Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra er hrós­að í há­stert á sam­fé­lags­miðl­um eft­ir að frum­varp henn­ar sem heim­il­ar skrán­ingu barna á tvö heim­ili var sam­þykkt í gær.

Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
Álaugu hrósað Áslaug Arna fær mikið hrós á samfélagsmiðlum eftir samþykkt frumvarpsins. Mynd: xd.is

Mikil ánægja ríkir með samþykkt frumvarps Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarpið var samþykkt í gær á Alþingi með öllum greiddum atkvæðum. Taka lögin gildi um næstu áramót.

Breytingarnar sem verða á barnalögum með samþykkt frumvarpsins fela í sér að foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá barns en búa ekki saman geta samið um skipta búsetu barnsins þannig að það eigi fasta búsetu hjá þeim báðum. Fram til þessa hefur barn aðeins getað átt fasta búsetu samkvæmt lögum á einu heimili, lögheimili. Eftir sem áður getur barn aðeins átt eitt lögheimili, hjá öðru foreldrinu, en með lögunum er opnað á þann möguleika að barn eigi búsetuheimili hjá hinu foreldrinu. Foreldrar þurfa að koma sér saman um atriði sem snúa að uppeldi og umönnun barnsins, og að það geti átt frjálsan og greiðan aðgang að skóla eða leikskóla, tómstundastarfi og öðrum frístundum frá báðum heimilum.

Lengi hefur verið kallað eftir breytingum á barnalögum í þessa veru, til að jafna stöðu foreldra barna sem ekki búa saman. Skipt búseta er þannig sögð stuðla að jafnari stöðu foreldra. Forsenda skiptrar búsetu er þó sú að hún þjóni hagsmunum barnsins og leggja verður einstaklingsbundið mat á það í hverju tilfelli hvort skipt búseta sé barni fyrir bestu, enda vegi hagsmunir barnsins ætið þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra.

Gert er ráð fyrir að foreldrar komi sér saman um sameiginlega ábyrgð á framfærslu barns, en ekki komi til meðlagsgreiðslur. Þá er gert ráð fyrir að báðir foreldrar eigi rétt á barnabótum og vaxtabótum.

Eftir samþykkt frumvarpsins í gær hefur fjöldi fólks lýst mikilli ánægju með það og framgöngu Áslaugar Örnu, á samfélagsmiðlum. Þannig birti ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll, sem þjónustar foreldra barna með sérþarfir, færslu á Facebook-síðu sinni þar sem samþykkt frumvarpsins eru sögð gleðitíðindi og fjöldi einstaklinga hefur lýst hinu sama. Á annað hundrað athugasemdir hafa verið skrifaðar á Facebook-síðu Áslaugar Örnu þar sem samþykkt frumvarpsins er fagnað og henni hrósað fyrir vikið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár