Jæja, þá er það fyrst hlekkur á þrautina frá í gær. Hér er hann.
***
Fyrri aukaspurning:
Hver gaf öllum vinum sínum karton af Chesterfield í jólagjöf, að minnsta kosti ef eitthvað var að marka þessa auglýsingu?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða ár kom Coca Cola fyrst á markað: 1886, 1896, 1906 eða 1916?
2. Í Biblíunni segir meðal annars frá því að Ísraelsmenn voru herleiddir til ... ja, til hvaða borgar voru þeir fluttir?
3. Í hvaða landi er borgin Turku?
4. Árið 1986 sendi kvennahljómsveitin Bangles frá sér lag sem varð geysi vinsælt. Það fjallaði um hvernig á að ganga í stíl ... hverra?
5. Hvaða eyja skiptist í tvennt milli sjálfstæðs ríkis í suðri og svo annars svæðis í norðri sem er í orði kveðnu líka sjálfstætt ríki, en það er þó aðeins eitt annað ríki sem viðurkennir það?
6. Fyrir hvaða flokk situr Oddný Harðardóttir á Alþingi Íslendinga?
7. Hver mælti, þegar hart var sótt að honum í Örlygsstaðabardaga: „Og nú vinna smádjöflar á mér?“
8. Carl Barks hét teiknari einn bandarískur. Hvað var hann frægur fyrir að teikna?
9. Hver söng lagið Please Don't Hate Me?
10. Íslensk leikkona fór með töluvert stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Djöflar Da Vincis eða Da Vinci's Devils árin 2013-2015. Árið 2019 lét hún svo í annarri þáttaröð í útlöndum, sú heitir See. En hvað heitir leikkonan?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða dýr er á myndinni hér að neðan?

***
Svör við aðalspurningum:
1. 1886.
2. Babýlon.
3. Finnlandi.
4. Egifta.
5. Kýpur.
6. Samfylkinguna.
7. Sturla Sighvatsson.
8. Andrés Önd.
9. Lay Low.
10. Hera Hilmar, Hilmarsdóttir.
***
Svör við aukaspurningunum tveim.

Á efri myndinni má líta Ronald Reagan auglýsa sígarettur
Á neðri myndinni er sækýr.
***
Og jæja, þá er það að lokum hlekkur á þrautina frá í gær. Hér er hann.
Athugasemdir