Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

300. spurningaþraut: Þríeyki, þrenningar og tríó

300. spurningaþraut: Þríeyki, þrenningar og tríó

Hér er þraut 299!

***

Í tilefni af því að þetta er 300. spurningaþrautin snúast allar spurningarnar um þríeyki af ýmsu tagi. Og fyrri aukaspurning er þessi:

Á myndinni hér að ofan má sjá hvaða tríó?

***

Aðalspurningar:

1.   Ripp, Rapp og Rupp heita systursynir Andrésar Andar á dönsku. En hvað heita þeir á ensku?

2.   Kasper, Jesper og Jónatan; hvar kemur þetta þríeyki við sögu?

3.   „Hvenær munum við þrjár hittast næst?“ Hverjar spyrja svo?

4.   Athos, Portos og Aramis — hvaða þríeyki er þetta?

5.   Hermione, Ron og Harry. Hver eru eftirnöfn þessara þremenninga? Hafa verður þau öll þrjú rétt.

6.   Skarphéðinn Njálsson var einlægt á ferð með tveimur bræðra sinna. Hvað hétu þeir?

7.   Árið 60 fyrir Krist stofnuðu þrír metorðagjarnir valdamenn í Róm svonefnt „þrístjóraveldið fyrra“ og lofuðu þremenningarnir að hjálpast að við að ota hver sínum tota. Tveir þessara þremenninga voru Caesar og Pompeius en hvað hét sá þriðji? Sá var ekki síst kunnur fyrir að vera forríkur.

8.    Geysivinsælt tríó starfaði kringum aldamótin 2000. Um nokkrar mannabreytingar var að ræða í tríóinu en vinsælast var tríóið þegar þessar þrjár störfuðu þar saman: Beyoncé Knowles, Kelly Rowland og Michelle Williams. Hvað hét tríóið?

9.   Melkíor, Kaspar og Baltasar eru nöfn sem stundum eru notuð um þrjá menn sem enginn veit í raun og veru hvað hétu. Hverjir voru þeir?

10.   Þegar Leikfélag Reykjavíkur setti upp leikritið Þið munið hann Jörund kringum 1970 tróð þar upp tríó eitt á palli við hlið leiksviðsins, sem síðan starfaði með hléum í áratug eða svo. Hvað hét þetta tríó?

***

Síðari aukaspurning:

Allir vita að Clint Eastwood lék þann „góða“ (il buono) í þessari frægu mynd Sergio Leone. En hverjir léku þann „vonda“ (il cattivo) og þann „ljóta“ (il brutto)? Nefnið að minnsta kosti annan leikarann.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Huey, Louie og Dewey.

2.   Í Kardimommubænum.

3.   Nornirnar þrjár í Makbeð eftir Shakespeare.

4.   Skytturnar þrjár í samnefndri sögu Dumas.

5.   Hermione Granger, Ron Weasley og Harry Potter.

6.   Helgi og Grímur.

7.   Crassus.

8.   Destiny's Child.

9.   Vitringarnir þrír.

10.   Þrjú á palli.

Þrjú á pallier þau komu saman í sjónvarpssal 2003.

***

Svör við aukaspurningum.

Tríóið á efri myndinni nefndist The Supremes

Þeir sem léku með Clint í The Good, The Bad and the Ugly voru Eli Wallach og Lee van Cleef.

Lokasenan í mynd Leone.Njótið hennar!

***

Hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár