Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar

Krist­ín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vökt­un­ar á Veð­ur­stofu Ís­lands, var­ar við því að enn stærri skjálfti, yf­ir 6, gæti kom­ið í kjöl­far­ið á skjálfta­hrin­unni á Reykja­nesi.

Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Bláfjöll Óþægilega rólegt hefur verið í skjálftavirkni milli Bláfjalla og Kleifarvatns og óttast er að þar sé að magnast upp spenna í jarðskorpunni. Mynd: Shutterstock

Hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu að tryggja „að það sé ekkert sem getur dottið ofan á börnin okkar, eða dottið ofan á okkur þegar við sofum“.

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir hættustigi á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu vegna hrinunnar.

Bæði eru líkur á áframhaldandi eftirskjálftum í hrinunni á Reykjanesskaga og svo möguleiki á því að svokallaður Brennisteinsfjallaskjálfti geti orðið í kjölfarið.

„Það sem er óþægilegt í öllu þessu er að svæðið á milli Kleifarvatns og Bláfjalla hefur verið svo til skjálftalaust allt síðasta ár. Og við vitum að þar hafa stærstu skjálftarnir komið, allt að 6,5, svokallaðir Brennisteinsfjallaskjálftar,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunarinnar, í samtali við hádegisfréttir RÚV

„Síðasti slíkur skjálfti var 1968 og við vitum að þar geta komið ennþá öflugri skjálftar heldur en við höfum verið að mæla í morgun og það er spurning hvernig aðdragandinn að slíkum skjálfta verður. Ætli hann komi svona óforvarandis, eða í kjölfar svona hrinu eins og við erum að sjá núna? Þannig að því miður þá held ég að við þurfum að búa okkur undir að það sé áframhaldandi óstöðugleiki allavega næstu daga.“

Engar skýrar vísbendingar eru um að hraunrennsli sé á leið upp á yfirborðið vegna skjálftanna sem áttu upptök sín nærri Fagradalsfjalli, skammt frá Grindavík, þar sem óttast hefur verið að eldgos sé yfirvofandi vegna skjálftavirkni síðustu misserin. Skjálftarnir í dag hafa verið sniðgengisskjálftar, þar sem flekar nuddast saman, frekar en gliðnunarskjálftar sem opna jarðskorpuna fyrir kviku.

Klukkan 12.37 í dag kom 43. jarðskjálftinn yfir 3 að stærð, þá 5 að stærð samkvæmt frumniðurstöðum, 5,7 kílómetrum norðaustan við Krýsuvík, eða við Kleifarvatn. 

Að sögn Kristínar voru flestir skjálftarnir í morgun á um 7 kílómetra dýpi. Meldingar um nýja gufubólstra og gasútstreymi hafa borist Veðurstofunni, meðal annars á Höskuldarvöllum, en talið er að þeir hafi verið til staðar áður. „Við erum ekki með neitt í höndunum á þessari stundu um að jarðhitavirkni hafi aukist,“ segir hún.

Farið verður yfir stöðuna með Almannavörnum í framhaldinu og metin hætta á áframhaldandi skjálftavirkni. „Við þurfum að gera ráð fyrir því að það sé óstöðugleiki núna á þessu svæði,“ segir Kristín.

Skjálftum í Brennisteinsfjöllum er lýst í annálum sem birtir eru á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem Páll Einarsson jarðfræðingur tók saman vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesskaga.

Þar segir frá skjálfta nærri Brennisteinsfjöllum árið 1929:

„Hinn 23. júlí varð stærsti skjálfti sem vitað er að hafi orðið á Reykjanesskaga. Upptök hans voru nálægt Brennisteinsfjöllum, líklega á hinu svokallaða Hvalhnúksmisgengi. Stærðin var 6, 3 og skjálftinn fannst víða um land og olli umtalsverðu tjóni í Reykjavík og nágrenni.“

Öðrum skjálfta, árið 1968, er þannig lýst: „Jarðskjálfti af stærðinni 6,0 varð 5. desember og átti hann upptök í Brennisteinsfjöllum, líklega á Hvalhnúksmisgenginu, líkt og skjálftinn 1929.  Brotlausn hans sýnir að hann varð vegna hægri handar sniðgengishreyfinga á misgengi með N-S stefnu. Skjálftinn fannst víða og olli minniháttar tjóni í Reykjavík.“

GrjóthrunGrjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum hafa sést á svæðinu. Áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug yfir Reykjanes til að kanna aðstæður.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár