„Hamingjan er innra með okkur og við þurfum að taka ákvörðun um að vera hamingjusöm. Að njóta velgengni gerir mann ekki sjálfkrafa hamingjusaman. Hamingjan snýst að svo stórum hluta um að vera sáttur – sáttur við sjálfan sig og þakklátur fyrir allt það góða í kringum sig.
Hamingjan er að vera í núinu og veita eftirtekt öllum litlu hlutunum í lífi manns; litlu kraftaverkunum sem maður tekur oft sem sjálfsögðum hlut en eru svo stórar gjafir. Að vakna heilbrigð og í raun að vakna á hverjum degi er kraftaverk.“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að það að eiga sér tilgang í lífinu sé líka stór partur af því að vera hamingusöm. „Við eigum okkur mörg hlutverk og tilgang en ef maður áttar sig á hvað er manni mikilvægast þá er auðveldara að forgangsraða rétt sem veitir manni meiri hamingju. Ég fékk góða spurningu í markþjálfunarnáminu mínu fyrir mörgum árum, sem var eitthvað …
Athugasemdir