Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lífeyrissjóðir segja upp Init og láta kanna eigin starfshætti

Reikni­stofa líf­eyr­is­sjóða hafa sagt upp samn­ingi við hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­ið Init um rekst­ur og þró­un á tölvu­kerf­inu Jóakim, sem er lífæð­in í rekstri fjölda sjóða. Eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins höfðu selt því eig­in þjón­ustu á sama tíma og þeir þáðu laun.

Lífeyrissjóðir segja upp Init og láta kanna eigin starfshætti
Lykilkerfi Kerfið sem Init þróaði og rak fyrir lífeyirssjóðina er notað af fjölmörgum lífeyrissjóðum og stéttarfélögum. Mynd: Pressphotos

Reiknistofa lífeyrissjóða hefur sagt upp samningi við hugbúnaðarfyrirtækið Init. Það hefur um árabil séð um þróun og rekstur tölvukerfis sem er lífæðin í starfsemi fjölda stórra íslenskra lífeyrissjóða og stéttarfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef Gildis í dag

Milljóna viðskipti við sig sjálfa

Kveikur ljóstraði upp um hundruð milljóna króna viðskipti Init við lykilstjórnendur og eigendur fyrirtækisins fyrr á árinu. Höfðu starfsmennirnir rukkað Init um þjónustu á sama tíma og þeir höfðu verið á launum sem starfsmenn fyrirtækisins. Til viðbótar hafði Init keypt þjónustu af systurfélagi að nafni Init-rekstur fyrir hundruð milljóna á nokkurra ára tímabili.

Í umfjöllun Kveiks kom fram að á árunum 2015 til 2019 hafi 636 milljónir farið frá Init til Init-rekstrar og aðrar 278 milljónir til þriggja einkahlutafélaga í eigu þriggja eigenda og lykilstarfsmanna Init. 

Kveikur vitnaði einnig í stöðuskýrslu sem KPMG gerði vegna áreiðanleikakönnunar á Init, þegar eigendurnir freistuðu þess að selja fyrirtækið. Þar komu fram margvíslegar efasemdir um fyrirkomulag á rekstri Init, svo sem kaupa á þjónustu af systurfélaginu Init-rekstri sem engir skriflegir samningar væru til um. 

Láta skoða sinn þátt

Jóakim er í eigu tíu lífeyrissjóða í gegnum eignarhaldsfélagið Reiknistofa lífeyrissjóðanna. Kerfið er líka notað af öðrum félögum, svo sem Eflingu, eins stærsta stéttarfélags landsins. Gildi, sem er einn stærsti lífeyrissjóður landsins, tilkynnti um uppsögn á samningi Reiknistofunnar við Init í dag. 

Þar kemur einnig fram að endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young hafi verið ráðið til að gera útttekt á starfsháttum bæði Init og Reiknistofunnar. „Félagið mun taka út framkvæmd og efndir Init á samningi við RL og sölu félagsins á þjónustu til þriðja aðila. Einnig verður framkvæmd RL á samningnum og eftirfylgni tekin til skoðunar,“ segir í tilkynningu Gildis.

Almar Guðmundsson hefur einnig verið ráðinn framkvæmdastjóri Reiknistofunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár