Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra er hrós­að í há­stert á sam­fé­lags­miðl­um eft­ir að frum­varp henn­ar sem heim­il­ar skrán­ingu barna á tvö heim­ili var sam­þykkt í gær.

Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
Álaugu hrósað Áslaug Arna fær mikið hrós á samfélagsmiðlum eftir samþykkt frumvarpsins. Mynd: xd.is

Mikil ánægja ríkir með samþykkt frumvarps Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarpið var samþykkt í gær á Alþingi með öllum greiddum atkvæðum. Taka lögin gildi um næstu áramót.

Breytingarnar sem verða á barnalögum með samþykkt frumvarpsins fela í sér að foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá barns en búa ekki saman geta samið um skipta búsetu barnsins þannig að það eigi fasta búsetu hjá þeim báðum. Fram til þessa hefur barn aðeins getað átt fasta búsetu samkvæmt lögum á einu heimili, lögheimili. Eftir sem áður getur barn aðeins átt eitt lögheimili, hjá öðru foreldrinu, en með lögunum er opnað á þann möguleika að barn eigi búsetuheimili hjá hinu foreldrinu. Foreldrar þurfa að koma sér saman um atriði sem snúa að uppeldi og umönnun barnsins, og að það geti átt frjálsan og greiðan aðgang að skóla eða leikskóla, tómstundastarfi og öðrum frístundum frá báðum heimilum.

Lengi hefur verið kallað eftir breytingum á barnalögum í þessa veru, til að jafna stöðu foreldra barna sem ekki búa saman. Skipt búseta er þannig sögð stuðla að jafnari stöðu foreldra. Forsenda skiptrar búsetu er þó sú að hún þjóni hagsmunum barnsins og leggja verður einstaklingsbundið mat á það í hverju tilfelli hvort skipt búseta sé barni fyrir bestu, enda vegi hagsmunir barnsins ætið þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra.

Gert er ráð fyrir að foreldrar komi sér saman um sameiginlega ábyrgð á framfærslu barns, en ekki komi til meðlagsgreiðslur. Þá er gert ráð fyrir að báðir foreldrar eigi rétt á barnabótum og vaxtabótum.

Eftir samþykkt frumvarpsins í gær hefur fjöldi fólks lýst mikilli ánægju með það og framgöngu Áslaugar Örnu, á samfélagsmiðlum. Þannig birti ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll, sem þjónustar foreldra barna með sérþarfir, færslu á Facebook-síðu sinni þar sem samþykkt frumvarpsins eru sögð gleðitíðindi og fjöldi einstaklinga hefur lýst hinu sama. Á annað hundrað athugasemdir hafa verið skrifaðar á Facebook-síðu Áslaugar Örnu þar sem samþykkt frumvarpsins er fagnað og henni hrósað fyrir vikið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár