Tvær íslenskar kvikmyndir eru frumsýndar á Stockfish-kvikmyndahátíðinni sem hófst í Bíó Paradís í síðustu viku. Hátíðin stendur yfir til 30. maí og má þar finna allt frá Óskarsverðlaunamyndum yfir í súrrealísk rússnesk listaverk.
Rósa Ásgeirsdóttir dagskrárstjóri segir áherslu hátíðarinnar vera á gæði kvikmynda frekar en fjölda þeirra. „Við erum með viðráðanlegan fjölda af myndum, tuttugu og þrjár myndir alls, sex sýndar hvern dag. Þær eiga allar að vera mjög góðar og áhorfendur eru ekki að taka mikinn séns. Þeir geta mætt og séð gullmola,“ segir hún.
Sjálf segist hún þegar hafa horft á þær nær allar, nema þá þær frægari sem valdar voru inn vegna tilnefninga sem þær fengu til Óskarsverðlauna. „Ég ætla að fá að sjá þær í bíó,“ segir Rósa. „Við tökum inn hátíðarmyndir sem eru búnar að flakka á milli kvikmyndahátíða undanfarið ár. Þær hafa verið frumsýndar í Berlín, Cannes eða Feneyjum til dæmis og við höfum …
Athugasemdir