300. spurningaþraut: Þríeyki, þrenningar og tríó

300. spurningaþraut: Þríeyki, þrenningar og tríó

Hér er þraut 299!

***

Í tilefni af því að þetta er 300. spurningaþrautin snúast allar spurningarnar um þríeyki af ýmsu tagi. Og fyrri aukaspurning er þessi:

Á myndinni hér að ofan má sjá hvaða tríó?

***

Aðalspurningar:

1.   Ripp, Rapp og Rupp heita systursynir Andrésar Andar á dönsku. En hvað heita þeir á ensku?

2.   Kasper, Jesper og Jónatan; hvar kemur þetta þríeyki við sögu?

3.   „Hvenær munum við þrjár hittast næst?“ Hverjar spyrja svo?

4.   Athos, Portos og Aramis — hvaða þríeyki er þetta?

5.   Hermione, Ron og Harry. Hver eru eftirnöfn þessara þremenninga? Hafa verður þau öll þrjú rétt.

6.   Skarphéðinn Njálsson var einlægt á ferð með tveimur bræðra sinna. Hvað hétu þeir?

7.   Árið 60 fyrir Krist stofnuðu þrír metorðagjarnir valdamenn í Róm svonefnt „þrístjóraveldið fyrra“ og lofuðu þremenningarnir að hjálpast að við að ota hver sínum tota. Tveir þessara þremenninga voru Caesar og Pompeius en hvað hét sá þriðji? Sá var ekki síst kunnur fyrir að vera forríkur.

8.    Geysivinsælt tríó starfaði kringum aldamótin 2000. Um nokkrar mannabreytingar var að ræða í tríóinu en vinsælast var tríóið þegar þessar þrjár störfuðu þar saman: Beyoncé Knowles, Kelly Rowland og Michelle Williams. Hvað hét tríóið?

9.   Melkíor, Kaspar og Baltasar eru nöfn sem stundum eru notuð um þrjá menn sem enginn veit í raun og veru hvað hétu. Hverjir voru þeir?

10.   Þegar Leikfélag Reykjavíkur setti upp leikritið Þið munið hann Jörund kringum 1970 tróð þar upp tríó eitt á palli við hlið leiksviðsins, sem síðan starfaði með hléum í áratug eða svo. Hvað hét þetta tríó?

***

Síðari aukaspurning:

Allir vita að Clint Eastwood lék þann „góða“ (il buono) í þessari frægu mynd Sergio Leone. En hverjir léku þann „vonda“ (il cattivo) og þann „ljóta“ (il brutto)? Nefnið að minnsta kosti annan leikarann.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Huey, Louie og Dewey.

2.   Í Kardimommubænum.

3.   Nornirnar þrjár í Makbeð eftir Shakespeare.

4.   Skytturnar þrjár í samnefndri sögu Dumas.

5.   Hermione Granger, Ron Weasley og Harry Potter.

6.   Helgi og Grímur.

7.   Crassus.

8.   Destiny's Child.

9.   Vitringarnir þrír.

10.   Þrjú á palli.

Þrjú á pallier þau komu saman í sjónvarpssal 2003.

***

Svör við aukaspurningum.

Tríóið á efri myndinni nefndist The Supremes

Þeir sem léku með Clint í The Good, The Bad and the Ugly voru Eli Wallach og Lee van Cleef.

Lokasenan í mynd Leone.Njótið hennar!

***

Hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár