Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

299. spurningaþraut: Blaðamaður, geimverur, hringanóri, Sumarliði

299. spurningaþraut: Blaðamaður, geimverur, hringanóri, Sumarliði

Þraut gærdagsins! Svo getiði rakið ykkur 298 daga aftur í tímann.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir þessi vinsæla söngkona, sem sjá má á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Margir rithöfundar hafa fengist við blaðamennsku og þar á meðal margir Nóbelsverðlaunahafar. Árið 2015 fékk hreinræktaður blaðamaður svo loks verðlaunin. Hver var sá?

2.  Hvaða líffæri er það sem heitir „appendix“ á enskri tungu?

3.   Í hvaða landi er borgin Antwerpen?

4.   Hvað er hringanóri?

5.   Jóhanna Bogadóttir heitir íslenskur listamaður. Hvaða listgrein fæst hún við?

6.   Denis Villeneuve er kanadískur kvikmyndastjóri sem frumsýndi árið 2016 vinsæla og athyglisverða bíómynd um komu geimvera til jarðarinnar. Geimfar þeirra líktist helst stórri skel sem hékk upp á rönd svolítið yfir yfirborði Jarðar. Hvað hét þessi mynd?

7.   Hver samdi tónlistina í þessari mynd?

8.   Hvar var upphaflegt valdasvæði Sturlunga á Sturlungaöld?

9.   Hvað hét eiginkona Jóns Sigurðssonar sjálfstæðishetju fullu nafni?

10.   Sumarliði Ísleifsson fékk fyrir fáeinum vikum Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis. Bókin heitir „Í fjarska“ og svo koma fáein orð í viðbót. Um hvað snýst bókin? — og hér þarf ekki mjög nákvæmt svar. 

***

Seinni aukaspurning:

Útlínur hvaða lands má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Svetlana Alexievich — annaðhvort af nöfnum hennar dugar.

2.   Botnlangi.

3.   Belgíu.

4.   Selategund.

5.   Myndlist.

6.   Arrival.

7.    Jóhann Jóhannsson. Hér má heyra brot úr verki hans í þessari mynd.

8.   Dalasýsla.

9.   Ingibjörg Einarsdóttir.

10.   Bókin fjallar um viðhorf útlendinga til Íslands og Grænlands fyrr á öldum. Í þetta sinn dugar eiginlega að nefna Grænland til að fá rétt.

***

Svör við aukaspurningum:

Söngkonan heitir Ariana Grande.

Landið er Rúmenía. 

***

Hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu