Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Katrín studdi áður viðskiptabann gegn Ísrael

Á stjórn­mála­ferli sín­um hef­ur Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ít­rek­að hvatt til við­skipta­þving­ana gegn Ísra­el. Sem for­sæt­is­ráð­herra nú seg­ist hún ekki hafa rætt mögu­leik­ann.

Katrín studdi áður viðskiptabann gegn Ísrael
Katrín Jakobsdóttir Formaður Vinstri grænna vildi skoða að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þegar hún var í stjórnarandstöðu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir ekki standa til að beita viðskiptaþvingunum í garð Ísraels. Um 230 Palestínumenn hafa látið lífið í árásum á Gaza-svæðinu undanfarnar vikur, þar af 65 börn, og yfir 1.700 hafa særst. 12 hafa látist í Ísrael í gagnárásum Palestínumanna.

Síðan hún varð fyrst varaformaður Vinstri grænna árið 2003 hefur Katrín hins vegar ítrekað kallað eftir viðskiptabanni gegn Ísrael og hvatt til þess að stjórnvöld andmæli mannréttindabrotum gegn Palestínu. Síðast árið 2015 sagðist hún vilja ræða viðskiptabann, en þá var hún í stjórnarandstöðu. Árið 2014 sagðist hún einnig vilja skoða að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

„Það hefur ekki verið til umræðu,“ sagði Katrín um viðskiptabann við RÚV nú á þriðjudag. „Þau viðskiptabönn sem við höfum tekið þátt í hafa alltaf byggst á alþjóðlegu samstarfi um slíkar þvinganir. Það hefur ekki verið til umræðu að þessu sinni.“

„Það hefur ekki verið til umræðu að þessu sinni“

Sama dag fundaði hún með Antony Blinken, utanríksiráðherra Bandaríkjanna, og ræddi við hann stöðuna á Gaza-svæðinu. Ítrekaði hún að Ísland viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki, væri fylgjandi tveggja ríkja lausn og sagði Blinken vera sammála sér um að vilja vopnahlé. „Ég vona að þau beiti sér fyrir friðsamlegum lausnum og mér heyrist þau vera að gera það,“ sagði hún um bandarísk stjórnvöld.

Vildi ræða viðskiptabann árið 2015

Árið 2017 var Katrín fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þess efnis að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum Palestínu verði merktar. Frá því að hún varð forsætisráðherra hefur málið ítrekað verið endurflutt af öðrum þingmönnum, en ekki fengið afgreiðslu.

Árið 2015 var hún einn af flutningsmönnum sömu tillögu. „Þetta er til að vekja stjórnvöld og neytendur til vitundar um það að sumar vörur sem koma frá Ísrael eru ekki innan viðurkenndra landamæra þess ríkis, heldur koma þær frá ólöglegum landnemabyggðum á hernumdum svæðum,“ sagði Katrín um tillöguna. „Þessar byggðir stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.“

„Þetta er til að vekja stjórnvöld og neytendur til vitundar“

Sagðist hún vilja sýna í verki að mannréttindabrotum sem eru framin í Palestínu sé andmælt. „Þetta er eitt skref,“ sagði hún um upprunamerkingarnar, en nefndi möguleikann á viðskiptabanni einnig. „Mér finnst alveg ástæða til að ræða hitt en það þarf auðvitað að gera í alþjóðlegu samhengi líka.“

Sama ár samþykkti landsfundur Vinstri grænna ályktun þess efnis að ríkisstjórn Íslands ætti að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Sjálf hafði Katrín ári áður sagst vilja skoða þann möguleika þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði kallað eftir vopnahléi eftir mikið mannfall í árásum Ísraelshers.

Sagði aðgerðir Ísrael minna á þjóðarmorð

Katrín tók enn harðar til orða í grein á vefritinu Múrnum árið 2004, en þá var hún varaformaður Vinstri grænna. Þá höfðu Ísraelsmenn jafnað heimili hundraða Palestínumanna við jörðu í flóttamannaborginni Rafah og uppskorið fordæmingu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir.

„Hér er um að ræða markvissar aðgerðir sem minna óhugnanlega á þjóðarmorð,“ skrifaði Katrín. „Á sama tíma lætur hinn vestræni heimur sér nægja að fordæma ástandið. Hægt virðist að æða í árásarstríð gagnvart öllum öðrum þjóðum í þessum heimshluta en ekki Ísraelsmönnum. Þá má ekki einu sinni beita viðskiptaþvingunum.“

Bætti hún því við að stríð leiddu ekkert gott af sér. „Hins vegar höfum við séð viðskiptaþvinganir skila árangri, eins og í Suður-Afríku, þar sem hvíti minnihlutinn beitti svarta menn takmarkalausu óréttlæti. Þetta ættu þjóðir heims að taka sig saman um en það er reyndar ólíklegt að af því verði á meðan bandarísk stjórnvöld halda hlífiskildi yfir hryðjuverkamönnunum sem sitja við stjórnvölinn í Ísrael. Þetta á almenningur hins vegar að þrýsta á stjórnvöld um að gera og gera sjálfur með því að kaupa ekki ísraelskar vörur undir nokkrum kringumstæðum,“ skrifaði hún.

„Myndir þú ekki vilja viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu?“

„Hugsaðu þér að þú værir sjálfur eða sjálf í notalega rúminu þínu í Hraunbænum eða á Vopnafirði eða hvar sem er, og skyndilega værirðu rekinn út, og heimili þitt – með öllum minningum, öllum eigum – jafnað við jörðu. Myndir þú ekki vilja viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu? Eitthvað sterkara en að fólk hefði „áhyggjur“?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár