299. spurningaþraut: Blaðamaður, geimverur, hringanóri, Sumarliði

299. spurningaþraut: Blaðamaður, geimverur, hringanóri, Sumarliði

Þraut gærdagsins! Svo getiði rakið ykkur 298 daga aftur í tímann.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir þessi vinsæla söngkona, sem sjá má á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Margir rithöfundar hafa fengist við blaðamennsku og þar á meðal margir Nóbelsverðlaunahafar. Árið 2015 fékk hreinræktaður blaðamaður svo loks verðlaunin. Hver var sá?

2.  Hvaða líffæri er það sem heitir „appendix“ á enskri tungu?

3.   Í hvaða landi er borgin Antwerpen?

4.   Hvað er hringanóri?

5.   Jóhanna Bogadóttir heitir íslenskur listamaður. Hvaða listgrein fæst hún við?

6.   Denis Villeneuve er kanadískur kvikmyndastjóri sem frumsýndi árið 2016 vinsæla og athyglisverða bíómynd um komu geimvera til jarðarinnar. Geimfar þeirra líktist helst stórri skel sem hékk upp á rönd svolítið yfir yfirborði Jarðar. Hvað hét þessi mynd?

7.   Hver samdi tónlistina í þessari mynd?

8.   Hvar var upphaflegt valdasvæði Sturlunga á Sturlungaöld?

9.   Hvað hét eiginkona Jóns Sigurðssonar sjálfstæðishetju fullu nafni?

10.   Sumarliði Ísleifsson fékk fyrir fáeinum vikum Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis. Bókin heitir „Í fjarska“ og svo koma fáein orð í viðbót. Um hvað snýst bókin? — og hér þarf ekki mjög nákvæmt svar. 

***

Seinni aukaspurning:

Útlínur hvaða lands má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Svetlana Alexievich — annaðhvort af nöfnum hennar dugar.

2.   Botnlangi.

3.   Belgíu.

4.   Selategund.

5.   Myndlist.

6.   Arrival.

7.    Jóhann Jóhannsson. Hér má heyra brot úr verki hans í þessari mynd.

8.   Dalasýsla.

9.   Ingibjörg Einarsdóttir.

10.   Bókin fjallar um viðhorf útlendinga til Íslands og Grænlands fyrr á öldum. Í þetta sinn dugar eiginlega að nefna Grænland til að fá rétt.

***

Svör við aukaspurningum:

Söngkonan heitir Ariana Grande.

Landið er Rúmenía. 

***

Hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár