Sölvi Tryggvason ber af sér sögur um ofbeldi

Sölvi Tryggva­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir ekk­ert til í sög­um um að hann hafi keypt kyn­lífs­þjón­ustu og síð­an geng­ið í skrokk á vænd­is­konu. Hann birt­ir mála­skrá lög­reglu síð­asta mán­uð­inn máli sínu til stuðn­ings.

Sölvi Tryggvason ber af sér sögur um ofbeldi
Ber af sér sakir Sölvi neitar því að hafa keypt kynlífsþjónustu og síðan barið vændiskonu. Mynd: instagram.com/solvitrygg

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann neitar sögum sem gengið hafa um að hann hafi beitt konu ofbeldi. Síðustu daga hefur verið fullyrt á samfélagsmiðlum og samtali milli fólks að Sölvi hafi keypt kynlífsþjónustu af konu, gengið í skrokk á konunni sem hafi endað með því að lögregla var kölluð á staðinn. Sölvi hafi verið handtekinn og fluttur í fangaklefa.

„Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda“
Sölvi Tryggvason

Þessu neitar Sölvi staðfastlega í færslunni og segir um rætnar slúðursögur að ræða. Þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda,“ skrifar Sölvi sem jafnframt segir að umræddar sögur hafi haft mikil áhrif á sig og þá sem næst honum standi. „Ég hef verið sem lamaður síðustu daga og neitaði lengi vel að trúa að fólk tæki þátt í að dreifa slúðursögum sem þessum.“

Til að bregðast við segir Sölvi að hann hafi leitað sér aðstoðar lögmanns, Sögur Ýrrar Jónsdóttur. Hún hafi fyrir hans hönd kallað eftir málaskrá Sölva hjá lögreglu undanfarinn mánuð, en á þeim tíma hafi umrætt atvik átt að eiga sér stað. Birtir Sölvi málaskránna, á tímabilinu 1. apríl til 3. maí. Þar kemur fram að engin mál séu skráð á Sölva á umræddu tímabili. Því sé, skrifar Sölvi, ekkert til í sögunum.

Málaskrá SölvaEngin mál eru skráð á Sölva hjá lögreglu síðasta mánuðinn.

„Ég óska engum að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur eru. Þær eru mannskemmandi, niðurbrjótandi og hafa valdið mér og mínum meira hugarangri en ég hefði getað ímyndað mér,“ skrifar Sölvi enn fremur og tiltekur að hann treysti sér ekki til að tjá sig frekar um málið og biður fjölmiðla að virða þá ósk sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár