Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar

Krist­ín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vökt­un­ar á Veð­ur­stofu Ís­lands, var­ar við því að enn stærri skjálfti, yf­ir 6, gæti kom­ið í kjöl­far­ið á skjálfta­hrin­unni á Reykja­nesi.

Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Bláfjöll Óþægilega rólegt hefur verið í skjálftavirkni milli Bláfjalla og Kleifarvatns og óttast er að þar sé að magnast upp spenna í jarðskorpunni. Mynd: Shutterstock

Hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu að tryggja „að það sé ekkert sem getur dottið ofan á börnin okkar, eða dottið ofan á okkur þegar við sofum“.

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir hættustigi á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu vegna hrinunnar.

Bæði eru líkur á áframhaldandi eftirskjálftum í hrinunni á Reykjanesskaga og svo möguleiki á því að svokallaður Brennisteinsfjallaskjálfti geti orðið í kjölfarið.

„Það sem er óþægilegt í öllu þessu er að svæðið á milli Kleifarvatns og Bláfjalla hefur verið svo til skjálftalaust allt síðasta ár. Og við vitum að þar hafa stærstu skjálftarnir komið, allt að 6,5, svokallaðir Brennisteinsfjallaskjálftar,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunarinnar, í samtali við hádegisfréttir RÚV

„Síðasti slíkur skjálfti var 1968 og við vitum að þar geta komið ennþá öflugri skjálftar heldur en við höfum verið að mæla í morgun og það er spurning hvernig aðdragandinn að slíkum skjálfta verður. Ætli hann komi svona óforvarandis, eða í kjölfar svona hrinu eins og við erum að sjá núna? Þannig að því miður þá held ég að við þurfum að búa okkur undir að það sé áframhaldandi óstöðugleiki allavega næstu daga.“

Engar skýrar vísbendingar eru um að hraunrennsli sé á leið upp á yfirborðið vegna skjálftanna sem áttu upptök sín nærri Fagradalsfjalli, skammt frá Grindavík, þar sem óttast hefur verið að eldgos sé yfirvofandi vegna skjálftavirkni síðustu misserin. Skjálftarnir í dag hafa verið sniðgengisskjálftar, þar sem flekar nuddast saman, frekar en gliðnunarskjálftar sem opna jarðskorpuna fyrir kviku.

Klukkan 12.37 í dag kom 43. jarðskjálftinn yfir 3 að stærð, þá 5 að stærð samkvæmt frumniðurstöðum, 5,7 kílómetrum norðaustan við Krýsuvík, eða við Kleifarvatn. 

Að sögn Kristínar voru flestir skjálftarnir í morgun á um 7 kílómetra dýpi. Meldingar um nýja gufubólstra og gasútstreymi hafa borist Veðurstofunni, meðal annars á Höskuldarvöllum, en talið er að þeir hafi verið til staðar áður. „Við erum ekki með neitt í höndunum á þessari stundu um að jarðhitavirkni hafi aukist,“ segir hún.

Farið verður yfir stöðuna með Almannavörnum í framhaldinu og metin hætta á áframhaldandi skjálftavirkni. „Við þurfum að gera ráð fyrir því að það sé óstöðugleiki núna á þessu svæði,“ segir Kristín.

Skjálftum í Brennisteinsfjöllum er lýst í annálum sem birtir eru á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem Páll Einarsson jarðfræðingur tók saman vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesskaga.

Þar segir frá skjálfta nærri Brennisteinsfjöllum árið 1929:

„Hinn 23. júlí varð stærsti skjálfti sem vitað er að hafi orðið á Reykjanesskaga. Upptök hans voru nálægt Brennisteinsfjöllum, líklega á hinu svokallaða Hvalhnúksmisgengi. Stærðin var 6, 3 og skjálftinn fannst víða um land og olli umtalsverðu tjóni í Reykjavík og nágrenni.“

Öðrum skjálfta, árið 1968, er þannig lýst: „Jarðskjálfti af stærðinni 6,0 varð 5. desember og átti hann upptök í Brennisteinsfjöllum, líklega á Hvalhnúksmisgenginu, líkt og skjálftinn 1929.  Brotlausn hans sýnir að hann varð vegna hægri handar sniðgengishreyfinga á misgengi með N-S stefnu. Skjálftinn fannst víða og olli minniháttar tjóni í Reykjavík.“

GrjóthrunGrjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum hafa sést á svæðinu. Áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug yfir Reykjanes til að kanna aðstæður.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár