Leiðrétta greinina í stjórnarskrárfrumvarpinu

Grein sem gaf í skyn að milli­ríkja­samn­ing­ar gætu tal­ist fram­ar lands­lög­um hef­ur ver­ið breytt í nýrri uppp­rent­un á frum­varpi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur til breyt­inga á stjórn­ar­skrá.

Leiðrétta greinina í stjórnarskrárfrumvarpinu
Katrín Jakobsdóttir Ný uppprentun á frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá hefur verið birt. Mynd: Stjórnarráðið

Ný uppprentun á stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur verið birt á vef Alþingis. Um leiðréttingu er að ræða, en orðalagi um grein sem talin var hafa áhrif á samband landsréttar og þjóðréttar hefur verið breytt.

Stundin fjallaði nýlega um að orðalagið í þessari grein frumvarpsins gæfi í skyn að alþjóðlegar skuldbindingar færu framar íslenskum lögum. Að mati Bjarna Más Magnússonar, prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, myndi það marka tímamót, enda hafi því almennt verið öfugt farið.

Texti frumvarpsins hafði breyst frá frumvarpsdrögum sem Katrín kynnti síðasta sumar eftir samráðsferli með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna. Talað var í greininni um þjóðréttarsamninga „sem valda breytingum á landslögum“, en ekki þjóðréttarsamninga „sem horfa til breytinga á landslögum“ eins og í drögunum.

„Hér virðist gefið til kynna að aðild Íslands að þjóðaréttarsamningi valdi sjálfkrafa breytingum á landslögum, frekar en að slík aðild leiði til þess að breyta þurfi landslögum með aðgerðum löggjafans,“ sagði Bjarni Már í viðtali við Stundina um málið. „Hvorki núgildandi stjórnarskrá né önnur löggjöf inniheldur almennar reglur um hvernig tengslum lands- og þjóðaréttar er háttað.“

Í nýju uppprentuninni er orðalaginu hins vegar breytt á ný svo það er samhljóða frumvarpsdrögunum frá því síðasta sumar. 9. grein frumvarpsins er nú svona: „Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir, þar á meðal þjóðréttarsamninga sem horfa til breytinga á landslögum eða eru af öðrum ástæðum mikilvægir, skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“

Uppprentunin er merkt sem „leiðréttur texti“. Ekki er tekið fram hvað hafi valdið upphaflegu orðalagsbreytingunni, en engar skýringar á henni voru gefnar í greinargerð frumvarpsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár