296. spurningaþraut: Nú þarf að þekkja óvenju mikið af filmstjörnum

296. spurningaþraut: Nú þarf að þekkja óvenju mikið af filmstjörnum

Þrautin frá því í gær, hér er hlekkur á hana!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða mæðgur eru hér í búðarferð? Og já, þið þurfið að hafa bæði nöfnin rétt!

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað heitir rússneski stjórnarandstæðingurinn sem nýlega var handtekinn við komuna við Rússlands eftir að hafa orðið fyrir eiturárás?

2.   En hvað hét rússneski stjórnarandstæðingurinn sem var skotinn til bana á brú einni í Moskvu árið 2015 rétt í þann mund að hann hafði hvatt til mótmæla gegn stríðsrekstri Rússa í Úkraínu?

3.   Notkun á Beaufort-skala hefur dregist saman að undanförnu, en var áður mjög útbreidd. Hvað var mælt á Beaufort-skala?

4.   Hver söng lagið In the Ghetto svo að eftir var tekið?

5.   Hvað þýðir orðið örfirisey?

6.   Hvaða flugfreyja eða flugþjónn hefur orðið ráðherra á Íslandi?

7.   Hvar í Bandaríkjunum er borgin Honolulu?

8.   Ein frægasta filmstjarna heimsins er fædd í Honolulu. Filmstjarna þessi er þó ekki bandarísk þótt hún hafi leikið í óteljandi bandarískum myndum. Fyrsta myndin sem filmstjarna þessi lék í var ástralska myndin Bush Christmas sem fjallar um fjölskyldu sem treystir á að veðhlaupahestur hennar bjargi fjárhagnum. Hvað heitir filmstjarna þessi?

9.   Einn Bandaríkjaforseti er fæddur í Honolulu. Hver mundi sá hafa verið?

10.   Geimför streyma nú til reikistjörnunnar Mars sem heitir — eins og allir vita — eftir rómverska stríðsguðinum. En hvað hét gríski stríðsguðinn sem Mars var að hluta byggður á?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða alþjóðlega filmstjarna hikaði ekki við að koma fram í þessum skemmtilega búningi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Navalny.

2.   Nemtsov.

3.   Vindstig, vindstyrkur.

4.   Elvis Presley.

5.   Eyja sem tengd er við land með tanga, sem fer undir sjó á flóði.

6.   Jóhanna Sigurðardóttir.

7.   Á Havaí-eyjum.

8.   Nicole Kidman.

9.   Obama.

10.   Ares.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru Isabella Rossilini og Ingrid Bergman.

Á neðri myndinni er Sean sálugi Connery.

***

Og hér er hlekkur á hana, þrautina frá því í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár