir og verðmæti af manni með alvarlega heilabilun. Rannsókn málsins stöðvaðist í tvö og hálft ár án sýnilegrar ástæðu og á þeim tíma fyrndist málið. Læknir taldi ljóst að maðurinn hefði ekki verið hæfur til að gæta hagsmuna sinna þegar kom að fjárhagslegum málefnum og að hann hefði ekki verið hæfur til að taka ákvörðun um að ganga í hjónaband með konunni vegna veikinda sinna.

Hinn 26. júní 2015 lagði Inga Jóna Traustadóttir fram kæru hjá lögreglu á hendur eiginkonu föður síns, Trausta Hólm Jónassonar. Kærði Inga konuna vegna meintra fjársvika og misneytingar á hendur föður hennar enda taldi hún að konan væri að misnota fé, eignir og önnur verðmæti hans. Trausti átti þá skuldlausa fasteign, sparifé og hafði almennt farið mjög vel með sitt en eftir að hann tók upp samband við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár