Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kulnunin er kerfisvandi

Halla Ei­ríks­dótt­ir átti lang­an starfs­fer­il að baki í heil­brigð­is­geir­an­um þeg­ar hún fór að finna fyr­ir ein­kenn­um kuln­un­ar. Fyrst um sinn átt­aði hún sig ekki á því að um kuln­un væri að ræða, hún hafði lof­að sér að hætta áð­ur en hún myndi brenna út. Í dag sér hún sögu sína í öðru ljósi, bar­átt­an við nið­ur­skurði og vænt­ing­ar um aukna þjón­ustu hafi átt sitt að segja með að hún hafi brunn­ið út og kuln­að.

Kulnunin er kerfisvandi
Lofaði að hætta áður en hún myndi brenna út Halla Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur hafði lofað sér að hætta í starfi áður en hún myndi brenna út í því. Það tókst því miður ekki. Vegna aðstæðna náði kulnunin henni á endanum. Mynd: Gunnar Gunnarsson

Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er ein þeirra sem upplifað hafa kulnun í starfi. Hún starfar í heilbrigðisgeiranum, í stjórnunarstöðu, en slík staða innan stéttarinnar telur hún vera eina orsök þess að hún brann hreinlega út og kulnaði.

Í síðasta mánuði afhentu læknar fulltrúa heilbrigðisráðherra undirskriftalista þar sem þeir sögðu „ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafa verið svikin“. Síðar sagði Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og sérfræðingur í streitu og kulnun, í samtali við Stundina að hann hefði til meðferðar lækna sem lifðu við „sjúklega streitu“ og jafnvel einkenni heilabilunar vegna álags í starfi.

Byrjaði ung í hjúkrun

Halla á langan starfsferil að baki. Hún byrjaði að læra hjúkrun átján ára í gamla hjúkrunarskólanum og að því loknu sótti hún framhaldsnám í barnahjúkrun. Þess til viðbótar bætti hún síðar við sig diplómu í heilbrigðisfræðum við Háskólann á Akureyri.

Það að hafa byrjað svo ung segir hún hafa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár