Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lögreglan segir að Beqiri hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi

Á upp­lýs­inga­fundi lög­reglu um rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði kom fram að einn sak­born­inga hef­ur ját­að að hafa orð­ið Arm­ando Beqiri að bana þann 13. fe­brú­ar síð­ast­lið­inn

Lögreglan segir að Beqiri hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi
Upplýsingafundur vegna morðsins í Rauðagerði Á upplýsingafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna morðsins í Rauðagerði kom fram að sakborningur hefur játað að hafa myrt Armando Beqiri fyrir utan heimili sitt í febrúar

Játning hefur komið upp við rannsókn lögreglunar á morðinu sem átti sér stað í Rauðagerði 28 í febrúarmánuði. Þetta kom fram á upplýsingafundi lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu sem var nú að ljúka. 

Albani hefur játað að hafa orðið Armando Beqiri að bana með því að hafa skotið hann níu sinnum fyrir framan heimili sitt. Albaninn sem um ræðir hefur búið hér á landi í sjö ár. 

Menn tengdir skipulagðri brotastarfsemi fluttir til landsins

Fjórtán hafa verið handteknir við rannsókn málsins og eru þeir, fyrir utan einn Íslending, frá Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Lithán og Hvíta- Rússlandi.

Einhverjir þeirra hafa verið búsettir á Íslandi um einhvern tíma en einhverjir komu til Íslands skömmu áður en morðið var framið en þeir tengjast hópum manna í skipulagðri brotastarfsemi sem lögregla hefur til rannsóknar vegna aðkomu sinnar að málinu. 

Morðið var skipulagt

Morðið á Armando var að sögn lögreglu skipulagt og tengist að einhverju leiti gagnaleka sem upp kom í janúar þess efnis að Anton Kristinn Þórarinsson, einn sakborninga, hafi verið upplýsingagjafi lögreglunar. Lögreglan vildi þó ekki gefa upp hver væri talinn höfuðpaur málsins né hver aðkoma eina Íslendingsins sem hefði stöðu sakbornings væri að málinu.  

Rannsókn lögreglu leiddi þó í ljós að hópur manna ætlaði sér að ráðast gegn sakborningi í málinu og fjölskyldu hans. 

Lögreglan lagði hald á fíkniefni og vopn

Skotvopnið sem var notað til að skjóta níu sinnum af, fannst fyrir um hálfum mánuði í sjó. Þá hefur lögregla einnig fengið heimildir til að fara yfir gögn úr  símum og tölvum  ásamt því að fá upptökur úr öryggismyndavélum. Þar að auki hefur lögregla lagt hald á fíkniefni og vopn vegna málsins. 

Þá kom einnig í ljós á fundinum að fórnarlambið hafi einnig tengst skipulagðri brotastarfsemi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Morð í Rauðagerði

Verjandi í samskiptum við aðra sakborninga fyrir og eftir morðið
FréttirMorð í Rauðagerði

Verj­andi í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga fyr­ir og eft­ir morð­ið

Stein­berg­ur Finn­boga­son, fyrr­ver­andi verj­andi Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar sem var færð­ur í gæslu­varð­hald vegna rann­sókn­ar á morði í Rauða­gerði, var sam­kvæmt fjar­skipta­gögn­um lög­reglu í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga í mál­inu fyr­ir og eft­ir að morð­ið var fram­ið. Vegna þessa hef­ur hann ver­ið kvadd­ur til skýrslu­töku í mál­inu og get­ur því ekki sinnt stöðu verj­anda. Stein­berg­ur hef­ur áð­ur ver­ið tal­inn af lög­reglu rjúfa mörk verj­anda og að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár