Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Andrés Magnússon: Skil vel að Ágúst Ólafur sé súr eftir uppstillingu Samfylkingarnar

For­tíð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafði áhrif á nið­ur­stöðu upp­still­ing­arn­ar, seg­ir Andrés Magnús­son.

Í Stóru málunum þessa vikuna verður rætt um nýafstaðin uppstilling Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningar, en þær munu fara fram 25. september næstkomandi.  Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins segir tilraunina hafa verið góða en hún hafi ekki heppnast.

Margir hafa gagnrýnt þá aðferð sem flokkurinn notaðist við í uppstillingu og voru ekki allir sáttir með hana. Alþingismaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson afþakkaði þriðja sætið á lista flokksins í öðru hvoru kjördæmum Reykjavíkur. Þá hætti Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, í flokknum eftir prófkjörið.

Gestir Stóru málanna að þessu sinni eru þau Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri félags fjármálafyrirtækja, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra og Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, en hann skrifaði ítarlega grein í Morgunblaðið um prófkjörið.

Andrés segir að prófkjörið, eins og það var sett upp, hafi verið sérstaklega erfitt fyrir fólk eins og Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarnar. Hann segir að fyrir stjórnmálamenn sem verða fyrir sama stjórnmálalegu áfalli og Ágúst Ólafur lenti í eigi bara eina leið til að rétta sig við. Það sé gert með fyrir tilstilli kjósenda.

„Eins og með Ágúst Ólaf sem verður fyrir áfalli á kjörtímabilinu og sætir mikilli gagnrýni á því. Það er svo rifjað upp fyrir skömmu af öðru tilefni. Fyrir stjórnmálamenn sem koma sér í slíkt klandur þá er einungis ein leið til að rétta sig við og það gera þeir fyrir tilstilli kjósenda. Hann var sviptur því tækifæri. Ég skil vel að hann sé svolítið mikið súr út af því.“ 

Andrés segir einnig að fingraför Loga Einarssonar, formann Samfylkingarnar, hafi verið á uppstillingunni og að Logi hafi gefið sterkar vísbendingar til flokksmanna sinna um að Kristrún Frostadóttir hafi átt að vera ofarlega á lista. Kristrún mun leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi kosningum.

„Ég held að það sé tvennt sem við verðum að minnast á í þessu samhengi. Annað sem stendur okkur nær í tíma og á við hér og nú. Fingraför Loga voru á þessu öllu. Hann vildi augljóslega breyta ásýnd flokksins og áherslum. Hann hlutast til þess að Kristrún Frostadóttir er sótt. Það er gefin mjög sterk vísbending til flokksmanna um að hún þurfi að vera á sínum stað. Nú veit maður auðvitað ekkert hvernig þessi skoðanakönnun fór. Logi ber, held ég, verulega ábyrgð á því hvernig þessi listi lítur út. Alveg burtséð frá aðferðarfræðinni til að komast þangað. Vogun vinnur, vogun tapar. Ég held að það sé fátt hægt að segja um það. Listinn var samþykktur af fulltrúaráðinu og það er bara sögulok þar.“ 

Þá segir Andrés að fortíð Samfylkingarnar hafi haft áhrif á þá niðurstöðu sem átti sér stað í uppstillingu flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum.

„En síðan held ég að það sé annað sem búi þarna að baki, svona baksaga. Þegar Samfylkingin var mynduð, þá strax voru kratar eitthvað fúlir. Þeim fannst Kvennalistinn fá of mikil ítök. Þetta hélt svolítið áfram vegna þess að frambjóðendur voru að koma sterkari úr hinum flokkunum. Síðan bara breytast tímarnir, áherslurnar og einhverjir fóru, eins og gengur og gerist. En það bætist við sum sé að fyrir nokkrum árum þá var haldið hér lítið prófkjör þar sem farið var út í það, af Helgu Völu og fleirum, að grisja rækilega út af flokkaskránni þeir sem voru í Rósinni, sem var eitt af jafnarmannafélögunum. Ég þekki bara slatta af fólki sem fékk ekki að kjósa þá og kvaddi flokkinn fyrir fullt og fast. Það var bara sármóðgað yfir því að hafa ekki fengið að taka þátt á þeim tíma. Þetta var málfundafélag krata í bænum. Þegar það var farið í það að henda þaðan út, það var látið að því liggja að fólk hafi verið skráð þar inn í kippum. Það fólk sem ég þekki, þetta er bara fólk sem var búið að vera í Alþýðuflokknum oft um áraraðir og voru eðalkratar.“

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár