Hæhó. Hér er þrautin frá gærdeginum.
***
Fyrri aukaspurning.
Fyrir réttum 40 árum var frægt blokkahverfi í borg einni rifið niður. Þar hafði búið fátækt fólk um langt skeið. Þetta þótti merkilegur atburður og hljómsveit tróð meira að segja upp þegar niðurrifið hófst. Í hvaða borg gerðist þetta?
***
Hér eru aðalspurningarnar:
1. Hver er eini fuglinn sem getur flogið aftur á bak?
2. Senātus Rōmānus var einu sinni áhrifamikil stofnun og hefur ljáð nafn öðrum áhrifamiklum stofnunum. En hvað var Senātus Rōmānus?
3. Hver lék Sigrit Ericksdóttir í kvikmynd Will Farrels um Eurovision þátttöku Íslendinga?
4. Hvað heitir næstlengsta hvalategund heimshafanna á eftir steypireyði?
5. Hvaða þjóð gaf Bandaríkjamönnum Frelsisstyttuna?
6. Í hinu svonefnda „lotukerfi“ er raðað upp ... hverju?
7. Inn af hvaða flóa gengur Hrútafjörður?
8. Hvaða fyrirbæri eru brynvangar?
9. Árið 1955 tók bandaríski flotinn í notkun kafbátinn USS Nautilus. Báturinn varð frægur þremur árum seinna þegar hann sigldi undir ísinn á norðurpólnum en tæknilega séð var kafbáturinn líka mjög merkilegur, því hann var fyrsti kafbátur sögunnar sem var ... hvað?
10. Hvernig dýr var hin fyrsta Auðhumla?
***
Seinni aukaspurning er einföld: Hvaða fjall má sjá á myndinni hér að neðan?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Kólíbrífugl.
2. Öldungaráðið í Rómaborg.
3. Rachel McAdams.
4. Langreyður.
5. Frakkar.
6. Frumefnum.
7. Húnaflóa.
8. Fiskar. Til þeirra teljast meðal annars karfar og hrognkelsi.
9. Kjarnorkuknúinn.
10. Kýr.
***
Svör við aukaspurningum:
Það var í Dublin á Írlandi sem Summerhill-blokkirnar voru rifnar niður 1981. Þið áttuð vitaskuld að fatta það með því að bera kennsl á The Edge, gítarleikara Dublin-hljómsveitarinnar U2. Hér má sjá hljómsveitina alla:

Fjallið á neðri myndinni er Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku.
***
Athugasemdir