Fjórir starfsmenn skemmtistaðarins The Drunk Rabbit í Austurstræti telja sig hlunnfarna af eigendum, en þeir fengu ekki greitt fyrir síðustu vikur sínar í starfi áður en staðnum var lokað vegna Covid-faraldursins í mars í fyrra. Félagið sem rak barinn fór í gjaldþrot í maí, en staðurinn er nú rekinn af sama eiganda á nýrri kennitölu.
Dominika Gajdzińska, Lana Czykurlan og Kamila Kosowska, sem eru frá Póllandi, og Dóra Dancsó frá Ungverjalandi segja eigendur The Drunk Rabbit hafa notað faraldurinn sem afsökun fyrir því að staðnum var lokað. Öllum starfsmönnum var sagt upp og dagsetningar á uppsagnarbréfum rangt skráðar, þannig að þær leituðu til Eflingar vegna málsins. Þær komust að því að lítið sem ekkert hafði borist af lífeyrisgreiðslum þeirra til Gildis og þær eiga nú von á greiðslum frá Ábyrgðasjóði launa þar sem gengið hefur verið frá gjaldþroti félagsins sem staðurinn var rekinn á, Bara gaman ehf.
„Þeir borguðu ekki …
Athugasemdir