Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Leiðrétta greinina í stjórnarskrárfrumvarpinu

Grein sem gaf í skyn að milli­ríkja­samn­ing­ar gætu tal­ist fram­ar lands­lög­um hef­ur ver­ið breytt í nýrri uppp­rent­un á frum­varpi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur til breyt­inga á stjórn­ar­skrá.

Leiðrétta greinina í stjórnarskrárfrumvarpinu
Katrín Jakobsdóttir Ný uppprentun á frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá hefur verið birt. Mynd: Stjórnarráðið

Ný uppprentun á stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur verið birt á vef Alþingis. Um leiðréttingu er að ræða, en orðalagi um grein sem talin var hafa áhrif á samband landsréttar og þjóðréttar hefur verið breytt.

Stundin fjallaði nýlega um að orðalagið í þessari grein frumvarpsins gæfi í skyn að alþjóðlegar skuldbindingar færu framar íslenskum lögum. Að mati Bjarna Más Magnússonar, prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, myndi það marka tímamót, enda hafi því almennt verið öfugt farið.

Texti frumvarpsins hafði breyst frá frumvarpsdrögum sem Katrín kynnti síðasta sumar eftir samráðsferli með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna. Talað var í greininni um þjóðréttarsamninga „sem valda breytingum á landslögum“, en ekki þjóðréttarsamninga „sem horfa til breytinga á landslögum“ eins og í drögunum.

„Hér virðist gefið til kynna að aðild Íslands að þjóðaréttarsamningi valdi sjálfkrafa breytingum á landslögum, frekar en að slík aðild leiði til þess að breyta þurfi landslögum með aðgerðum löggjafans,“ sagði Bjarni Már í viðtali við Stundina um málið. „Hvorki núgildandi stjórnarskrá né önnur löggjöf inniheldur almennar reglur um hvernig tengslum lands- og þjóðaréttar er háttað.“

Í nýju uppprentuninni er orðalaginu hins vegar breytt á ný svo það er samhljóða frumvarpsdrögunum frá því síðasta sumar. 9. grein frumvarpsins er nú svona: „Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir, þar á meðal þjóðréttarsamninga sem horfa til breytinga á landslögum eða eru af öðrum ástæðum mikilvægir, skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“

Uppprentunin er merkt sem „leiðréttur texti“. Ekki er tekið fram hvað hafi valdið upphaflegu orðalagsbreytingunni, en engar skýringar á henni voru gefnar í greinargerð frumvarpsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár