Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ákvörðun flugfélaga hvort flug raskast

Hefj­ist eld­gos mun verða óheim­ilt að fljúga yf­ir ákvæð­ið svæði í um hálf­tíma til klukku­tíma. Eft­ir það er það í hönd­um flug­fé­laga hvernig flugi verð­ur hátt­að.

Ákvörðun flugfélaga hvort flug raskast
Keflavíkurflugvöllur Flugfélög munu taka ákvörðun um flug yfir eldstöðvar, að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Mynd: Shutterstock

Tímabundið verður óheimilt að fljúga yfir ákveðið svæði á Reykjanesi hefjist eldgos á svæðinu, að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Líklegt er að það gildi einungis í um hálftíma eftir upphaf goss, en eftir það er það í höndum flugfélaganna að taka ákvörðun.

Óróapúls hefur mælst suður af Keili í dag að því er Veðurstofan hefur tilkynnt, en eldgos er ekki hafið. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að hefjist gosið muni svæði þar sem óheimilt verður að fljúga mögulega ná yfir Keflavíkurflugvöll eða Reykjavíkurflugvöll, en það eigi eftir að koma í ljós.

„Það er myndaður ákveðinn hringur í kringum eldstöðina í afmarkaðan tíma,“ segir Guðjón. „Það yrði líklega ekki mikið lengra en hálftími, eða sá tími sem tekur Veðurstofuna að gefa út öskuspá. Þegar hún er komin út er það ákvörðun flugfélaganna hvað þau gera, hvort þau fljúgi yfir svæið eða ekki. Það er atburðarásin sem fer í gang og svo erum við að tryggja okkar innviði og verja okkar rekstur. Það er okkar verkefni.“

Aðspurður segir Guðjón að fylgst verði með áhrifum goss í framhaldinu. „Ef þetta er hraungos getur sú staða komið upp að hraunið valdi samgöngutruflunum ef vegir fara í sundur eða eitthvað slíkt,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár