Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ákvörðun flugfélaga hvort flug raskast

Hefj­ist eld­gos mun verða óheim­ilt að fljúga yf­ir ákvæð­ið svæði í um hálf­tíma til klukku­tíma. Eft­ir það er það í hönd­um flug­fé­laga hvernig flugi verð­ur hátt­að.

Ákvörðun flugfélaga hvort flug raskast
Keflavíkurflugvöllur Flugfélög munu taka ákvörðun um flug yfir eldstöðvar, að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Mynd: Shutterstock

Tímabundið verður óheimilt að fljúga yfir ákveðið svæði á Reykjanesi hefjist eldgos á svæðinu, að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Líklegt er að það gildi einungis í um hálftíma eftir upphaf goss, en eftir það er það í höndum flugfélaganna að taka ákvörðun.

Óróapúls hefur mælst suður af Keili í dag að því er Veðurstofan hefur tilkynnt, en eldgos er ekki hafið. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að hefjist gosið muni svæði þar sem óheimilt verður að fljúga mögulega ná yfir Keflavíkurflugvöll eða Reykjavíkurflugvöll, en það eigi eftir að koma í ljós.

„Það er myndaður ákveðinn hringur í kringum eldstöðina í afmarkaðan tíma,“ segir Guðjón. „Það yrði líklega ekki mikið lengra en hálftími, eða sá tími sem tekur Veðurstofuna að gefa út öskuspá. Þegar hún er komin út er það ákvörðun flugfélaganna hvað þau gera, hvort þau fljúgi yfir svæið eða ekki. Það er atburðarásin sem fer í gang og svo erum við að tryggja okkar innviði og verja okkar rekstur. Það er okkar verkefni.“

Aðspurður segir Guðjón að fylgst verði með áhrifum goss í framhaldinu. „Ef þetta er hraungos getur sú staða komið upp að hraunið valdi samgöngutruflunum ef vegir fara í sundur eða eitthvað slíkt,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár