Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

293. spurningaþraut: Frelsisstyttan, lotukerfið, brynvangar og Sigrit Ericksdóttir

293. spurningaþraut: Frelsisstyttan, lotukerfið, brynvangar og Sigrit Ericksdóttir

Hæhó. Hér er þrautin frá gærdeginum.

***

Fyrri aukaspurning.

Fyrir réttum 40 árum var frægt blokkahverfi í borg einni rifið niður. Þar hafði búið fátækt fólk um langt skeið. Þetta þótti merkilegur atburður og hljómsveit tróð meira að segja upp þegar niðurrifið hófst. Í hvaða borg gerðist þetta?

***

Hér eru aðalspurningarnar:

1.   Hver er eini fuglinn sem getur flogið aftur á bak?

2.   Senātus Rōmānus var einu sinni áhrifamikil stofnun og hefur ljáð nafn öðrum áhrifamiklum stofnunum. En hvað var Senātus Rōmānus?

3.   Hver lék Sigrit Ericksdóttir í kvikmynd Will Farrels um Eurovision þátttöku Íslendinga?

4.   Hvað heitir næstlengsta hvalategund heimshafanna á eftir steypireyði?

5.   Hvaða þjóð gaf Bandaríkjamönnum Frelsisstyttuna?

6.   Í hinu svonefnda „lotukerfi“ er raðað upp ... hverju?

7.   Inn af hvaða flóa gengur Hrútafjörður?

8.   Hvaða fyrirbæri eru brynvangar?

9.   Árið 1955 tók bandaríski flotinn í notkun kafbátinn USS Nautilus. Báturinn varð frægur þremur árum seinna þegar hann sigldi undir ísinn á norðurpólnum en tæknilega séð var kafbáturinn líka mjög merkilegur, því hann var fyrsti kafbátur sögunnar sem var ... hvað?

10.   Hvernig dýr var hin fyrsta Auðhumla?

***

Seinni aukaspurning er einföld: Hvaða fjall má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kólíbrífugl.

2.   Öldungaráðið í Rómaborg.

3.   Rachel McAdams.

4.   Langreyður.

5.   Frakkar.

6.   Frumefnum.

7.   Húnaflóa.

8.   Fiskar. Til þeirra teljast meðal annars karfar og hrognkelsi.

9.   Kjarnorkuknúinn.

10.   Kýr.

***

Svör við aukaspurningum:

Það var í Dublin á Írlandi sem Summerhill-blokkirnar voru rifnar niður 1981. Þið áttuð vitaskuld að fatta það með því að bera kennsl á The Edge, gítarleikara Dublin-hljómsveitarinnar U2. Hér má sjá hljómsveitina alla:

Fjallið á neðri myndinni er Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku.

***

Hér er gærdagsþrautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár