Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra er hrós­að í há­stert á sam­fé­lags­miðl­um eft­ir að frum­varp henn­ar sem heim­il­ar skrán­ingu barna á tvö heim­ili var sam­þykkt í gær.

Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
Álaugu hrósað Áslaug Arna fær mikið hrós á samfélagsmiðlum eftir samþykkt frumvarpsins. Mynd: xd.is

Mikil ánægja ríkir með samþykkt frumvarps Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarpið var samþykkt í gær á Alþingi með öllum greiddum atkvæðum. Taka lögin gildi um næstu áramót.

Breytingarnar sem verða á barnalögum með samþykkt frumvarpsins fela í sér að foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá barns en búa ekki saman geta samið um skipta búsetu barnsins þannig að það eigi fasta búsetu hjá þeim báðum. Fram til þessa hefur barn aðeins getað átt fasta búsetu samkvæmt lögum á einu heimili, lögheimili. Eftir sem áður getur barn aðeins átt eitt lögheimili, hjá öðru foreldrinu, en með lögunum er opnað á þann möguleika að barn eigi búsetuheimili hjá hinu foreldrinu. Foreldrar þurfa að koma sér saman um atriði sem snúa að uppeldi og umönnun barnsins, og að það geti átt frjálsan og greiðan aðgang að skóla eða leikskóla, tómstundastarfi og öðrum frístundum frá báðum heimilum.

Lengi hefur verið kallað eftir breytingum á barnalögum í þessa veru, til að jafna stöðu foreldra barna sem ekki búa saman. Skipt búseta er þannig sögð stuðla að jafnari stöðu foreldra. Forsenda skiptrar búsetu er þó sú að hún þjóni hagsmunum barnsins og leggja verður einstaklingsbundið mat á það í hverju tilfelli hvort skipt búseta sé barni fyrir bestu, enda vegi hagsmunir barnsins ætið þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra.

Gert er ráð fyrir að foreldrar komi sér saman um sameiginlega ábyrgð á framfærslu barns, en ekki komi til meðlagsgreiðslur. Þá er gert ráð fyrir að báðir foreldrar eigi rétt á barnabótum og vaxtabótum.

Eftir samþykkt frumvarpsins í gær hefur fjöldi fólks lýst mikilli ánægju með það og framgöngu Áslaugar Örnu, á samfélagsmiðlum. Þannig birti ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll, sem þjónustar foreldra barna með sérþarfir, færslu á Facebook-síðu sinni þar sem samþykkt frumvarpsins eru sögð gleðitíðindi og fjöldi einstaklinga hefur lýst hinu sama. Á annað hundrað athugasemdir hafa verið skrifaðar á Facebook-síðu Áslaugar Örnu þar sem samþykkt frumvarpsins er fagnað og henni hrósað fyrir vikið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár