Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sigmar Guðmundsson hættur á RÚV og farinn í framboð

Fjöl­miðla­mað­ur­inn Sig­mar Guð­munds­son skip­ar ann­að sæti á lista Við­reisn­ar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Hann hef­ur und­an­far­in ár stýrt Morg­unút­varpi Rás­ar 2 en áð­ur var hann rit­stjóri Kast­ljós. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, leið­ir list­ann.

Sigmar Guðmundsson hættur á RÚV og farinn í framboð
Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson hefur átt langan feril í íslenskum fjölmiðlum, lengst af hjá Ríkisútvarpinu. Mynd: Viðreisn

Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson er kominn í pólitík og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona og formaður flokksins, leiðir listann.

LeiðtoginnÞorgerður Katrín er formaður og oddviti Viðreisnar. Hún leiddi flokkinn fyrir síðustu kosningar.

„Já ég er hættur á RÚV og sagði upp í gær og eðlilega held ég ekki áfram í neinum útsendingum eða slíku. Það á bara eftir að ganga frá hefðbundnum praktískum lausnum sem fylgja starfslokum,“ segir Sigmar.

„Fyrir mig er þetta stór ákvörðun að taka. Þó maður sé inni í pólitíkinni með ákveðnum hætti þegar maður er að fjalla um hana, þá er allt annað þegar maðru tekur beint þátt í henni.“

Löngum ferli lokið

Sigmar hefur starfað í fjölmiðlum í þrjá áratugi. Lengst af á RÚV sem stjórnandi ýmissa vinsælla þátta, bæði í skemmtidagskrá og fréttum. Hann var ritstjóri Kastljóss um tíma en undanfarin ár hefur hann stýrt Morgunútvarpi Rásar 2.

Hann segir að nú hafi verið góður tími til að skipta um kúrs.

„Núna er starfsævin hálfnuð, kannski rúmlega, það, og þá þarf maður að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort maður vilji vera þar alla ævi eða prófa eitthvað nýtt,“ segir hann.

„Ég veit þetta er starf sem hentar mér vel og ég hef áhuga á því. Síðan er þetta bara löngunin til að prófa eitthvað nýtt, fara í nýjar áttir og takast á við nýjar áskoranir, það er svona persónulega hliðin á þessu.“

Ekki haft áhrif

Sigmar segir stefnu Viðreisnar hafa átt vel við sínar eigin skoðanir. En hefur það haft áhrif á umfjöllun hans hjá RÚV?

„Allir blaðamenn hafa sínar skoðanir og allir blaðamenn sem ég þekki nota kosningaréttinn og greiða atkvæði í kosningum. En skoðanir eru eitt og fagleg umfjöllun annað.” segir hann og bætir við: „Þessu tvennu blandar fólk auðvitað ekki saman í fréttum og blaðamennsku.“

„Skoðanir eru eitt og fagleg umfjöllun annað“

Benedikt Jóhannesson, stofnandi flokksins, hafði freistað þess að vera í forystusæti á listanum en var hafnað af flokknum. Honum bauðst síðasta sæti listans, sem gjarnan er nefnt heiðurssæti, en hafnaði.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Sjálfstæðisflokk, skipar það sæti listans. 

Aðrir sem eru ofarlega á lista Viðreisnar fyrir komandi kosningar eru Thomas Möller, verkfræðingur og ráðgjafi, í 4. sæti, Ástrós Rut Sigurðardóttir þjónustufulltrúi 5. sæti, og Rafn Helgason, umhverfis- og auðlindafræðingur, í 6. sæti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár