Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nikkelmengun mælist langt yfir heilsuverndarmörkum í íbúð á gamla varnarsvæðinu

Sýni sem Stund­in tók sýndi meira en níu sinn­um meira magn þung­málms­ins nikk­els en leyfi­legt er á Ás­brú í Reykja­nes­bæ.

Nikkelmengun mælist langt yfir heilsuverndarmörkum í íbúð á gamla varnarsvæðinu
Um 3.500 manns búa þar á Ásbrúarsvæðinu, þar af 700 manns 18 ára og yngri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vatnssýni sem Stundin tók á heimili leigjenda á Ásbrú, áður þekkt sem varnarsvæði Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli, sýndi að magn þungmálmsins nikkels, sem safnast saman í mannslíkamanum, greindist nífalt yfir heilsuverndarmörkum.

Sýnatakan var hluti af rannsókn Stundarinnar á gæðum drykkjarvatns í byggðinni sem Bandaríkjaher reisti. Stundin hefur áður greint frá blýmengun í drykkjarvatni í grunnskólanum á svæðinu. Þrátt fyrir að hún mælist undir heilsuverndarmörkum er talið að ekkert magn blýs sé öruggt fyrir börn. Það getur haft alvarleg, óafturkræf áhrif á heilsu fólks og sérstaklega börn. 

Áður óbirt rannsóknargögn á blýmengun á varnarsvæðinu frá árunum 1996 til 1999 sýna að magn blýs í vatninu var allt að tvö þúsund sinnum meira en leyfilegt er þegar verst var. Ástæða þungmálamengunarinnar er að við framkvæmdir á svæðinu notuðu verktakar blý við lagningu vatnslagna á svæðinu. Stundin framkvæmdi sýnatökuna í samstarfi við Lárus Rúnar Ástvaldsson umhverfisverkfræðing, sem vann meðal annarra að sýnatökum Bandaríkjahers á svæðinu undir lok síðustu aldar.

Blý var ekki það eina sem kom fram í niðurstöðum sýnatöku Stundarinnar og Lárusar, heldur fannst umtalsvert magn af nikkeli í einu sýnanna sem Stundin tók.

ÁsbrúÞungmálmamengun í drykkjarvatninu á varnarsvæði Bandaríkjahers mældist gífurleg. Enn eimir eftir af henni.

Nikkel finnst í miklu magni

Stundin tók nokkur vatnssýni á Ásbrúarsvæðinu og sýndu þau að ekki var bara blýmengun á svæðinu.

Stundin tók sjö sýni á svæðinu. Í tveimur sýnanna var magn þungmálmsins nikkels helmingur þess sem heimilt er samkvæmt opinberum heilsuverndarmörkum. Í einu sýnanna mældist það hins vegar langt yfir mörkum. Leyfilegt magn nikkels í drykkjarvatni er 20 ug/L, en niðurstöðu sýnatöku Stundarinnar mældi 185,5 ug/L, sem er um nífalt meira en leyfilegt er. Í því magni getur nikkel haft áhrif á heilsu fólks, þá sérstaklega fólk með nikkel ofnæmi. Einnig hafa rannsóknir, sem voru gerðar á dýrum, sýnt að nikkel hefur skaðleg áhrif á heilsu þeirra. Má þar nefna helst fósturlát, minni framleiðslu sæðisfruma og krabbamein. Samkvæmt ítarlegri rannsókn matvælastofnunar Evrópu kemur fram að líkaminn geymi frekar nikkel í líkamanum sé þungamálmurinn í vatni frekar en í mat.

Vatnslagnir ástæða mengunarinnar

Ástæðan fyrir þessari þungmálmamengun á Ásbúrarsvæðinu er vatnslagnir, bæði í jörðu og innanhúss, sem hermálayfirvöld lögðu á þeim tíma þegar herstöðin var í notkun.

Herinn vissi af menguninni á sínum tíma. Fyrstu sýnin sem sýndu þungmálmamengun í drykkjarvatni voru tekin 1996, en ekki var brugðist við menguninni fyrr en þremur árum seinna, eða 1999. Ekki er vitað hvort herinn vissi af þungmálmamengun fyrir þann tíma. Voru því hermenn og fjölskyldur þeirra að drekka vatn í langan tíma sem var mengað af þungmálmum. Þá unni margir Íslendingar á herstöðinni sem einnig drukku vatnið.

Því er rétt að taka fram að nikkel- og blýmengunin á Ásbrú tengist ekki vatnsbóli eða meginlögnum á svæðinu.

Leigjendum brugðið við niðurstöðunum

Sýnið sem Stundin tók, sem sýndi gífurlega hátt magns Nikkels í drykkjarvatni, var tekið í einum af leiguíbúðum fyrirtækisins Heimstaden. Fyrirtækið hét áður Heimavellir, en það skipti um nafn nýverið. Félagið rekur á annað þúsund leiguíbúða á landinu.

Í samtali við Stundina sagði leigjandinn að honum var brugðið við niðurstöðurnar, en á heimilinu eru tvö ung börn. Munu þau ræða við lækni á næstu dögum til að sjá hvort þessar niðurstöður hafi einhver áhrif á heilsu barna þeirra. 

Segir að það þurfi að taka mun fleiri sýni á svæðinu

Eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu herstöðina hafa fá sýni verið tekin til að fá heildarmynd á gæði drykkjarvatns á svæðinu. Þrátt litla sýnatöku eru vísbendingar um að víða um svæðið séu ennþá lagnir sem menga drykkjarvatn með þungmálmum.

Árið 2009 hóf Lárus Rúnar Ástvaldsson mælingar á blýi í neysluvatni. Ástæða þessara mælinga var mastersritgerð hans í umhverfis- og byggingarverkfræðideild við Háskóla Íslands. Snerist hún um hvort blý myndist finnast í drykkjarvatni Íslendinga. Reynsla Lárusar í þessum málaflokki er mikil, en hann vann meðal annars við vatnamælingar hjá bandaríska hernum og hlaut þjálfun til þess í Texas í Bandaríkjunum. Lárus starfaði á árunum 1997 til 2005 hjá hernum. Vissi hann því af ástandinu sem skapaðist vegna blýmengunar á varnarsvæðinu á sínum tíma og tók sjálfur mörg þeirra sýna sem sýndu hættulega mikið magn af blýi á svæðinu. Lárus vildi vita hvort þessi mengun væri enn til staðar eftir að herinn fór í aðgerðir til að stemma stigu við blýmenguninni.

„Það er nauðsynlegt að fleiri sýni séu tekin til að komast að þessu.“
Lárus Rúnar Ástvaldsson umhverfisverkfræðingur

Niðurstöðurnar sýndu að þrátt fyrir að herinn hefði farið í umtalsverðar aðgerðir á svæðinu til að ná niður blýmenguninni, var blý enn að mælast í drykkjarvatninu. Lárus bendir á að sá litli fjöldi af sýnum sem hefur verið tekinn eftir að herinn fór sé ekki nóg. Hann segir að það þurfi að taka mun fleiri sýni á svæðinu til að komast að því hvar vatnslagnir, sem innihalda blý, séu nákvæmlega staðsettar svo hægt sé að bregðast við því og upplýsa íbúa svæðisins um ástandið. „Það er augljóst að blý var notað af hernum og að blýið er enn þá til staðar í veitukerfinu. Spurningin er bara hvar. Það er nauðsynlegt að fleiri sýni séu tekin til að komast að þessu.“

Þetta er í samræmi við skýrslu heilbrigðiseftirlits Suðurnesja árið 2008: „Nauðsynlegt er að fylgjast með lögnum og neysluvatni á svæðinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár