Hlutafé Fálkaþings ehf., félagsins sem heldur utan um þorra landareigna breska auðkýfingsins James Ratcliffe á Íslandi, nemur nú tæpum 4 milljörðum króna eftir samruna félaga í hans eigu. Er virði eigna hans á Íslandi því að lágmarki þessi upphæð, en sjálfur hefur Ratcliffe persónulega lánað félögum sínum 6,5 milljarða til jarðakaupa sinna á Norðausturlandi.
Þetta kemur fram í skjölum vegna hlutafjáraukningar Fálkaþings sem samþykkt var í desember og breskum ársreikningi móðurfélags þess. Markmið hlutafjáraukningarinnar var að sameina í eitt félag flest eða öll félög Ratcliffe sem keypt hafa jarðir og laxveiðiréttindi á Norðausturlandi undanfarin ár. Var hlutafé Fálkaþings þannig aukið úr 820 milljónum í 3.968 milljónir og var hækkunin öll greidd með hlutafé breska móðurfélagsins Halicilla Limited, sem er alfarið í eigu Ratcliffe.
Ratcliffe, sem er forstjóri og eigandi efnaframleiðslurisans Ineos, hefur undanfarin ár keypt tugi jarða í Vopnafirði og Þistilfirði, sem flestar eru við laxveiðiár. Í ársreikningi móðurfélagsins fyrir …
Athugasemdir