Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gefa út tvö lög af tvískiptri plötu

Fyrsta plata pönk DIY hljóm­sveit­ar­inn­ar BSÍ skipt­ist í tvo að­skilda helm­inga; sá fyrri fjall­ar um ástarsorg og sá seinni um rétt­mæta reiði og pönk.

Gefa út tvö lög af tvískiptri plötu
Ástarsorg og pönk Krútt pönk tvíeykið að baki BSÍ nýtti þá kyrrð sem Covid-19 faraldurinn fól í sér til að semja og taka upp sína fyrstu breiðskífu. Mynd: Berglind Erna Tryggvadóttir

Krúttpönksveitin BSÍ hefur gefið út tvö lög af fyrstu breiðskífu sinni, Stundum þunglynd … en alltaf andfasísk. Plötunni er skipt upp í tvö ólík þemu; á meðan að „25Lue“ er lokalagið á rólegu ástarsorgarhlið plötunnar er „Dónakallalagið“ orkumikil viðspyrna gegn frekum karlrembum. Platan kemur út 21. maí.

Fyrsta breiðskífa sveitarinnarBSÍ hefur verið virk síðustu ár og spilað víðs vegar af mikilli innlifun. Fyrsta plata þeirra fjallar um ástarsorg og pönk-orku.

Hljómsveitina skipa tvíeykið Sigurlaug Thorarensen og Julius Pollux Rothlaender, en þau gáfu fyrst út smáskífuna BSÍ árið 2018. Síðan þá hefur sveitin komið fram á mörgum af bestu tónlistarhátíðum landsins og spilað á mótmælatónleikum til stuðnings hælisleitendum. Því ætti ekki að koma á óvart að fyrsta breiðskífa sveitarinnar fjallar um málefni sem eru ofarlega í huga ungra aðgerðarsinna: ástarmál og réttlát reiði í óréttlátu samfélagi.

Þar sem platan er svo tvískipt hefur sveitin ákveðið að gefa út tvö lög í senn til að væta kverkarnar og kitla bragðlaukana hjá almenningi, en með lögunum fylgja líka tónlistarmyndbönd. Sveitin segir að lagið „25Lue“ tilheyri ástarsorgarhlið plötunnar, Stundum þunglynd .... „Það fjallar um ákveðna sátt og ró yfir fortíðinni og því sem áður var, í bland við draumkenndar tilfinningar, ‘80s lo-fi syntha og óljósa von um að sumarið komi fljótt.“ Myndbandinu leikstýrir Ymir Kim.

Lagið „Dónakallalagið“ tilheyrir hinni hlið plötunnar, ... en alltaf andfasísk. Sveitin segir að texti lagsins sé „baráttusöngur gegn þessari hvítu-gagnkynhneigðu-sís-karlkyns-forræðisorku og gegn öllum dónaköllum, sem hafa tekið of mikið rými, kynferðislega áreitt og gengið á mörk annarra – sem við öll erum orðin langþreytt á að þurfa að díla við og viljum útrýma endanlega“. Myndbandinu er leikstýrt af Vilhjálmi Yngva Hjálmarssyni/susan creamcheese.

Platan var samin og tekin upp í Covid-19 faraldrinum, en samhliða því spilaði sveitin á Iceland Airwaves: Live from Reykjavík og Eurosonic hátíðinni í Hollandi. Hún kemur út rafrænt og sem endurunninn vínyll 21. maí, á vegum Tomatenplatten í Berlín og post-dreifingar og Why Not? Plötur í Reykjavík.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár