Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

286. spurningaþraut: Tvær bækur með tveggja ára millibili um ofbeldi í Austurlandahraðlestinni!

286. spurningaþraut: Tvær bækur með tveggja ára millibili um ofbeldi í Austurlandahraðlestinni!

Þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Þetta var nú aldeilis frægt fólk hér á árum áður. Hvaða fólk er þetta sem þarna hefur lokið við hádegisverð í New York rétt upp úr 1970? Og já, þið þurfið að nefna þau bæði.

***

1.   Allir vita að himinninn er blár en þegar sólin er að setjast á vesturhimninum, þá verður svæðið í kringum sólina gjarnan bleikt eða rautt. En á einum fjarlægum stað er þetta raunar þveröfugt. Himinninn er þar yfirleitt rauðleitur en verður blár kringum sólina er hún sest. Hvaða staður er þetta?

2.   Í bandarísku fulltrúadeildinni situr fjöldi þingmanna. Nokkrir fulltrúar sitja þar án atkvæðisréttar — fulltrúar annarra svæða en hinna hefðbundnu ríkja — en hve margir eru hinir fullgildu fulltrúar þegar hvert sæti er skipað? Hér er gefið svigrúm upp á 15 þingmenn til eða frá.

3.   Með hvaða tríói söng Helgi Pétursson lengi?

4.   Hver skrifaði skáldsöguna Morðið í Austurlandahraðlestinni árið 1934?

5.    Tveimur árum áður kom út önnur bók um morð og ódæði í Austurlandahraðlestinni sem enskur höfundur skrifaði. Stamboul Train hét sú bók. Höfundurinn þótti með skárri höfundum á Englandi á 20. öld, þótt nú séu bækur þessa höfundar líklega ekki mikið lesnar. Það eru verk eins og Okkar maður í Havana, Hægláti Ameríkumaðurinn, Brighton Rock. Hvað hét þessi höfundur?

6.   Hvað heitir það ferli sem plöntur nota til að vinna sér fæðu úr sólarbirtu?

7.   Nicomar-eyjar heitir lítill og afskekktur eyjaklasi í Indlandshafi, beint í suður af Andaman-eyjum. Þar hefur fólk búið frá örófi en um 1750 komu útsendarar frá Evrópuríki einu og gerðu Nicomar-eyjar að útibúi lítillar nýlendu sem þetta Evrópuríki átti á austurströnd Indlands og hét þá Trankebar. Meðan þetta ónefnda ríki réði eyjunum kölluðust þær Friðrikseyjar. Um miðjan nítjándu öld voru engir íbúar eftir, enda hafði malaría geisað stjórnlaust á eyjunum. Bretland tók þá við eyjunum af fyrrnefndu Evrópuríki sem var fegið að losna við þær. Hvaða ríki réði þessum eyjum í rúm 100 ár?

8.   Tveir íslenskir karlar hafa verið á mála hjá enska fótboltaliðinu Liverpool — fullorðinsliðinu — þótt hvorugur hafi náð svo langt að leika fyrir aðallið félagsins. Nefnið annan þeirra.

9.   Hvað hét ferjan sem fór milli Reykjavíkur og Akraness?

10.   Í hvaða borg er sívali turn?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er myndin hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Á reikistjörnunni Mars.

2.   Þingmennirnir eru 435 svo rétt er allt frá 420 til 450.

3.   Ríó tríóinu.

4.   Agatha Christie.

5.   Graham Greene.

6.   Ljóstillífun.

7.   Danmörk.

8.   Haukur Ingi Guðnason og Guðlaugur Victor Pálsson.

9.   Akraborg.

10.   Kaupmannahöfn.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru Andy Warhol listamaður og Bianca Jagger baráttukona og frægðarfrú.

Neðri myndinni eru myndinni Frozen.

***

Og loks hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár