Fyrirtæki í eigu Róberts Wessman, fjárfestis og eins eigenda og forstjóra samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, hafa fjárfest í fjölmiðlum á Íslandi með beinum eða óbeinum hætti fyrir um tvo milljarða króna á síðastliðnum áratug. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Um er að ræða fjármuni sem fyrirtæki Róberts settu í fjölmiðla sem Björn Ingi Hrafnsson, núverandi eigandi og ritstjóri vefsíðunnar Viljans, stýrði allt frá árinu 2012 og fjármuni sem settir voru inn í tímaritaútgáfuna Birting frá árinu 2017 til 2020.
Samskiptastjóri Aztiq fjárfestingarfélags Róberts Wessmann, Lára Ómarsdóttir, segir í svari til Stundarinnar að sannfæringarkraftur Björns Inga Hrafnssonar hafi ráðið miklu um það að Róbert setti svo mikið af fé í fjölmiðlarekstur hans. „Stutta svarið við spurningum blaðamanns er að það var tilviljun ein sem réði því að Aztiq og tengdir aðilar eignuðust í Pressunni og síðar Birtingi. Sölumannshæfileikar og sannfæringakraftur eigandi Pressunnar á þeim tíma skýrir hvers vegna Pressan fékk mikið fé að láni …
Athugasemdir