Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Konur nota ópíóða meira en karlar

Notk­un lyf­seð­ils­skyldra ópíóða á Ís­landi er meiri en á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Konur nota ópíóða meira en karlar
Lyf Dregið hefur úr notkun ópíóða á Íslandi undanfarin ár. Mynd: Shutterstock

Notkun lyfseðilsskyldra ópíóða hefur dregist saman um 22 prósent síðan árið 2016 eftir að hafa aukist árin á undan. Í fyrra fengu 157 einstaklingar af hverjum 1.000 íbúum að minnsta kosti eina ávísun á ópíóða.

Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis. Ópíóðar eru verkjastillandi lyf, en til þeirra teljast meðal annars kódeín, morfín, fentanýl, tramadól og oxýkódón. „Ópíóíðar falla í flokk ávana- og fíknilyfja en langtíma notkun þeirra getur valdið því að notandinn verður háður lyfjunum vegna vanabindingar eða líkamlegrar fíknar,“ segir í fréttabréfinu. „Auk þess að vera mjög ávanabindandi, geta of stórir skammtar ópíóíða verið lífshættulegir vegna bælandi áhrifa sem þeir hafa á þann hluta heilans sem stýrir öndun. Of stórir skammtar geta því valdið öndunarstoppi og dauða.“

Hlutfallslega flestir þeirra sem nota ópíóða eru í eldri aldurshópunum, en 345 af hverjum 1.000 íbúum 80 ára og eldri fengu ávísun í fyrra. Einnig er greinilegur kynjamunur á notkun ópíóða og eru konur í meirihluta notenda. „Á árinu 2020 fengu 184 af hverjum 1.000 konum ávísað ópíóíðum en 131 af hverjum 1.000 körlum. Körlum sem leysa út ávísun á ópíóíða, hefur fækkað hlutfallslega meira en konum á undanförnum árum, eða um 24% frá árinu 2016. Samsvarandi tala fyrir konur er 21%.“

Telur landlæknir að læknar sýni nú meira aðhald þegar kemur að ávísunum á þessi lyf. „Þrátt fyrir að dregið hafi úr notkun ópíóíða á Íslandi á síðastliðnum árum er hún þó enn umtalsvert meiri en á hinum Norðurlöndunum,“ segir enn fremur í fréttabréfinu. „Almennt má segja að dregið hafi úr notkun ópíóíða á flestum hinum Norðurlöndunum á undanförnum tveimur áratugum eins og fyrr segir, en það er aðeins á síðustu fimm árum sem dregið hefur úr notkuninni hérlendis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár