Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra er hrós­að í há­stert á sam­fé­lags­miðl­um eft­ir að frum­varp henn­ar sem heim­il­ar skrán­ingu barna á tvö heim­ili var sam­þykkt í gær.

Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
Álaugu hrósað Áslaug Arna fær mikið hrós á samfélagsmiðlum eftir samþykkt frumvarpsins. Mynd: xd.is

Mikil ánægja ríkir með samþykkt frumvarps Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarpið var samþykkt í gær á Alþingi með öllum greiddum atkvæðum. Taka lögin gildi um næstu áramót.

Breytingarnar sem verða á barnalögum með samþykkt frumvarpsins fela í sér að foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá barns en búa ekki saman geta samið um skipta búsetu barnsins þannig að það eigi fasta búsetu hjá þeim báðum. Fram til þessa hefur barn aðeins getað átt fasta búsetu samkvæmt lögum á einu heimili, lögheimili. Eftir sem áður getur barn aðeins átt eitt lögheimili, hjá öðru foreldrinu, en með lögunum er opnað á þann möguleika að barn eigi búsetuheimili hjá hinu foreldrinu. Foreldrar þurfa að koma sér saman um atriði sem snúa að uppeldi og umönnun barnsins, og að það geti átt frjálsan og greiðan aðgang að skóla eða leikskóla, tómstundastarfi og öðrum frístundum frá báðum heimilum.

Lengi hefur verið kallað eftir breytingum á barnalögum í þessa veru, til að jafna stöðu foreldra barna sem ekki búa saman. Skipt búseta er þannig sögð stuðla að jafnari stöðu foreldra. Forsenda skiptrar búsetu er þó sú að hún þjóni hagsmunum barnsins og leggja verður einstaklingsbundið mat á það í hverju tilfelli hvort skipt búseta sé barni fyrir bestu, enda vegi hagsmunir barnsins ætið þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra.

Gert er ráð fyrir að foreldrar komi sér saman um sameiginlega ábyrgð á framfærslu barns, en ekki komi til meðlagsgreiðslur. Þá er gert ráð fyrir að báðir foreldrar eigi rétt á barnabótum og vaxtabótum.

Eftir samþykkt frumvarpsins í gær hefur fjöldi fólks lýst mikilli ánægju með það og framgöngu Áslaugar Örnu, á samfélagsmiðlum. Þannig birti ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll, sem þjónustar foreldra barna með sérþarfir, færslu á Facebook-síðu sinni þar sem samþykkt frumvarpsins eru sögð gleðitíðindi og fjöldi einstaklinga hefur lýst hinu sama. Á annað hundrað athugasemdir hafa verið skrifaðar á Facebook-síðu Áslaugar Örnu þar sem samþykkt frumvarpsins er fagnað og henni hrósað fyrir vikið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár