Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Leiðrétta greinina í stjórnarskrárfrumvarpinu

Grein sem gaf í skyn að milli­ríkja­samn­ing­ar gætu tal­ist fram­ar lands­lög­um hef­ur ver­ið breytt í nýrri uppp­rent­un á frum­varpi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur til breyt­inga á stjórn­ar­skrá.

Leiðrétta greinina í stjórnarskrárfrumvarpinu
Katrín Jakobsdóttir Ný uppprentun á frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá hefur verið birt. Mynd: Stjórnarráðið

Ný uppprentun á stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur verið birt á vef Alþingis. Um leiðréttingu er að ræða, en orðalagi um grein sem talin var hafa áhrif á samband landsréttar og þjóðréttar hefur verið breytt.

Stundin fjallaði nýlega um að orðalagið í þessari grein frumvarpsins gæfi í skyn að alþjóðlegar skuldbindingar færu framar íslenskum lögum. Að mati Bjarna Más Magnússonar, prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, myndi það marka tímamót, enda hafi því almennt verið öfugt farið.

Texti frumvarpsins hafði breyst frá frumvarpsdrögum sem Katrín kynnti síðasta sumar eftir samráðsferli með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna. Talað var í greininni um þjóðréttarsamninga „sem valda breytingum á landslögum“, en ekki þjóðréttarsamninga „sem horfa til breytinga á landslögum“ eins og í drögunum.

„Hér virðist gefið til kynna að aðild Íslands að þjóðaréttarsamningi valdi sjálfkrafa breytingum á landslögum, frekar en að slík aðild leiði til þess að breyta þurfi landslögum með aðgerðum löggjafans,“ sagði Bjarni Már í viðtali við Stundina um málið. „Hvorki núgildandi stjórnarskrá né önnur löggjöf inniheldur almennar reglur um hvernig tengslum lands- og þjóðaréttar er háttað.“

Í nýju uppprentuninni er orðalaginu hins vegar breytt á ný svo það er samhljóða frumvarpsdrögunum frá því síðasta sumar. 9. grein frumvarpsins er nú svona: „Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir, þar á meðal þjóðréttarsamninga sem horfa til breytinga á landslögum eða eru af öðrum ástæðum mikilvægir, skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“

Uppprentunin er merkt sem „leiðréttur texti“. Ekki er tekið fram hvað hafi valdið upphaflegu orðalagsbreytingunni, en engar skýringar á henni voru gefnar í greinargerð frumvarpsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár