Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nýr veruleiki: Höfuðborgarbúar með útsýni yfir eldgos

Jarð­eld­ur­inn í Geld­inga­dal er orð­inn vel sýni­leg­ur af höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Jarð­fræð­ing­ar velta upp mögu­leik­an­um á langvar­andi eld­gosi.

Nýr veruleiki: Höfuðborgarbúar með útsýni yfir eldgos
Gosið í nótt Mynd tekin frá Seltjarnarnesi. Mynd: Jón Trausti Reynisson

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víða á Reykjanesi búa nú við útsýni á eldgos, sem varað getur til lengri eða skemmri tíma. Í kvöld og nótt hefur bjarminn af gosinu sést vel þaðan sem útsýni gætir í átt að gossvæðinu, til dæmis frá Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur, Öskjuhlíð, Seltjarnarnesi og svo Hafnarfirði sem liggur næst gosstöðvunum.

Í gær jókst virkni í aukagíg sem liggur við hlið aðalgígsins í Geldingadal. Ekki er ljóst hvort heildargosflæði hafi aukist. Sýnileiki gossins ætti þó að hafa aukist við að gígbarmarnir hækka og skýjahulu hefur létt.

Jarðfræðingar hafa í vaxandi mæli velt upp möguleikanum á því að gosið gæti varað lengi. Páll Einarsson sagði í samtali við Rúv í gær að kvikuflæði eins og það sem berst sem hraunstraumur upp í Geldingadal geti haldið gospípu opinni í áratugi. 

„Þetta gæti orðið langt gos,“ sagði Freysteinn Sigmundsson jarðfræðingur í fréttum Rúv í kvöld. Þorvaldur Þórðarson jarðfræðingur sagði í samtali við mbl.is að gosið í Geldingadal hefði líkindi með eldgosi á Havaí sem varði í 32 ár. Hann taldi gosið hafa færst í aukana í gær.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu af gossvæðinu í vefmyndavél Rúv.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár