Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nikkelmengun mælist langt yfir heilsuverndarmörkum í íbúð á gamla varnarsvæðinu

Sýni sem Stund­in tók sýndi meira en níu sinn­um meira magn þung­málms­ins nikk­els en leyfi­legt er á Ás­brú í Reykja­nes­bæ.

Nikkelmengun mælist langt yfir heilsuverndarmörkum í íbúð á gamla varnarsvæðinu
Um 3.500 manns búa þar á Ásbrúarsvæðinu, þar af 700 manns 18 ára og yngri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vatnssýni sem Stundin tók á heimili leigjenda á Ásbrú, áður þekkt sem varnarsvæði Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli, sýndi að magn þungmálmsins nikkels, sem safnast saman í mannslíkamanum, greindist nífalt yfir heilsuverndarmörkum.

Sýnatakan var hluti af rannsókn Stundarinnar á gæðum drykkjarvatns í byggðinni sem Bandaríkjaher reisti. Stundin hefur áður greint frá blýmengun í drykkjarvatni í grunnskólanum á svæðinu. Þrátt fyrir að hún mælist undir heilsuverndarmörkum er talið að ekkert magn blýs sé öruggt fyrir börn. Það getur haft alvarleg, óafturkræf áhrif á heilsu fólks og sérstaklega börn. 

Áður óbirt rannsóknargögn á blýmengun á varnarsvæðinu frá árunum 1996 til 1999 sýna að magn blýs í vatninu var allt að tvö þúsund sinnum meira en leyfilegt er þegar verst var. Ástæða þungmálamengunarinnar er að við framkvæmdir á svæðinu notuðu verktakar blý við lagningu vatnslagna á svæðinu. Stundin framkvæmdi sýnatökuna í samstarfi við Lárus Rúnar Ástvaldsson umhverfisverkfræðing, sem vann meðal annarra að sýnatökum Bandaríkjahers á svæðinu undir lok síðustu aldar.

Blý var ekki það eina sem kom fram í niðurstöðum sýnatöku Stundarinnar og Lárusar, heldur fannst umtalsvert magn af nikkeli í einu sýnanna sem Stundin tók.

ÁsbrúÞungmálmamengun í drykkjarvatninu á varnarsvæði Bandaríkjahers mældist gífurleg. Enn eimir eftir af henni.

Nikkel finnst í miklu magni

Stundin tók nokkur vatnssýni á Ásbrúarsvæðinu og sýndu þau að ekki var bara blýmengun á svæðinu.

Stundin tók sjö sýni á svæðinu. Í tveimur sýnanna var magn þungmálmsins nikkels helmingur þess sem heimilt er samkvæmt opinberum heilsuverndarmörkum. Í einu sýnanna mældist það hins vegar langt yfir mörkum. Leyfilegt magn nikkels í drykkjarvatni er 20 ug/L, en niðurstöðu sýnatöku Stundarinnar mældi 185,5 ug/L, sem er um nífalt meira en leyfilegt er. Í því magni getur nikkel haft áhrif á heilsu fólks, þá sérstaklega fólk með nikkel ofnæmi. Einnig hafa rannsóknir, sem voru gerðar á dýrum, sýnt að nikkel hefur skaðleg áhrif á heilsu þeirra. Má þar nefna helst fósturlát, minni framleiðslu sæðisfruma og krabbamein. Samkvæmt ítarlegri rannsókn matvælastofnunar Evrópu kemur fram að líkaminn geymi frekar nikkel í líkamanum sé þungamálmurinn í vatni frekar en í mat.

Vatnslagnir ástæða mengunarinnar

Ástæðan fyrir þessari þungmálmamengun á Ásbúrarsvæðinu er vatnslagnir, bæði í jörðu og innanhúss, sem hermálayfirvöld lögðu á þeim tíma þegar herstöðin var í notkun.

Herinn vissi af menguninni á sínum tíma. Fyrstu sýnin sem sýndu þungmálmamengun í drykkjarvatni voru tekin 1996, en ekki var brugðist við menguninni fyrr en þremur árum seinna, eða 1999. Ekki er vitað hvort herinn vissi af þungmálmamengun fyrir þann tíma. Voru því hermenn og fjölskyldur þeirra að drekka vatn í langan tíma sem var mengað af þungmálmum. Þá unni margir Íslendingar á herstöðinni sem einnig drukku vatnið.

Því er rétt að taka fram að nikkel- og blýmengunin á Ásbrú tengist ekki vatnsbóli eða meginlögnum á svæðinu.

Leigjendum brugðið við niðurstöðunum

Sýnið sem Stundin tók, sem sýndi gífurlega hátt magns Nikkels í drykkjarvatni, var tekið í einum af leiguíbúðum fyrirtækisins Heimstaden. Fyrirtækið hét áður Heimavellir, en það skipti um nafn nýverið. Félagið rekur á annað þúsund leiguíbúða á landinu.

Í samtali við Stundina sagði leigjandinn að honum var brugðið við niðurstöðurnar, en á heimilinu eru tvö ung börn. Munu þau ræða við lækni á næstu dögum til að sjá hvort þessar niðurstöður hafi einhver áhrif á heilsu barna þeirra. 

Segir að það þurfi að taka mun fleiri sýni á svæðinu

Eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu herstöðina hafa fá sýni verið tekin til að fá heildarmynd á gæði drykkjarvatns á svæðinu. Þrátt litla sýnatöku eru vísbendingar um að víða um svæðið séu ennþá lagnir sem menga drykkjarvatn með þungmálmum.

Árið 2009 hóf Lárus Rúnar Ástvaldsson mælingar á blýi í neysluvatni. Ástæða þessara mælinga var mastersritgerð hans í umhverfis- og byggingarverkfræðideild við Háskóla Íslands. Snerist hún um hvort blý myndist finnast í drykkjarvatni Íslendinga. Reynsla Lárusar í þessum málaflokki er mikil, en hann vann meðal annars við vatnamælingar hjá bandaríska hernum og hlaut þjálfun til þess í Texas í Bandaríkjunum. Lárus starfaði á árunum 1997 til 2005 hjá hernum. Vissi hann því af ástandinu sem skapaðist vegna blýmengunar á varnarsvæðinu á sínum tíma og tók sjálfur mörg þeirra sýna sem sýndu hættulega mikið magn af blýi á svæðinu. Lárus vildi vita hvort þessi mengun væri enn til staðar eftir að herinn fór í aðgerðir til að stemma stigu við blýmenguninni.

„Það er nauðsynlegt að fleiri sýni séu tekin til að komast að þessu.“
Lárus Rúnar Ástvaldsson umhverfisverkfræðingur

Niðurstöðurnar sýndu að þrátt fyrir að herinn hefði farið í umtalsverðar aðgerðir á svæðinu til að ná niður blýmenguninni, var blý enn að mælast í drykkjarvatninu. Lárus bendir á að sá litli fjöldi af sýnum sem hefur verið tekinn eftir að herinn fór sé ekki nóg. Hann segir að það þurfi að taka mun fleiri sýni á svæðinu til að komast að því hvar vatnslagnir, sem innihalda blý, séu nákvæmlega staðsettar svo hægt sé að bregðast við því og upplýsa íbúa svæðisins um ástandið. „Það er augljóst að blý var notað af hernum og að blýið er enn þá til staðar í veitukerfinu. Spurningin er bara hvar. Það er nauðsynlegt að fleiri sýni séu tekin til að komast að þessu.“

Þetta er í samræmi við skýrslu heilbrigðiseftirlits Suðurnesja árið 2008: „Nauðsynlegt er að fylgjast með lögnum og neysluvatni á svæðinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár