Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Konur nota ópíóða meira en karlar

Notk­un lyf­seð­ils­skyldra ópíóða á Ís­landi er meiri en á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Konur nota ópíóða meira en karlar
Lyf Dregið hefur úr notkun ópíóða á Íslandi undanfarin ár. Mynd: Shutterstock

Notkun lyfseðilsskyldra ópíóða hefur dregist saman um 22 prósent síðan árið 2016 eftir að hafa aukist árin á undan. Í fyrra fengu 157 einstaklingar af hverjum 1.000 íbúum að minnsta kosti eina ávísun á ópíóða.

Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis. Ópíóðar eru verkjastillandi lyf, en til þeirra teljast meðal annars kódeín, morfín, fentanýl, tramadól og oxýkódón. „Ópíóíðar falla í flokk ávana- og fíknilyfja en langtíma notkun þeirra getur valdið því að notandinn verður háður lyfjunum vegna vanabindingar eða líkamlegrar fíknar,“ segir í fréttabréfinu. „Auk þess að vera mjög ávanabindandi, geta of stórir skammtar ópíóíða verið lífshættulegir vegna bælandi áhrifa sem þeir hafa á þann hluta heilans sem stýrir öndun. Of stórir skammtar geta því valdið öndunarstoppi og dauða.“

Hlutfallslega flestir þeirra sem nota ópíóða eru í eldri aldurshópunum, en 345 af hverjum 1.000 íbúum 80 ára og eldri fengu ávísun í fyrra. Einnig er greinilegur kynjamunur á notkun ópíóða og eru konur í meirihluta notenda. „Á árinu 2020 fengu 184 af hverjum 1.000 konum ávísað ópíóíðum en 131 af hverjum 1.000 körlum. Körlum sem leysa út ávísun á ópíóíða, hefur fækkað hlutfallslega meira en konum á undanförnum árum, eða um 24% frá árinu 2016. Samsvarandi tala fyrir konur er 21%.“

Telur landlæknir að læknar sýni nú meira aðhald þegar kemur að ávísunum á þessi lyf. „Þrátt fyrir að dregið hafi úr notkun ópíóíða á Íslandi á síðastliðnum árum er hún þó enn umtalsvert meiri en á hinum Norðurlöndunum,“ segir enn fremur í fréttabréfinu. „Almennt má segja að dregið hafi úr notkun ópíóíða á flestum hinum Norðurlöndunum á undanförnum tveimur áratugum eins og fyrr segir, en það er aðeins á síðustu fimm árum sem dregið hefur úr notkuninni hérlendis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár