297. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um minnst þekktu skáldsögu Halldórs Kiljans

297. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um minnst þekktu skáldsögu Halldórs Kiljans

Hér er hlekkur sem færir ykkur á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða firði er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir ferjan sem siglir (stundum) til Vestmannaeyja?

2.   Í hvaða heimsálfu er landið Djibouti?

3.   Gleðihljómsveit ein sem lengi var við Íslandi á Íslandi hét Dúmbo og ...?

4.   En önnur hljómsveit hét hins vegar BG og ...?

5.   Árið 2013 vann hljómsveitin Vök Músíktilraunir og hefur síðan haslað sér vel völl. Hvað heitir söngkona og meginsprauta hljómsveitarinnar?

6.   Hvað þarf fólk að vera gamalt til að geta boðið sig fram til forseta Íslands?

7.   Í hvaða landi er Salzburg?

8.   Hvað heitir höfuðborg Filippseyja?

9.   Í hvaða landi var Mary Robinson forsætisráðherra í tæp sjö ár á síðasta áratug síðustu aldar?

10.   Árið 1924 kom út á Íslandi skáldsaga eftir Halldór Kiljan Laxness, fyrsta bókin sem gefin var út undir því nafni, því fyrstu skáldsögu sína —Barn náttúrunnar — hafði hann gefið út undir nafninu Halldór frá Laxnesi. Þessa bók skrifaði Halldór í klaustri í Clervaux í Lúxembúrg, og hún þykir satt að segja heldur misheppnuð miðað við bestu bækur Halldórs sem síðar komu út. En hvað hét þessi æskusaga skáldsins?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir kötturinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Herjólfur.

2.   Afríku.

3.   Steini.

4.   Ingibjörg.

5.   Margrét Magnúsdóttir eða Margrét Rán.

Vök og Gus Gusflytja lagið Higher, Margrét Rán syngur

6.   35 ára.

7.   Austurríki.

8.   Manila.

9.   Írlandi.

10.   Undir Helgahnúk.

***

Svör við aukaspurningum:

Myndin efst er tekin í Arnarfirði. Fossinn Dynjandi er hvergi annars staðar.

Looney Tunes

Kötturinn heitir Sylvester eins og alkunna er.

***

Hér er svo hlekkurinn á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár