Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Katrín studdi áður viðskiptabann gegn Ísrael

Á stjórn­mála­ferli sín­um hef­ur Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ít­rek­að hvatt til við­skipta­þving­ana gegn Ísra­el. Sem for­sæt­is­ráð­herra nú seg­ist hún ekki hafa rætt mögu­leik­ann.

Katrín studdi áður viðskiptabann gegn Ísrael
Katrín Jakobsdóttir Formaður Vinstri grænna vildi skoða að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þegar hún var í stjórnarandstöðu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir ekki standa til að beita viðskiptaþvingunum í garð Ísraels. Um 230 Palestínumenn hafa látið lífið í árásum á Gaza-svæðinu undanfarnar vikur, þar af 65 börn, og yfir 1.700 hafa særst. 12 hafa látist í Ísrael í gagnárásum Palestínumanna.

Síðan hún varð fyrst varaformaður Vinstri grænna árið 2003 hefur Katrín hins vegar ítrekað kallað eftir viðskiptabanni gegn Ísrael og hvatt til þess að stjórnvöld andmæli mannréttindabrotum gegn Palestínu. Síðast árið 2015 sagðist hún vilja ræða viðskiptabann, en þá var hún í stjórnarandstöðu. Árið 2014 sagðist hún einnig vilja skoða að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

„Það hefur ekki verið til umræðu,“ sagði Katrín um viðskiptabann við RÚV nú á þriðjudag. „Þau viðskiptabönn sem við höfum tekið þátt í hafa alltaf byggst á alþjóðlegu samstarfi um slíkar þvinganir. Það hefur ekki verið til umræðu að þessu sinni.“

„Það hefur ekki verið til umræðu að þessu sinni“

Sama dag fundaði hún með Antony Blinken, utanríksiráðherra Bandaríkjanna, og ræddi við hann stöðuna á Gaza-svæðinu. Ítrekaði hún að Ísland viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki, væri fylgjandi tveggja ríkja lausn og sagði Blinken vera sammála sér um að vilja vopnahlé. „Ég vona að þau beiti sér fyrir friðsamlegum lausnum og mér heyrist þau vera að gera það,“ sagði hún um bandarísk stjórnvöld.

Vildi ræða viðskiptabann árið 2015

Árið 2017 var Katrín fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þess efnis að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum Palestínu verði merktar. Frá því að hún varð forsætisráðherra hefur málið ítrekað verið endurflutt af öðrum þingmönnum, en ekki fengið afgreiðslu.

Árið 2015 var hún einn af flutningsmönnum sömu tillögu. „Þetta er til að vekja stjórnvöld og neytendur til vitundar um það að sumar vörur sem koma frá Ísrael eru ekki innan viðurkenndra landamæra þess ríkis, heldur koma þær frá ólöglegum landnemabyggðum á hernumdum svæðum,“ sagði Katrín um tillöguna. „Þessar byggðir stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.“

„Þetta er til að vekja stjórnvöld og neytendur til vitundar“

Sagðist hún vilja sýna í verki að mannréttindabrotum sem eru framin í Palestínu sé andmælt. „Þetta er eitt skref,“ sagði hún um upprunamerkingarnar, en nefndi möguleikann á viðskiptabanni einnig. „Mér finnst alveg ástæða til að ræða hitt en það þarf auðvitað að gera í alþjóðlegu samhengi líka.“

Sama ár samþykkti landsfundur Vinstri grænna ályktun þess efnis að ríkisstjórn Íslands ætti að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Sjálf hafði Katrín ári áður sagst vilja skoða þann möguleika þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði kallað eftir vopnahléi eftir mikið mannfall í árásum Ísraelshers.

Sagði aðgerðir Ísrael minna á þjóðarmorð

Katrín tók enn harðar til orða í grein á vefritinu Múrnum árið 2004, en þá var hún varaformaður Vinstri grænna. Þá höfðu Ísraelsmenn jafnað heimili hundraða Palestínumanna við jörðu í flóttamannaborginni Rafah og uppskorið fordæmingu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir.

„Hér er um að ræða markvissar aðgerðir sem minna óhugnanlega á þjóðarmorð,“ skrifaði Katrín. „Á sama tíma lætur hinn vestræni heimur sér nægja að fordæma ástandið. Hægt virðist að æða í árásarstríð gagnvart öllum öðrum þjóðum í þessum heimshluta en ekki Ísraelsmönnum. Þá má ekki einu sinni beita viðskiptaþvingunum.“

Bætti hún því við að stríð leiddu ekkert gott af sér. „Hins vegar höfum við séð viðskiptaþvinganir skila árangri, eins og í Suður-Afríku, þar sem hvíti minnihlutinn beitti svarta menn takmarkalausu óréttlæti. Þetta ættu þjóðir heims að taka sig saman um en það er reyndar ólíklegt að af því verði á meðan bandarísk stjórnvöld halda hlífiskildi yfir hryðjuverkamönnunum sem sitja við stjórnvölinn í Ísrael. Þetta á almenningur hins vegar að þrýsta á stjórnvöld um að gera og gera sjálfur með því að kaupa ekki ísraelskar vörur undir nokkrum kringumstæðum,“ skrifaði hún.

„Myndir þú ekki vilja viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu?“

„Hugsaðu þér að þú værir sjálfur eða sjálf í notalega rúminu þínu í Hraunbænum eða á Vopnafirði eða hvar sem er, og skyndilega værirðu rekinn út, og heimili þitt – með öllum minningum, öllum eigum – jafnað við jörðu. Myndir þú ekki vilja viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu? Eitthvað sterkara en að fólk hefði „áhyggjur“?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu