Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Andrés Magnússon: Skil vel að Ágúst Ólafur sé súr eftir uppstillingu Samfylkingarnar

For­tíð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafði áhrif á nið­ur­stöðu upp­still­ing­arn­ar, seg­ir Andrés Magnús­son.

Í Stóru málunum þessa vikuna verður rætt um nýafstaðin uppstilling Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningar, en þær munu fara fram 25. september næstkomandi.  Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins segir tilraunina hafa verið góða en hún hafi ekki heppnast.

Margir hafa gagnrýnt þá aðferð sem flokkurinn notaðist við í uppstillingu og voru ekki allir sáttir með hana. Alþingismaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson afþakkaði þriðja sætið á lista flokksins í öðru hvoru kjördæmum Reykjavíkur. Þá hætti Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í flokknum eftir prófkjörið.

Gestir Stóru málanna að þessu sinni eru þau Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri félags fjármálafyrirtækja, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra og Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, en hann skrifaði ítarlega grein í Morgunblaðið um prófkjörið.

Andrés segir að prófkjörið, eins og það var sett upp, hafi verið sérstaklega erfitt fyrir fólk eins og Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarnar. Hann segir að fyrir stjórnmálamenn sem verða fyrir sama stjórnmálalegu áfalli og Ágúst Ólafur lenti í eigi bara eina leið til að rétta sig við. Það sé gert með fyrir tilstilli kjósenda.

„Eins og með Ágúst Ólaf sem verður fyrir áfalli á kjörtímabilinu og sætir mikilli gagnrýni á því. Það er svo rifjað upp fyrir skömmu af öðru tilefni. Fyrir stjórnmálamenn sem koma sér í slíkt klandur þá er einungis ein leið til að rétta sig við og það gera þeir fyrir tilstilli kjósenda. Hann var sviptur því tækifæri. Ég skil vel að hann sé svolítið mikið súr út af því.“ 

Andrés segir einnig að fingraför Loga Einarssonar, formann Samfylkingarnar, hafi verið á uppstillingunni og að Logi hafi gefið sterkar vísbendingar til flokksmanna sinna um að Kristrún Frostadóttir hafi átt að vera ofarlega á lista. Kristrún mun leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi kosningum.

„Ég held að það sé tvennt sem við verðum að minnast á í þessu samhengi. Annað sem stendur okkur nær í tíma og á við hér og nú. Fingraför Loga voru á þessu öllu. Hann vildi augljóslega breyta ásýnd flokksins og áherslum. Hann hlutast til þess að Kristrún Frostadóttir er sótt. Það er gefin mjög sterk vísbending til flokksmanna um að hún þurfi að vera á sínum stað. Nú veit maður auðvitað ekkert hvernig þessi skoðanakönnun fór. Logi ber, held ég, verulega ábyrgð á því hvernig þessi listi lítur út. Alveg burtséð frá aðferðarfræðinni til að komast þangað. Vogun vinnur, vogun tapar. Ég held að það sé fátt hægt að segja um það. Listinn var samþykktur af fulltrúaráðinu og það er bara sögulok þar.“ 

Þá segir Andrés að fortíð Samfylkingarnar hafi haft áhrif á þá niðurstöðu sem átti sér stað í uppstillingu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum.

„En síðan held ég að það sé annað sem búi þarna að baki, svona baksaga. Þegar Samfylkingin var mynduð, þá strax voru kratar eitthvað fúlir. Þeim fannst Kvennalistinn fá of mikil ítök. Þetta hélt svolítið áfram vegna þess að frambjóðendur voru að koma sterkari úr hinum flokkunum. Síðan bara breytast tímarnir, áherslurnar og einhverjir fóru, eins og gengur og gerist. En það bætist við sum sé að fyrir nokkrum árum þá var haldið hér lítið prófkjör þar sem farið var út í það, af Helgu Völu og fleirum, að grisja rækilega út af flokkaskránni þeir sem voru í Rósinni, sem var eitt af jafnarmannafélögunum. Ég þekki bara slatta af fólki sem fékk ekki að kjósa þá og kvaddi flokkinn fyrir fullt og fast. Það var bara sármóðgað yfir því að hafa ekki fengið að taka þátt á þeim tíma. Þetta var málfundafélag krata í bænum. Þegar það var farið í það að henda þaðan út, það var látið að því liggja að fólk hafi verið skráð þar inn í kippum. Það fólk sem ég þekki, þetta er bara fólk sem var búið að vera í Alþýðuflokknum oft um áraraðir og voru eðalkratar.“

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
5
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár