Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Nýr veruleiki: Höfuðborgarbúar með útsýni yfir eldgos

Jarð­eld­ur­inn í Geld­inga­dal er orð­inn vel sýni­leg­ur af höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Jarð­fræð­ing­ar velta upp mögu­leik­an­um á langvar­andi eld­gosi.

Nýr veruleiki: Höfuðborgarbúar með útsýni yfir eldgos
Gosið í nótt Mynd tekin frá Seltjarnarnesi. Mynd: Jón Trausti Reynisson

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víða á Reykjanesi búa nú við útsýni á eldgos, sem varað getur til lengri eða skemmri tíma. Í kvöld og nótt hefur bjarminn af gosinu sést vel þaðan sem útsýni gætir í átt að gossvæðinu, til dæmis frá Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur, Öskjuhlíð, Seltjarnarnesi og svo Hafnarfirði sem liggur næst gosstöðvunum.

Í gær jókst virkni í aukagíg sem liggur við hlið aðalgígsins í Geldingadal. Ekki er ljóst hvort heildargosflæði hafi aukist. Sýnileiki gossins ætti þó að hafa aukist við að gígbarmarnir hækka og skýjahulu hefur létt.

Jarðfræðingar hafa í vaxandi mæli velt upp möguleikanum á því að gosið gæti varað lengi. Páll Einarsson sagði í samtali við Rúv í gær að kvikuflæði eins og það sem berst sem hraunstraumur upp í Geldingadal geti haldið gospípu opinni í áratugi. 

„Þetta gæti orðið langt gos,“ sagði Freysteinn Sigmundsson jarðfræðingur í fréttum Rúv í kvöld. Þorvaldur Þórðarson jarðfræðingur sagði í samtali við mbl.is að gosið í Geldingadal hefði líkindi með eldgosi á Havaí sem varði í 32 ár. Hann taldi gosið hafa færst í aukana í gær.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu af gossvæðinu í vefmyndavél Rúv.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár