Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sigmar Guðmundsson hættur á RÚV og farinn í framboð

Fjöl­miðla­mað­ur­inn Sig­mar Guð­munds­son skip­ar ann­að sæti á lista Við­reisn­ar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Hann hef­ur und­an­far­in ár stýrt Morg­unút­varpi Rás­ar 2 en áð­ur var hann rit­stjóri Kast­ljós. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, leið­ir list­ann.

Sigmar Guðmundsson hættur á RÚV og farinn í framboð
Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson hefur átt langan feril í íslenskum fjölmiðlum, lengst af hjá Ríkisútvarpinu. Mynd: Viðreisn

Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson er kominn í pólitík og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona og formaður flokksins, leiðir listann.

LeiðtoginnÞorgerður Katrín er formaður og oddviti Viðreisnar. Hún leiddi flokkinn fyrir síðustu kosningar.

„Já ég er hættur á RÚV og sagði upp í gær og eðlilega held ég ekki áfram í neinum útsendingum eða slíku. Það á bara eftir að ganga frá hefðbundnum praktískum lausnum sem fylgja starfslokum,“ segir Sigmar.

„Fyrir mig er þetta stór ákvörðun að taka. Þó maður sé inni í pólitíkinni með ákveðnum hætti þegar maður er að fjalla um hana, þá er allt annað þegar maðru tekur beint þátt í henni.“

Löngum ferli lokið

Sigmar hefur starfað í fjölmiðlum í þrjá áratugi. Lengst af á RÚV sem stjórnandi ýmissa vinsælla þátta, bæði í skemmtidagskrá og fréttum. Hann var ritstjóri Kastljóss um tíma en undanfarin ár hefur hann stýrt Morgunútvarpi Rásar 2.

Hann segir að nú hafi verið góður tími til að skipta um kúrs.

„Núna er starfsævin hálfnuð, kannski rúmlega, það, og þá þarf maður að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort maður vilji vera þar alla ævi eða prófa eitthvað nýtt,“ segir hann.

„Ég veit þetta er starf sem hentar mér vel og ég hef áhuga á því. Síðan er þetta bara löngunin til að prófa eitthvað nýtt, fara í nýjar áttir og takast á við nýjar áskoranir, það er svona persónulega hliðin á þessu.“

Ekki haft áhrif

Sigmar segir stefnu Viðreisnar hafa átt vel við sínar eigin skoðanir. En hefur það haft áhrif á umfjöllun hans hjá RÚV?

„Allir blaðamenn hafa sínar skoðanir og allir blaðamenn sem ég þekki nota kosningaréttinn og greiða atkvæði í kosningum. En skoðanir eru eitt og fagleg umfjöllun annað.” segir hann og bætir við: „Þessu tvennu blandar fólk auðvitað ekki saman í fréttum og blaðamennsku.“

„Skoðanir eru eitt og fagleg umfjöllun annað“

Benedikt Jóhannesson, stofnandi flokksins, hafði freistað þess að vera í forystusæti á listanum en var hafnað af flokknum. Honum bauðst síðasta sæti listans, sem gjarnan er nefnt heiðurssæti, en hafnaði.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Sjálfstæðisflokk, skipar það sæti listans. 

Aðrir sem eru ofarlega á lista Viðreisnar fyrir komandi kosningar eru Thomas Möller, verkfræðingur og ráðgjafi, í 4. sæti, Ástrós Rut Sigurðardóttir þjónustufulltrúi 5. sæti, og Rafn Helgason, umhverfis- og auðlindafræðingur, í 6. sæti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár