Ég var geldur í dag. Vissulega var ekki farið inn í kviðarholið á mér, eistun sótt, klippt af og kastað í tunnu, en gelding engu að síður. Eini munurinn á þessari aðgerð og þeirri sem framkvæmd var á hundinum mínum er að kúlurnar á mér fá að hanga áfram, en nú aðeins sem skraut. Tvær bleikar og loðnar ferskjur upp á punt. Jú og svo slapp ég við plastlampaskerminn um hálsinn, gegn því að ég lofaði að naga ekki saumana, sem ég gæti ekki þó ég glaður vildi.
Ekki misskilja, ég elska börnin mín. Ein rauðhærð raketta sem verður sex ára síðar í mánuðinum. Manneskjan sem gerði mig að pabba árið 2015. Breytti okkur úr kærustupari í fjölskyldu. Svo er einn eldri borgari sem kom inn í líf okkar fyrir rúmu ári síðan í líkama lítils drengs. Með ofnæmi fyrir nánast öllu sem vex undir sólinni, vill bara kæfu og …
Athugasemdir