Kærunefnd útlendingamála dró verulega úr birtingu úrskurða sinna eftir að fráfarandi formaður hennar undirritaði nýjar verklagsreglur síðasta sumar. Kærunefndin synjaði beiðni Stundarinnar um aðgang að úrskurðunum, en ákvörðunin hefur verið felld úr gildi.
Kærunefnd útlendingamála úrskurðar í málum um alþjóðlega vernd þegar umsækjendur, oft nefndir hælisleitendur, kæra niðurstöðu Útlendingastofnunar í málum sínum. Samkvæmt lögum um útlendinga skal kærunefndin „að jafnaði birta úrskurði sína, eða eftir atvikum útdrætti úr þeim, sem fela í sér efnislega niðurstöðu á aðgengilegan og skipulegan hátt. Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna eða annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum.“
Þrátt fyrir þetta setti nefndin sér verklagsreglur þar sem hún veitti sér heimild til að fresta birtingu úrskurða í lengri tíma og í sumum tilvikum sleppa alfarið birtingu þeirra.
Formaður nefndarinnar, Hjörtur Bragi Sverrisson, undirritaði reglurnar 1. júní 2020. Í kjölfarið …
Athugasemdir