Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kærunefnd útlendingamála leyndi úrskurðum sínum

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála birti ekki op­in­ber­lega fjölda úr­skurða sinna í mál­um hæl­is­leit­enda í tíð frá­far­andi for­manns. Kær­u­nefnd­in veitti Stund­inni ekki upp­lýs­ing­ar, en úr­skurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála felldi ákvörð­un­ina nið­ur og sagði ekki far­ið að lög­um. Þing­mað­ur seg­ir kær­u­nefnd­ina hafa geng­ið lengra en lög segja til um.

Kærunefnd útlendingamála leyndi úrskurðum sínum
Málefni hælisleitenda Kærunefnd útlendingamála hefur enn ekki birt um 80 úrskurði sína frá árinu 2020.

Kærunefnd útlendingamála dró verulega úr birtingu úrskurða sinna eftir að fráfarandi formaður hennar undirritaði nýjar verklagsreglur síðasta sumar. Kærunefndin synjaði beiðni Stundarinnar um aðgang að úrskurðunum, en ákvörðunin hefur verið felld úr gildi.

Kærunefnd útlendingamála úrskurðar í málum um alþjóðlega vernd þegar umsækjendur, oft nefndir hælisleitendur, kæra niðurstöðu Útlendingastofnunar í málum sínum. Samkvæmt lögum um útlendinga skal kærunefndin „að jafnaði birta úrskurði sína, eða eftir atvikum útdrætti úr þeim, sem fela í sér efnislega niðurstöðu á aðgengilegan og skipulegan hátt. Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna eða annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum.“

Þrátt fyrir þetta setti nefndin sér verklagsreglur þar sem hún veitti sér heimild til að fresta birtingu úrskurða í lengri tíma og í sumum tilvikum sleppa alfarið birtingu þeirra.

Hjörtur Bragi SverrissonFráfarandi formaður kærunefndar útlendingamála dró úr birtingu úrskurða í fyrra.

Formaður nefndarinnar, Hjörtur Bragi Sverrisson, undirritaði reglurnar 1. júní 2020. Í kjölfarið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Upplýsingalög

Forsætisráðherra vill breytingar svo upplýsingalög gildi um Alþingi
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra vill breyt­ing­ar svo upp­lýs­inga­lög gildi um Al­þingi

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þing­is, eru já­kvæð fyr­ir því að breyta upp­lýs­inga­lög­um þannig að þau nái einnig til Al­þing­is og dóm­stóla. Stund­in spurði alla þing­menn um þetta en fékk ein­ung­is svör frá sjö þing­mönn­um Vinstri grænna og frá þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Nú ræð­ur geð­þótti skrif­stofu Al­þing­is hvaða upp­lýs­ing­ar eru veitt­ar um starf­semi þings­ins.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár